Hér fyrir neðan verður farið yfir nokkur af hans helstu smáhlutverkum.
Þeir sem eiga eftir að sjá þessar myndir sem um ræðir þá er þeim ráðlagt frá því að lesa þessa grein ef þeir vilja ekki láta spilla áhorfinu fyrir sér.
Deadpool 2
Í þessari mynd var Damon nánast óþekkjanlegur. Um er að ræða atriði þar sem andhetjan Cable, leikinn af Josh Brolin, ferðast til okkar tíma. Á meðan hann sést fara í gegnum tíma og rúm sjást tveir menn að spjalli aftan á palli bíls. Þeir ræða þar hvort að notkun klósettpappírs geti talist til hreinlætis.
Hann var ekki listanum yfir leikara en sá sem var sagður hafa leikið þessa persónu var Dicki Greenleaf. Um er að ræða nafn á karakter Jude Law í myndinni The Talented Mr. Ripley en persóna Matt Damon stal nafni hans í þeirri mynd.
Thor: Ragnarök
Ofurhetjumyndin sem segir frá tilraunum Thors til að koma í veg fyrir tortímingu Ásgarðs. Eftir mikla reisu í leit að svörum við því hvernig hann geti komið í veg fyrir Ragnarök snýr Thor aftur heim í Ásgarð þar sem hann kemst að því að bróðir hans Loki er búinn að koma sér þægilega fyrir í gervi föður þeirra Óðins.Þegar Thor fer að hitta Loka í gervi Óðins gengur hann inn á götuleiksýningu þar sem Loki hefur fengið leikara til að endurskapa stundina þegar Loki „fórnaði“ lífi sínu til að bjarga Ásgarði.
Með hlutverk Loka í þessu götuleikhúsi fór enginn annar en Matt Damon.
Damon er góður vinur Chris Hemsworth, sem leikur Thor, og leikstjóra myndarinnar Taika Waititi, og var ekki í neinum vandræðum með að segja já þegar þeir hringdu í hann.
EuroTrip
Í þessari mynd lék Matt Damon söngvara í pönkhljómsveit sem hafði samið lag um það hvernig hann hafði haldið við kærustu aðalpersónu myndarinnar í langan tíma án þess að hún hefði hugmynd um það.Atriðið var fremur óvænt en Matt Damon segir handritshöfunda myndarinnar hafa verið vini hans í háskóla og hann þótti það lítið mál að verða við beiðni þeirra þegar þeir báðu hann um að taka að sér þetta hlutverk.
Upprunalega stóð til að láta Damon vera með hárkollu en hann Damon krafðist þess að vera hár hans yrði rakað af og settir yrðu lokkar um allt andlitið.
Confessions of a Dangerous Mind:
Það þarf svo sem ekki að fara djúpt í söguþráð þessarar myndar til að koma hlutverki Matt Damons að. Leikstjóri myndarinnar er leikarinn George Clooney sem fékk vini sína Brad Pitt og Matt Damon til að leika þátttakendur í stefnumótaþætti sem aðalsöguhetja myndarinnar, sem Óskarsverðlaunahafinn Sam Rockwell leikur, stjórnar. Atriðið er nokkuð fyndið þar sem Pitt og Damon, sem þóttu ansi eftirsóttir sökum útlits, áttu ekkert í svör þriðja þátttakandans sem heillaði alla upp úr skónum með einlægni.Clooney, Pitt og Damon urðu allir miklir vinir eftir að hafa leikið í Oceans-myndunum en sú kvikmyndasería er ein helsta ástæðan fyrir fjölda smáhlutverka sem Damon hefur tekið að sér.
Youth Without Youth
Francis Ford Coppola leikstýrði þessari mynd en áður hafði hann leikstýrt Matt Damon í myndinni The Rainmaker. Damon birtist örstutt í myndinni þar sem hann leikur blaðamann tímaritsins Life, sem er í raun útsendari bandarísku leyniþjónustunnar, sem reynir að fá aðalsöguhetjuna til liðs við þjónustuna.