Umfjöllun og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 79-90 | Þægilegur Njarðvíkursigur í grannaslagnum Smári Jökull Jónsson skrifar 16. nóvember 2018 21:30 Elvar Már Friðriksson í Njarðvíkurbúningnum. Mynd/UMFN.is Njarðvík vann nokkuð öruggan útisigur á nágrönnum sínum í Grindavík í kvöld. Gestirnir leiddu allan tímann og unnu að lokum ellefu stiga sigur, lokatölur 90-79. Njarðvík byrjaði af miklum krafti og komust í 8-2. Grindvíkingar misstu þá aldrei sérlega langt fram úr sér framan af og voru ekki nema sjö stigum undir hálfleik. Tilfinningin var þó sú að gestirnir hefðu átt að vera komnir með betri forystu, sérstaklega því lykilmenn heimamanna voru ekki að finna sig. Leikurinn þróaðist á svipaðan hátt í þriðja leikhluta. Njarðvíkingar voru duglegir að pressa á heimamenn og róteruðu vel á bekknum á meðan Grindvíkingar spilaði mikið á sömu mönnunum. Elvar Már Friðriksson kom af krafti inn í liðið og sýndi með hraða sínum og áræðni að hann mun hjálpa liðinu mikið og eflaust munu skyttur liðsins græða vel á komu hans því hann býr til mikið af opnum skotum. Fyrir fjórða leikhlutann var munurinn kominn í ellefu stig og ljóst að Grindvíkingar þurftu gott áhlaup til að eiga einhvern möguleika. Það áhlaup kom þó aldrei. Njarðvík gaf í strax í upphafi leikhlutans, náðu mest 18 stiga forskoti og eftir það var aldrei spurning hverjir myndu fara með sigur af hólmi. Síðustu mínúturnar spiluðust í mestu rólegheitum og þó svo að heimamenn næðu aðeins að saxa á muninn í lokinn var sigur gestanna öruggur.Af hverju vann Njarðvík?Þeir nýttu breiddina vel í dag, pressuðu duglega á Grindvíkinga allan leikinn sem hefur ekki á sömu breidd að skipa. Það sást í lokin að Grindvíkingar voru orðnir þreyttir og þeir einfaldlega réðu ekki við Njarðvíkinga í dag. Lykilmenn Grindvíkinga, Sigtryggur Arnar Björnsson og Lewis Clinch náðu sér engan veginn á strik og munar um minna. Það voru aðeins sex leikmenn sem léku meira en 10 mínútur í dag og þá verða þeir sem eru inni á vellinum einfaldlega að spila vel.Þessir stóðu upp úr:Mario Matasevic var mjög flottur í kvöld hjá Njarðvík, skoraði 20 stig, tók 10 fráköst og skilaði 34 framlagspunktum. Jeb Ivey og Elvar Már voru einnig flottir og það voru margir aðrir sem lögðu í púkkið hjá Njarðvík í kvöld. Hjá Grindavík var Jordy Kuiper sá eini sem spilaði af eðlilegri getu. Tiegbe Bamba byrjaði af miklum krafti og spilaði í heildina ágætlega en datt töluvert niður í seinni hálfleik.Hvað gekk illa?Sigtryggur Arnar Björnsson vill eflaust gleyma þessum leik sem fyrst. Hann skoraði 6 stig, var 2/6 í vítum og fór af velli með 5 villur undir lokin. Þetta var einfaldlega einn af þeim dögum þar sem ekkert gekk upp. Lewis Clinch var sömuleiðis slakur. Skoraði 12 stig og hitti aðeins úr 25% skota sinna utan af velli.Hvað gerist næst?Grindavík fer næst í Frostaskjólið og mætir þar KR-ingum. KR hefur verið að bæta við sig mannskap, Kristófer Acox er væntanlegur og þeir Finnur Atli Magnússon og Pavel Ermolinskij byrjaðir að spila með liðinu á ný. Suðurnesjamenn þurfa toppleik til að velgja Íslandsmeisturunum undir uggum. Njarðvík tekur á móti Stjörnunni í áhugaverðum stórleik í Ljónagryfjunni. Bæði lið eru líkleg til að berjast um titilinn í vor og það verður án efa hart barist í þeim leik.Grindavík-Njarðvík 79-90 (20-26, 18-19, 23-27, 18-18) Grindavík: Jordy Kuiper 24/6 fráköst, Tiegbe Bamba 18, Lewis Clinch Jr. 12/5 fráköst/7 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 11/10 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 6, Johann Arni Olafsson 6, Kristófer Breki Gylfason 2.Njarðvík: Mario Matasovic 20/10 fráköst/4 varin skot, Elvar Már Friðriksson 15/5 stoðsendingar, Jeb Ivey 15/5 fráköst/7 stoðsendingar, Maciek Stanislav Baginski 14, Logi Gunnarsson 12, Ólafur Helgi Jónsson 7/5 fráköst, Julian Rajic 4, Kristinn Pálsson 3/6 fráköst. Jóhann Þór: Erum enn og aftur veikir andlegaJóhann sagði Grindavíkurliðið hafa tekið skref til baka í leik sínum í kvöld.vísir/vilhelm„Þetta var mjög skrýtinn leikur af okkar hálfu. Mér fannst við aldrei ná tökum á einu né neinu en samt erum við bara að tapa með ellefu stigum. Mér leið alltaf eins og við værum í einhverju rugli. Við vorum að spila við mjög gott lið en ég hélt við værum komnir aðeins lengra en fengum heldur betur högg hér í kvöld,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur eftir tapið gegn Njarðvík í kvöld. „Enn og aftur erum við veikir andlega og ráðum ekki við mótlæti. Það þarf ekki mikið til að okkur sé ýtt út úr því sem við viljum gera, erum ekki nægilega sterkir á boltanum og varnarlega náum við aldrei takti. Þetta var risaskref til baka og svolítið „reality check“ eins og sagt er.“ Lykilmenn Grindavíkur náðu sér ekki á strik í kvöld og munaði um minna. „Arnar fékk boltann lítið, sá ekki mikið af boltanum. Lewis er lýsandi dæmi um það sem ég sagði áðan, þeir hvæsa aðeins á hann og hann fer inn í einhverja skel og forðast ábyrgð. Það er eitthvað sem við þurfum að finna lausnir á og laga.“ Grindavík á næst leik gegn Íslandsmeisturum KR sem hafa verið að bæta við sig mönnum að undanförnu. „Eru ekki allir að bæta við sig mannskap? Við erum á ákveðinni vegferð og náðum þremur góðum leikjum. Nú fengum við smá högg og þurfum að stíga aðeins til baka og undirbúa okkur vel fyrir fimmtudaginn.“ „Það er alltaf gaman að fara í Frostaskjólið þó ég hafi skitið á mig í flest skipti sem ég hef komið þangað. Við þurfum að finna leiðir og bara finna taktinn aftur,“ bætti Jóhann við og sagði engra breytinga að vænta á mannskap Grindavíkurliðsins. „Nei, glugginn er náttúrulega lokaður. Ég ætla bara að vinna með þetta lið og spila úr þeim spilum sem við höfum. Það verður allavega ekki gert ef ég fæ að ráða.“ Einar Árni: Ætluðum að vera í botni allan tímannEinar Árni er að setja saman hörkulið í Njarðvík.vísir/vilhelmEinar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur var vitaskuld ánægður með sigur sinna manna í Grindavík í kvöld. „Þægilegt er kannski ekki orðið sem ég vil nota en mér fannst við hafa góða stjórn á leiknum. Sigurinnn var kannski ekki í hættu, við getum alveg sagt það. Við vorum frekar þéttir fannst mér,“ sagði Einar Árni þegar Vísir hitti hann eftir leikinn í Mustad-höllinni í kvöld. „Við töluðum um að á stundum í fyrri hálfleik vorum við óþarflega mikið að stíga af mönnum og hjálpa þegar þess þurfti ekki. Í fyrri hálfleik vorum við að hleypa þeim aðeins of mikið framhjá okkur. Heilt yfir er ég sáttur, við höldum þeim undir 80 stigum á heimavelli og við vitum að þetta er lið sem getur dottið í gang. Þeir eru með skotmenn í stöðum 1-4 og mér fannst við gera mjög vel gegn Lewis Clinch og Sigtryggi Arnari í kvöld,“ bætti Einar Árni við. Njarðvíkingar hafa á töluvert meiri breidd að skipa en Grindvíkingar og það nýttu þeir sér í kvöld. „Við ætluðum að vera í botni allan tímann og mér fannst fyrirliðinn senda skýr skilaboð um það, þegar hann var á gólfinu þá var hann í botni um allan völl. Þegar tungan var komin út þá kipptum við honum út og næsti tók við. Við erum með þéttan hóp og þurfum að sjálfsögðu að nýta okkur það.“ Elvar Már Friðriksson lék sinn fyrsta leik í kvöld og ljóst að hann mun færa þessu Njarðvíkurliði mikið. „Hann breytir auðvitað töluvert miklu. Hann er bara búinn að taka tvær æfingar en hann er náttúrulega sá aðili sem við treystum til að koma inn í þetta lið án þess að raska miklu. Hann er okkar langbesti árásármaður á körfuna, er gríðarlega fljótur og það er erfitt að halda honum fyrir framan sig. Skotmennirnir okkar eiga eftir að njóta góðs af því.“ „Þetta dreifir síðan auðvitað álaginu í leikstjórn. Við erum með tvo gríðarlega öfluga leikstjórnendur í Jeb (Ivey) og Elvari og efnilegan í Jóni Arnóri. Við megum við því að spila öflugan varnarleik og pikka upp villur. Við megum vera óhræddir þó einhverjir safni villum því við erum með dýptina til að takast á við það,“ sagði Einar Árni að lokum. Elvar Már: Hrikalega góður sigurElvar Már spilaði sinn fyrsta leik með Njarðvík í langan tíma í kvöld.Vísir/Vilhelm„Það er skemmtilegast að spila fyrir sitt heimafélag og hjartað slær fastast þegar maður spilar í græna búningnum, sagði Elvar Már Friðriksson eftir sigur Njarðvíkinga í Grindavík í kvöld en hann var að leika sinn fyrsta leik með liðinu eftir að hafa snúið aftur heim á dögunum. "Við erum að koma á erfiðan útivöll og sigra, þar sem mér fannst við smá ryðgaðir og eiga eitthvað inni. Grindavík á líka helling inni og hafa verið vaxandi í síðustu leikjum þannig að þetta var hrikalega góður sigur." Elvar Már var aðeins búinn að mæta á tvær æfingar fyrir leikinn. Þrátt fyrir það lék hann í rúmar 23 mínútur, skoraði 15 stig og gaf 5 stoðsendingar. „Mér fannst við spila ágætlega, sérstaklega varnarlega. Við ætluðum að einbeita okkur að vörninni í dag og fyrir mig, sem er bara búinn að mæta á tvær æfingar, er ekkert nýtt að spila vörn. Við pressuðum þá og það sást í lokin að þeir voru orðnir þreyttir. Þeir fóru að brjóta og við fengum helling af stigum af vítalínunni í lokin," sagði Elvar og bætti við að munurinn á breidd liðanna hefði skipt máli þegar Njarðvíkingar undirbjuggu sig fyrir leikinn. „Heldur betur og þess vegna vildum spila á svona háu tempó. Við skiptum hratt, erum með tvo eða fleiri í öllum stöðum sem geta spilað og það hjálpaði okkur helling í dag." Margir vilja meina að Njarðvíkingar séu orðnir Íslandsmeistaraefni eftir að hafa fengið Elvar til liðs við sig en hann er pollrólegur. „Við einbeitum okkur alltaf á næsta leik sem ég held að sé Stjarnan. Það er eitt af toppliðunum þannig að það verður hörkuleikur. Þeir eru hrikalega vel mannaðir eins og við þannig að það verður eflaust hátt tempó í þeim leik.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Elvar Már: Hrikalega góður sigur „Það er skemmtilegast að spila fyrir sitt heimafélag og hjartað slær fastast þegar maður spilar í græna búningnum, sagði Elvar Már Friðriksson eftir sigur Njarðvíkinga í Grindavík í kvöld en hann var að leika sinn fyrsta leik með liðinu eftir að hafa snúið aftur heim á dögunum. 16. nóvember 2018 20:29
Njarðvík vann nokkuð öruggan útisigur á nágrönnum sínum í Grindavík í kvöld. Gestirnir leiddu allan tímann og unnu að lokum ellefu stiga sigur, lokatölur 90-79. Njarðvík byrjaði af miklum krafti og komust í 8-2. Grindvíkingar misstu þá aldrei sérlega langt fram úr sér framan af og voru ekki nema sjö stigum undir hálfleik. Tilfinningin var þó sú að gestirnir hefðu átt að vera komnir með betri forystu, sérstaklega því lykilmenn heimamanna voru ekki að finna sig. Leikurinn þróaðist á svipaðan hátt í þriðja leikhluta. Njarðvíkingar voru duglegir að pressa á heimamenn og róteruðu vel á bekknum á meðan Grindvíkingar spilaði mikið á sömu mönnunum. Elvar Már Friðriksson kom af krafti inn í liðið og sýndi með hraða sínum og áræðni að hann mun hjálpa liðinu mikið og eflaust munu skyttur liðsins græða vel á komu hans því hann býr til mikið af opnum skotum. Fyrir fjórða leikhlutann var munurinn kominn í ellefu stig og ljóst að Grindvíkingar þurftu gott áhlaup til að eiga einhvern möguleika. Það áhlaup kom þó aldrei. Njarðvík gaf í strax í upphafi leikhlutans, náðu mest 18 stiga forskoti og eftir það var aldrei spurning hverjir myndu fara með sigur af hólmi. Síðustu mínúturnar spiluðust í mestu rólegheitum og þó svo að heimamenn næðu aðeins að saxa á muninn í lokinn var sigur gestanna öruggur.Af hverju vann Njarðvík?Þeir nýttu breiddina vel í dag, pressuðu duglega á Grindvíkinga allan leikinn sem hefur ekki á sömu breidd að skipa. Það sást í lokin að Grindvíkingar voru orðnir þreyttir og þeir einfaldlega réðu ekki við Njarðvíkinga í dag. Lykilmenn Grindvíkinga, Sigtryggur Arnar Björnsson og Lewis Clinch náðu sér engan veginn á strik og munar um minna. Það voru aðeins sex leikmenn sem léku meira en 10 mínútur í dag og þá verða þeir sem eru inni á vellinum einfaldlega að spila vel.Þessir stóðu upp úr:Mario Matasevic var mjög flottur í kvöld hjá Njarðvík, skoraði 20 stig, tók 10 fráköst og skilaði 34 framlagspunktum. Jeb Ivey og Elvar Már voru einnig flottir og það voru margir aðrir sem lögðu í púkkið hjá Njarðvík í kvöld. Hjá Grindavík var Jordy Kuiper sá eini sem spilaði af eðlilegri getu. Tiegbe Bamba byrjaði af miklum krafti og spilaði í heildina ágætlega en datt töluvert niður í seinni hálfleik.Hvað gekk illa?Sigtryggur Arnar Björnsson vill eflaust gleyma þessum leik sem fyrst. Hann skoraði 6 stig, var 2/6 í vítum og fór af velli með 5 villur undir lokin. Þetta var einfaldlega einn af þeim dögum þar sem ekkert gekk upp. Lewis Clinch var sömuleiðis slakur. Skoraði 12 stig og hitti aðeins úr 25% skota sinna utan af velli.Hvað gerist næst?Grindavík fer næst í Frostaskjólið og mætir þar KR-ingum. KR hefur verið að bæta við sig mannskap, Kristófer Acox er væntanlegur og þeir Finnur Atli Magnússon og Pavel Ermolinskij byrjaðir að spila með liðinu á ný. Suðurnesjamenn þurfa toppleik til að velgja Íslandsmeisturunum undir uggum. Njarðvík tekur á móti Stjörnunni í áhugaverðum stórleik í Ljónagryfjunni. Bæði lið eru líkleg til að berjast um titilinn í vor og það verður án efa hart barist í þeim leik.Grindavík-Njarðvík 79-90 (20-26, 18-19, 23-27, 18-18) Grindavík: Jordy Kuiper 24/6 fráköst, Tiegbe Bamba 18, Lewis Clinch Jr. 12/5 fráköst/7 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 11/10 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 6, Johann Arni Olafsson 6, Kristófer Breki Gylfason 2.Njarðvík: Mario Matasovic 20/10 fráköst/4 varin skot, Elvar Már Friðriksson 15/5 stoðsendingar, Jeb Ivey 15/5 fráköst/7 stoðsendingar, Maciek Stanislav Baginski 14, Logi Gunnarsson 12, Ólafur Helgi Jónsson 7/5 fráköst, Julian Rajic 4, Kristinn Pálsson 3/6 fráköst. Jóhann Þór: Erum enn og aftur veikir andlegaJóhann sagði Grindavíkurliðið hafa tekið skref til baka í leik sínum í kvöld.vísir/vilhelm„Þetta var mjög skrýtinn leikur af okkar hálfu. Mér fannst við aldrei ná tökum á einu né neinu en samt erum við bara að tapa með ellefu stigum. Mér leið alltaf eins og við værum í einhverju rugli. Við vorum að spila við mjög gott lið en ég hélt við værum komnir aðeins lengra en fengum heldur betur högg hér í kvöld,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur eftir tapið gegn Njarðvík í kvöld. „Enn og aftur erum við veikir andlega og ráðum ekki við mótlæti. Það þarf ekki mikið til að okkur sé ýtt út úr því sem við viljum gera, erum ekki nægilega sterkir á boltanum og varnarlega náum við aldrei takti. Þetta var risaskref til baka og svolítið „reality check“ eins og sagt er.“ Lykilmenn Grindavíkur náðu sér ekki á strik í kvöld og munaði um minna. „Arnar fékk boltann lítið, sá ekki mikið af boltanum. Lewis er lýsandi dæmi um það sem ég sagði áðan, þeir hvæsa aðeins á hann og hann fer inn í einhverja skel og forðast ábyrgð. Það er eitthvað sem við þurfum að finna lausnir á og laga.“ Grindavík á næst leik gegn Íslandsmeisturum KR sem hafa verið að bæta við sig mönnum að undanförnu. „Eru ekki allir að bæta við sig mannskap? Við erum á ákveðinni vegferð og náðum þremur góðum leikjum. Nú fengum við smá högg og þurfum að stíga aðeins til baka og undirbúa okkur vel fyrir fimmtudaginn.“ „Það er alltaf gaman að fara í Frostaskjólið þó ég hafi skitið á mig í flest skipti sem ég hef komið þangað. Við þurfum að finna leiðir og bara finna taktinn aftur,“ bætti Jóhann við og sagði engra breytinga að vænta á mannskap Grindavíkurliðsins. „Nei, glugginn er náttúrulega lokaður. Ég ætla bara að vinna með þetta lið og spila úr þeim spilum sem við höfum. Það verður allavega ekki gert ef ég fæ að ráða.“ Einar Árni: Ætluðum að vera í botni allan tímannEinar Árni er að setja saman hörkulið í Njarðvík.vísir/vilhelmEinar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur var vitaskuld ánægður með sigur sinna manna í Grindavík í kvöld. „Þægilegt er kannski ekki orðið sem ég vil nota en mér fannst við hafa góða stjórn á leiknum. Sigurinnn var kannski ekki í hættu, við getum alveg sagt það. Við vorum frekar þéttir fannst mér,“ sagði Einar Árni þegar Vísir hitti hann eftir leikinn í Mustad-höllinni í kvöld. „Við töluðum um að á stundum í fyrri hálfleik vorum við óþarflega mikið að stíga af mönnum og hjálpa þegar þess þurfti ekki. Í fyrri hálfleik vorum við að hleypa þeim aðeins of mikið framhjá okkur. Heilt yfir er ég sáttur, við höldum þeim undir 80 stigum á heimavelli og við vitum að þetta er lið sem getur dottið í gang. Þeir eru með skotmenn í stöðum 1-4 og mér fannst við gera mjög vel gegn Lewis Clinch og Sigtryggi Arnari í kvöld,“ bætti Einar Árni við. Njarðvíkingar hafa á töluvert meiri breidd að skipa en Grindvíkingar og það nýttu þeir sér í kvöld. „Við ætluðum að vera í botni allan tímann og mér fannst fyrirliðinn senda skýr skilaboð um það, þegar hann var á gólfinu þá var hann í botni um allan völl. Þegar tungan var komin út þá kipptum við honum út og næsti tók við. Við erum með þéttan hóp og þurfum að sjálfsögðu að nýta okkur það.“ Elvar Már Friðriksson lék sinn fyrsta leik í kvöld og ljóst að hann mun færa þessu Njarðvíkurliði mikið. „Hann breytir auðvitað töluvert miklu. Hann er bara búinn að taka tvær æfingar en hann er náttúrulega sá aðili sem við treystum til að koma inn í þetta lið án þess að raska miklu. Hann er okkar langbesti árásármaður á körfuna, er gríðarlega fljótur og það er erfitt að halda honum fyrir framan sig. Skotmennirnir okkar eiga eftir að njóta góðs af því.“ „Þetta dreifir síðan auðvitað álaginu í leikstjórn. Við erum með tvo gríðarlega öfluga leikstjórnendur í Jeb (Ivey) og Elvari og efnilegan í Jóni Arnóri. Við megum við því að spila öflugan varnarleik og pikka upp villur. Við megum vera óhræddir þó einhverjir safni villum því við erum með dýptina til að takast á við það,“ sagði Einar Árni að lokum. Elvar Már: Hrikalega góður sigurElvar Már spilaði sinn fyrsta leik með Njarðvík í langan tíma í kvöld.Vísir/Vilhelm„Það er skemmtilegast að spila fyrir sitt heimafélag og hjartað slær fastast þegar maður spilar í græna búningnum, sagði Elvar Már Friðriksson eftir sigur Njarðvíkinga í Grindavík í kvöld en hann var að leika sinn fyrsta leik með liðinu eftir að hafa snúið aftur heim á dögunum. "Við erum að koma á erfiðan útivöll og sigra, þar sem mér fannst við smá ryðgaðir og eiga eitthvað inni. Grindavík á líka helling inni og hafa verið vaxandi í síðustu leikjum þannig að þetta var hrikalega góður sigur." Elvar Már var aðeins búinn að mæta á tvær æfingar fyrir leikinn. Þrátt fyrir það lék hann í rúmar 23 mínútur, skoraði 15 stig og gaf 5 stoðsendingar. „Mér fannst við spila ágætlega, sérstaklega varnarlega. Við ætluðum að einbeita okkur að vörninni í dag og fyrir mig, sem er bara búinn að mæta á tvær æfingar, er ekkert nýtt að spila vörn. Við pressuðum þá og það sást í lokin að þeir voru orðnir þreyttir. Þeir fóru að brjóta og við fengum helling af stigum af vítalínunni í lokin," sagði Elvar og bætti við að munurinn á breidd liðanna hefði skipt máli þegar Njarðvíkingar undirbjuggu sig fyrir leikinn. „Heldur betur og þess vegna vildum spila á svona háu tempó. Við skiptum hratt, erum með tvo eða fleiri í öllum stöðum sem geta spilað og það hjálpaði okkur helling í dag." Margir vilja meina að Njarðvíkingar séu orðnir Íslandsmeistaraefni eftir að hafa fengið Elvar til liðs við sig en hann er pollrólegur. „Við einbeitum okkur alltaf á næsta leik sem ég held að sé Stjarnan. Það er eitt af toppliðunum þannig að það verður hörkuleikur. Þeir eru hrikalega vel mannaðir eins og við þannig að það verður eflaust hátt tempó í þeim leik.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Elvar Már: Hrikalega góður sigur „Það er skemmtilegast að spila fyrir sitt heimafélag og hjartað slær fastast þegar maður spilar í græna búningnum, sagði Elvar Már Friðriksson eftir sigur Njarðvíkinga í Grindavík í kvöld en hann var að leika sinn fyrsta leik með liðinu eftir að hafa snúið aftur heim á dögunum. 16. nóvember 2018 20:29
Elvar Már: Hrikalega góður sigur „Það er skemmtilegast að spila fyrir sitt heimafélag og hjartað slær fastast þegar maður spilar í græna búningnum, sagði Elvar Már Friðriksson eftir sigur Njarðvíkinga í Grindavík í kvöld en hann var að leika sinn fyrsta leik með liðinu eftir að hafa snúið aftur heim á dögunum. 16. nóvember 2018 20:29
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum