Kistubrot fundust við ljósleiðara í Víkurgarði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 16. nóvember 2018 06:15 Kistuleifar fundust í kverkinni vestan Landsímahússins, í norðausturhorni Víkurgarðs og bíða skráningar undir plasthlífum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Það var engin beinagrind, heldur bara kistuleifar,“ segir Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur um fréttir af líkkistufundi með beinagrind á Landsímareitnum. Að sögn Jóhannesar Stefánssonar, framkvæmdastjóra Lindarvatns ehf., fundust viðarbútar vestan við Landsímahúsið, í kverkinni upp við Aðalstræti 11 þar sem Landsbankinn var áður í viðbyggingu frá 1967. Þar undir er mikið af ýmsum lögnum, meðal annars ljósleiðari sem þurfti að fjarlægja vegna jarðvegsskipta og steypuvinnu sem er að fara í gang.Jóhannes Stefánsson, framkvæmdarstjóri Lindarvatns ehf.„Þar undir komu í ljós viðarbrot og þá stoppuðum við gröfuna, hringdum í Minjastofnun og sögðumst hafa fundið mögulegar minjar,“ segir Jóhannes. Minjastofnun stöðvaði síðan framkvæmdir á þessum afmarkaða bletti á byggingarreitnum. Minjastofnun fól Völu Garðarsdóttur fornleifafræðingi, sem stýrði minjauppgreftri í Víkurgarði, að kanna málið. Vala segir ekki rétt sem fram hafi komið í Morgunblaðinu að fundist hafi kista og beinagrind undir Landsímahúsinu. „Það var ekki það sem gerðist heldur fundum við kistubrot í lagnaskurði,“ segir Vala. Engin bein hafi fundist. „Við mælum upp, teiknum, ljósmyndum og skráum og mokum svo yfir því þetta er náttúrlega ekki á framkvæmdasvæðinu heldur var bara verið að skipta um lagnir og setja í hólka,“ segir Vala. Aðspurð segist hún telja kistuna vera frá sautjándu eða átjándu öld.Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur.Fréttablaðið/StefánFyrir átta dögum vísaði úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála frá kæru sóknarnefndar Dómkirkjunnar vegna byggingarleyfis sem byggingarfulltrúinn í Reykjavík veitti í maí fyrir áformaðri hótelbyggingu á Landsímareitnum. Í september hafði úrskurðarnefndin vísað frá sambærilegri kæru félagsins Kvosarinnar, sem er félagsskapur hóps sem einnig hefur kallað sig Varðmenn Víkurgarðs. Báðum kærunum var vísað frá nefndinni þar sem þessir kærendur eru ekki taldir eiga aðild að málinu. Sóknarnefndin taldi sig eiga aðild að málinu, meðal annars þar sem Dómkirkjan hefði eignar- og umráðarétt yfir landi Víkurgarðs. „Hinn 15. ágúst 2018 var móttekið til þinglýsingar skjal undirritað af ráðherra Íslands, dags. 21. október 1904. Kunngjörir ráðherra þar að Reykjavíkurkaupstað sé afsöluð lóð kirkjugarðs í Reykjavík er lagður hefði verið niður á árinu 1837. Var skjalið fært inn í þinglýsingarbækur 6. september 2018. Getur sóknarnefnd Dómkirkjunnar því ekki byggt aðild sína á eignar- og umráðarétti yfir Víkurgarði,“ segir úrskurðarnefndin meðal annars. Fornminjar Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
„Það var engin beinagrind, heldur bara kistuleifar,“ segir Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur um fréttir af líkkistufundi með beinagrind á Landsímareitnum. Að sögn Jóhannesar Stefánssonar, framkvæmdastjóra Lindarvatns ehf., fundust viðarbútar vestan við Landsímahúsið, í kverkinni upp við Aðalstræti 11 þar sem Landsbankinn var áður í viðbyggingu frá 1967. Þar undir er mikið af ýmsum lögnum, meðal annars ljósleiðari sem þurfti að fjarlægja vegna jarðvegsskipta og steypuvinnu sem er að fara í gang.Jóhannes Stefánsson, framkvæmdarstjóri Lindarvatns ehf.„Þar undir komu í ljós viðarbrot og þá stoppuðum við gröfuna, hringdum í Minjastofnun og sögðumst hafa fundið mögulegar minjar,“ segir Jóhannes. Minjastofnun stöðvaði síðan framkvæmdir á þessum afmarkaða bletti á byggingarreitnum. Minjastofnun fól Völu Garðarsdóttur fornleifafræðingi, sem stýrði minjauppgreftri í Víkurgarði, að kanna málið. Vala segir ekki rétt sem fram hafi komið í Morgunblaðinu að fundist hafi kista og beinagrind undir Landsímahúsinu. „Það var ekki það sem gerðist heldur fundum við kistubrot í lagnaskurði,“ segir Vala. Engin bein hafi fundist. „Við mælum upp, teiknum, ljósmyndum og skráum og mokum svo yfir því þetta er náttúrlega ekki á framkvæmdasvæðinu heldur var bara verið að skipta um lagnir og setja í hólka,“ segir Vala. Aðspurð segist hún telja kistuna vera frá sautjándu eða átjándu öld.Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur.Fréttablaðið/StefánFyrir átta dögum vísaði úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála frá kæru sóknarnefndar Dómkirkjunnar vegna byggingarleyfis sem byggingarfulltrúinn í Reykjavík veitti í maí fyrir áformaðri hótelbyggingu á Landsímareitnum. Í september hafði úrskurðarnefndin vísað frá sambærilegri kæru félagsins Kvosarinnar, sem er félagsskapur hóps sem einnig hefur kallað sig Varðmenn Víkurgarðs. Báðum kærunum var vísað frá nefndinni þar sem þessir kærendur eru ekki taldir eiga aðild að málinu. Sóknarnefndin taldi sig eiga aðild að málinu, meðal annars þar sem Dómkirkjan hefði eignar- og umráðarétt yfir landi Víkurgarðs. „Hinn 15. ágúst 2018 var móttekið til þinglýsingar skjal undirritað af ráðherra Íslands, dags. 21. október 1904. Kunngjörir ráðherra þar að Reykjavíkurkaupstað sé afsöluð lóð kirkjugarðs í Reykjavík er lagður hefði verið niður á árinu 1837. Var skjalið fært inn í þinglýsingarbækur 6. september 2018. Getur sóknarnefnd Dómkirkjunnar því ekki byggt aðild sína á eignar- og umráðarétti yfir Víkurgarði,“ segir úrskurðarnefndin meðal annars.
Fornminjar Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira