Biðla til Amazon um að stöðva sölu á „sovéskum“ varningi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. nóvember 2018 23:19 27 meðlimir Evrópuþingsins hafa biðlað til Amazon um að hætta sölu á varningi sem ber merki Sovétríkjanna sálugu. Vísir/Getty Meðlimir Evrópuþingsins hafa sent forstjóra bandaríska netverslunarrisans Amazon, Jef Bezos, opið bréf þar sem þeir biðja hann um að stöðva sölu fyrirtækisins á varningi undir merkjum Sovétríkjanna sálugu, hamars og sigðar. 27 meðlimir Evrópuþingsins, sem sumir hverjir koma frá löndum sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum, sendu bréfið undir því yfirskini að merkið kynni að valda sárindum hjá fórnarlömbum ógnarstjórnar Sovétríkjanna. Í bréfinu sagði að „heildarfjöldi fórnarlamba sovéskra stjórnvalda er talinn vera yfir sextíu milljónir manna“ og að stjórnvöld hafi flutt yfir 10 milljónir manna í vinnubúðir í Síberíu þar sem fólk bjó við „ómannúðlegar aðstæður, var neytt til vinnu, svelt og beitt líkamlegu ofbeldi.“ „Hinar blóðugu aðgerðir, hryllingurinn og miskunnarleysið sem Sovétríkin stóðu að höfðu áhrif á nær allar fjölskyldur þeirra landa sem heyrðu undir ríkjasambandið,“ sagði í bréfinu. Þá sagði einnig að „enn mætti finna fyrir sorglegum afleiðingum þess sem átti sér stað.“ Amazon hefur fram að þessu selt rauða boli og hettupeysur með gulum hamri og sigð, sem er skýr vísun í fána Sovétríkjanna, rauðan flöt með gulum hamri og sigð ásamt stjörnu. Þá hefur fatnaðurinn iðulega verið merktur með skammstöfuninni CCCP sem útlistast sem USSR (e. Union of Soviet Socialist Republics) á hinu kyrillíska stafrófi sem notast er við víða í austurhluta Evrópu. Amazon Evrópusambandið Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Meðlimir Evrópuþingsins hafa sent forstjóra bandaríska netverslunarrisans Amazon, Jef Bezos, opið bréf þar sem þeir biðja hann um að stöðva sölu fyrirtækisins á varningi undir merkjum Sovétríkjanna sálugu, hamars og sigðar. 27 meðlimir Evrópuþingsins, sem sumir hverjir koma frá löndum sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum, sendu bréfið undir því yfirskini að merkið kynni að valda sárindum hjá fórnarlömbum ógnarstjórnar Sovétríkjanna. Í bréfinu sagði að „heildarfjöldi fórnarlamba sovéskra stjórnvalda er talinn vera yfir sextíu milljónir manna“ og að stjórnvöld hafi flutt yfir 10 milljónir manna í vinnubúðir í Síberíu þar sem fólk bjó við „ómannúðlegar aðstæður, var neytt til vinnu, svelt og beitt líkamlegu ofbeldi.“ „Hinar blóðugu aðgerðir, hryllingurinn og miskunnarleysið sem Sovétríkin stóðu að höfðu áhrif á nær allar fjölskyldur þeirra landa sem heyrðu undir ríkjasambandið,“ sagði í bréfinu. Þá sagði einnig að „enn mætti finna fyrir sorglegum afleiðingum þess sem átti sér stað.“ Amazon hefur fram að þessu selt rauða boli og hettupeysur með gulum hamri og sigð, sem er skýr vísun í fána Sovétríkjanna, rauðan flöt með gulum hamri og sigð ásamt stjörnu. Þá hefur fatnaðurinn iðulega verið merktur með skammstöfuninni CCCP sem útlistast sem USSR (e. Union of Soviet Socialist Republics) á hinu kyrillíska stafrófi sem notast er við víða í austurhluta Evrópu.
Amazon Evrópusambandið Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira