Að brjóta af sér Heiðar Guðjónsson skrifar 16. nóvember 2018 06:30 Mikið hefur verið fjallað um aðför Seðlabanka Íslands að Samherja hf. Hæstiréttur hefur nú staðfest að bankinn braut stjórnsýslulög. Bankinn neitar hins vegar að viðurkenna ábyrgð á þessum misgjörðum sínum, eins og annarri misbeitingu á valdi sínu við framkvæmd gjaldeyrishafta. Seðlabanki Íslands kærði félag mitt, Ursus ehf., ranglega fyrir að brjóta lög um gjaldeyrismál árið 2010 þegar Ursus var hæstbjóðandi ásamt öðrum í opnu söluferli Sjóvár. Sérstakur saksóknari féllst ekki á málatilbúnað Seðlabankans og lét málið niður falla. Seðlabankinn kærði ákvörðunina til ríkissaksóknara sem staðfesti ákvörðun sérstaks saksóknara með löngu skammarbréfi til bankans. Félag mitt hafði engin lög brotið og einungis fært íslenskar krónur á milli reikninga í Íslandsbanka. Ríkissaksóknari benti m.a. á, að það færi gegn stjórnarskrá að beita mig viðurlögum vegna þessara viðskipta. Eftir að niðurstaðan lá fyrir boðaði Seðlabankinn æðsta handhafa ákæruvalds í landinu á sinn fund og sagði við fjölmiðla að í niðurstöðu ríkissaksóknara kæmi fram „grundvallarmisskilningur varðandi eðli fjármagnshreyfinga og framkvæmd gjaldeyrishafta, enda um flókið sérfræðimálefni að ræða“! Í samtali við blaðamann sagði svo fulltrúi Seðlabankans: „Hann slapp í þetta skiptið.“ Þessi orð hafa síðan verið endurtekin oftsinnis, nú síðast í tilfelli Samherja, og lýsa forherðingu Seðlabankans. Það er fjöldinn allur af málum sem Seðlabankinn hefur stofnað til sem hafa skaðað einstaklinga og fyrirtæki. Þeir hafa kært tugi mála en orðið afturreka með þau öll. Seðlabankinn hefur líka lagt stjórnvaldssektir á fjölda fyrirtækja en engin þessara sekta hefur staðist lög og þær jafnan verið felldar úr gildi af dómstólum. Nú síðast 8. nóvember í máli Samherja. Bankinn segir að tæknileg atriði valdi því að ekkert í málatilbúnaði hans standist. En ekki hvað? Þarf bankinn ekki að fara eftir settum lögum eins og aðrir? Getur verið að forsvarsmenn bankans séu haldnir grundvallarmisskilningi um eðli réttarríkisins og framkvæmd laga gagnvart einstaklingum og fyrirtækjum. Aðfarir Seðlabankans taka yfir tæpan áratug og strax í upphafi var ljóst hvílík sneypuför var í uppsiglingu. En það hefur ekkert hamið kærugleði bankans sem alltaf hefur látið niðurstöðu ákæruvalds sem vind um eyru þjóta. Kostnaður bankans fyrir samfélagið, fyrirtæki og einstaklinga nemur milljörðum króna. Ásetningur bankans hefur verið einbeittur og yfirlýsingar forystumanna bankans á umliðnum árum lýsa fádæma forherðingu og valdhroka. Eru starfsmenn Seðlabankans einu aðilarnir í samfélaginu sem geta brotið af sér án þess að gjalda þess? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samherji og Seðlabankinn Skoðun Heiðar Guðjónsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um aðför Seðlabanka Íslands að Samherja hf. Hæstiréttur hefur nú staðfest að bankinn braut stjórnsýslulög. Bankinn neitar hins vegar að viðurkenna ábyrgð á þessum misgjörðum sínum, eins og annarri misbeitingu á valdi sínu við framkvæmd gjaldeyrishafta. Seðlabanki Íslands kærði félag mitt, Ursus ehf., ranglega fyrir að brjóta lög um gjaldeyrismál árið 2010 þegar Ursus var hæstbjóðandi ásamt öðrum í opnu söluferli Sjóvár. Sérstakur saksóknari féllst ekki á málatilbúnað Seðlabankans og lét málið niður falla. Seðlabankinn kærði ákvörðunina til ríkissaksóknara sem staðfesti ákvörðun sérstaks saksóknara með löngu skammarbréfi til bankans. Félag mitt hafði engin lög brotið og einungis fært íslenskar krónur á milli reikninga í Íslandsbanka. Ríkissaksóknari benti m.a. á, að það færi gegn stjórnarskrá að beita mig viðurlögum vegna þessara viðskipta. Eftir að niðurstaðan lá fyrir boðaði Seðlabankinn æðsta handhafa ákæruvalds í landinu á sinn fund og sagði við fjölmiðla að í niðurstöðu ríkissaksóknara kæmi fram „grundvallarmisskilningur varðandi eðli fjármagnshreyfinga og framkvæmd gjaldeyrishafta, enda um flókið sérfræðimálefni að ræða“! Í samtali við blaðamann sagði svo fulltrúi Seðlabankans: „Hann slapp í þetta skiptið.“ Þessi orð hafa síðan verið endurtekin oftsinnis, nú síðast í tilfelli Samherja, og lýsa forherðingu Seðlabankans. Það er fjöldinn allur af málum sem Seðlabankinn hefur stofnað til sem hafa skaðað einstaklinga og fyrirtæki. Þeir hafa kært tugi mála en orðið afturreka með þau öll. Seðlabankinn hefur líka lagt stjórnvaldssektir á fjölda fyrirtækja en engin þessara sekta hefur staðist lög og þær jafnan verið felldar úr gildi af dómstólum. Nú síðast 8. nóvember í máli Samherja. Bankinn segir að tæknileg atriði valdi því að ekkert í málatilbúnaði hans standist. En ekki hvað? Þarf bankinn ekki að fara eftir settum lögum eins og aðrir? Getur verið að forsvarsmenn bankans séu haldnir grundvallarmisskilningi um eðli réttarríkisins og framkvæmd laga gagnvart einstaklingum og fyrirtækjum. Aðfarir Seðlabankans taka yfir tæpan áratug og strax í upphafi var ljóst hvílík sneypuför var í uppsiglingu. En það hefur ekkert hamið kærugleði bankans sem alltaf hefur látið niðurstöðu ákæruvalds sem vind um eyru þjóta. Kostnaður bankans fyrir samfélagið, fyrirtæki og einstaklinga nemur milljörðum króna. Ásetningur bankans hefur verið einbeittur og yfirlýsingar forystumanna bankans á umliðnum árum lýsa fádæma forherðingu og valdhroka. Eru starfsmenn Seðlabankans einu aðilarnir í samfélaginu sem geta brotið af sér án þess að gjalda þess?
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun