Tveir landsliðsmenn komnir aftur heim Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. nóvember 2018 07:00 Kristófer Acox. Fréttablaðið/Anton KR og Njarðvík barst mikill liðsstyrkur á lokadegi félagaskiptagluggans í gær. Landsliðsmennirnir Kristófer Acox og Elvar Már Friðriksson eru komnir heim eftir stutt stopp hjá franska B-deildarliðinu Denain Voltaire. Kristófer lék síðustu leiki tímabilsins 2016-17 með KR og svo allt síðasta tímabil. Hann varð Íslandsmeistari í bæði skiptin. Kristófer var valinn leikmaður og varnarmaður ársins í Domino’s-deildinni í fyrra auk þess sem hann var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar. Kristófer skilaði 16,6 stigum og 10,1 frákasti að meðaltali í leik á síðasta tímabili. Skotnýting hans var 62,9%. KR fékk einnig Finn Atla Magnússon sem er fluttur heim frá Ungverjalandi ásamt unnustu sinni, Helenu Sverrisdóttur. Finnur Atli er uppalinn hjá KR og varð Íslands- og bikarmeistari með liðinu 2011 og 2016. Finnur Atli lék með Haukum 2015-18.Elvar Már FriðrikssonFréttablaðið/EPAElvar lék síðast með Njarðvík tímabilið 2013-14 ef frá eru taldir tveir leikir í mars 2015. Elvar var fjögur ár í bandaríska háskólaboltanum; eitt með LIU Brooklyn og þrjú með Barry þar sem hann átti afar góðu gengi að fagna. Síðasta tímabilið sem Elvar lék hér á landi var hann með 20,8 stig, 4,3 fráköst og 7,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Elvar gæti leikið með Njarðvík þegar liðið mætir Grindavík í 7. umferð Domino’s-deildarinnar í kvöld. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski körfuboltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
KR og Njarðvík barst mikill liðsstyrkur á lokadegi félagaskiptagluggans í gær. Landsliðsmennirnir Kristófer Acox og Elvar Már Friðriksson eru komnir heim eftir stutt stopp hjá franska B-deildarliðinu Denain Voltaire. Kristófer lék síðustu leiki tímabilsins 2016-17 með KR og svo allt síðasta tímabil. Hann varð Íslandsmeistari í bæði skiptin. Kristófer var valinn leikmaður og varnarmaður ársins í Domino’s-deildinni í fyrra auk þess sem hann var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar. Kristófer skilaði 16,6 stigum og 10,1 frákasti að meðaltali í leik á síðasta tímabili. Skotnýting hans var 62,9%. KR fékk einnig Finn Atla Magnússon sem er fluttur heim frá Ungverjalandi ásamt unnustu sinni, Helenu Sverrisdóttur. Finnur Atli er uppalinn hjá KR og varð Íslands- og bikarmeistari með liðinu 2011 og 2016. Finnur Atli lék með Haukum 2015-18.Elvar Már FriðrikssonFréttablaðið/EPAElvar lék síðast með Njarðvík tímabilið 2013-14 ef frá eru taldir tveir leikir í mars 2015. Elvar var fjögur ár í bandaríska háskólaboltanum; eitt með LIU Brooklyn og þrjú með Barry þar sem hann átti afar góðu gengi að fagna. Síðasta tímabilið sem Elvar lék hér á landi var hann með 20,8 stig, 4,3 fráköst og 7,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Elvar gæti leikið með Njarðvík þegar liðið mætir Grindavík í 7. umferð Domino’s-deildarinnar í kvöld.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski körfuboltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum