Körfubolti

Elvar og Kristófer lofa báðir að klára tímabilið hér heima

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Elvar kíkti við í Skaftahlíðina í dag.
Elvar kíkti við í Skaftahlíðina í dag.
Landsliðsmennirnirnir Elvar Friðriksson og Kristófer Acox eru báðir komnir heim eftir stutta dvöl hjá franska félaginu Denain. Síðustu dagar hjá þeim hafa verið skrautlegir en allt gekk upp að lokum og þeir sömdu við sín uppeldisfélög, Njarðvík og KR.

Frakklandsævintýri þeirra félaga stóð svo sannarlega ekki undir væntingum en báðir eru þeir jákvæðir fyrir því að vera komnir aftur heim. Kristófer sagði er hann fór út að hann ætlaði ekki að koma heim næstu árin en það átti ekki að verða.

Elvar var leystur undan samningi við franska félagið fyrir nokkru en Kristófer var í miklum vandræðum með að losna. Ekki síst eftir að viðtal við þá kom á mbl.is.

Þýðingarvél google fór ekki vel með þá frétt fyrir Íslendingana sem voru í kjölfarið sakaðir um að hafa talað niður til bæjarins og félagsins. Þá varð allt vitlaust.

Hvorugur þeirra hefur gefið atvinnumannadrauminn upp á bátinn og stefnan er tekin aftur út. Þó ekki fyrr en að þessu tímabili loknu og báðir lofa þeir því að klára tímabilið hjá sínum uppeldisfélögum.

Sjá má innslagið um þá félaga hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×