Veiking krónunnar endurspeglar lakari væntingar Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. október 2018 18:30 Aðalástæða fyrir veikingu krónunnar að undaförnu er endurmat á efnahagshorfunum á Íslandi en væntingar benda til þess að hægja muni á hjólum atvinnulífsins á næstunni. Þetta segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Krónan er búin að veikjast um tíu prósent á síðustu þremur mánuðum og sjö og hálft prósent á síðastliðnum mánuði. Hún styrktist að vísu lítillega í gær og um tæp 2 prósent í dag. „Hvers vegna hefur krónan verið að veikjast? Ég held að aðal ástæðan sé endurmat sem er í gangi á efnahagshorfunum á Íslandi. Endurmat á stöðunni. Við munum öll hvað gerðist í núna í haust þegar það voru umræður um lakari horfur í ferðaþjónustu, erfiðleika í flugrekstri, kjarasamninga sem eru að nálgast, viðskiptakjör sem eru að versna og olíuverð sem er að hækka og þá lækkar jafnvægisgengi krónunnar,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Veiking krónunnar endurspeglar að einhverju leyti lakari væntingar en í niðurstöðum haustkönnunar Gallup, sem framkvæmd var í september meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins, kom fram að 54 prósent stjórnenda töldu að aðstæður í efnahagslífinu myndu versna á næstu sex mánuðum. Peningastefnunefnd Seðlabankans fjallaði sérstaklega um þetta á fundum sínum 1. og 2. október síðastliðinn þegar nefndin ákvað að halda meginvöxtum Seðlabankans óbreyttum í 4,25 prósentum. Lífeyrissjóðirnir hafa keypt gjaldeyri í stórum stíl Greint hefur verið frá því að innlendir aðilar hafi keypt gjaldeyri í stórum stíl að undanförnu sem hafi stuðlað að veikingu krónunnar og hafa lífeyrissjóðirnir verið nefndir til sögunnar í því sambandi. Már Guðmundsson segir að lífeyrissjóðirnir hafi í auknum mæli keypt gjaldeyri að undanförnu. Hann segir hins vegar að Seðlabankinn hafi ekki lagst yfir útreikninga á því hvort að það eitt og sér hafi veikt krónuna. „Spurningin er, hvers vegna er fólk að kaupa gjaldeyri? Væntingarnar hafa snúist. Það á eftir að koma í ljós hvort að leiðréttingin er búin. Það er alveg rétt að lífeyrissjóðirnir hafa verið að kaupa töluvert og auka gjaldeyrisinnistæður sínar. Það er greinilegt að það hafa líka komið upp aðstæður tímabundið þar sem þeir sem eru með gjaldeyri halda í hann af því þeir óttast að það verði frekari gengisveiking. (...) Á bak við þetta er ekki það hvernig lífeyrissjóðirnir eru að haga sér heldur hvernig undirliggjandi efnahagsástand er að þróast. Þetta er að hluta til bara eðlileg þróun. Það er alltaf þannig að þegar gengi er að leiðréttast, hvort sem það er upp eða niður, þá er alltaf hætta á ákveðnum yfirskotum. Það getur vel verið að það hafi átt sér stað núna. Það á bara eftir að koma ljós.“ En má fólk reikna með því að krónan haldi áfram að veikjast?„Það þarf ekki að vera. Gengið hefur verið að hækka síðustu tvo daga og enginn veit nákvæmlega hvar hið nýja jafnvægi er. Það getur vel verið, eins og oft vill verða þegar svona leiðréttingar verða, að markaðurinn verði of svartsýnn og leiðrétti það svo. Það er engin leið að spá nákvæmlega fyrir um þetta,“ segir Már. Íslenska krónan Tengdar fréttir Veiking krónunnar: „Skiljanlegt að menn spyrji sig hvað sé í gangi“ Íslenska krónan hefur veikst um tæp fimm prósent gagnvart evru á síðastliðnum mánuði og tæp átta prósent á síðastliðnu ári. 17. október 2018 18:30 Veiking því einhverjir Íslendingar hafa komið sparnaði í skjól Íslenska krónan er búin að veikjast um tæplega tíu prósent á síðustu þremur mánuðum og sjö og hálft prósent á síðastliðnum mánuði. Útlendingar hafa ekki misst trú á Íslandi heldur skýrist veikingin meðal annars af því að Íslendingar hafa fært krónueignir sínar í gjaldeyri að sögn aðalhagfræðings Landsbankans. 18. október 2018 20:15 Krónan ekki veikari í meira en tvö ár Hagfræðingar segja tíðindi af vinnumarkaði vega þungt í gengisveikingu krónunnar síðustu daga. Forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands segir að ótti sé um að kjarasamningar fari úr böndunum í vetur. 18. október 2018 08:00 Krónan spyrnir við fótum Eftir eftirtektarverða lækkunarhrinu undanfarnar vikur hefur gengi íslensku krónunnar styrkst í dag. 18. október 2018 15:49 Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Sjá meira
Aðalástæða fyrir veikingu krónunnar að undaförnu er endurmat á efnahagshorfunum á Íslandi en væntingar benda til þess að hægja muni á hjólum atvinnulífsins á næstunni. Þetta segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Krónan er búin að veikjast um tíu prósent á síðustu þremur mánuðum og sjö og hálft prósent á síðastliðnum mánuði. Hún styrktist að vísu lítillega í gær og um tæp 2 prósent í dag. „Hvers vegna hefur krónan verið að veikjast? Ég held að aðal ástæðan sé endurmat sem er í gangi á efnahagshorfunum á Íslandi. Endurmat á stöðunni. Við munum öll hvað gerðist í núna í haust þegar það voru umræður um lakari horfur í ferðaþjónustu, erfiðleika í flugrekstri, kjarasamninga sem eru að nálgast, viðskiptakjör sem eru að versna og olíuverð sem er að hækka og þá lækkar jafnvægisgengi krónunnar,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Veiking krónunnar endurspeglar að einhverju leyti lakari væntingar en í niðurstöðum haustkönnunar Gallup, sem framkvæmd var í september meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins, kom fram að 54 prósent stjórnenda töldu að aðstæður í efnahagslífinu myndu versna á næstu sex mánuðum. Peningastefnunefnd Seðlabankans fjallaði sérstaklega um þetta á fundum sínum 1. og 2. október síðastliðinn þegar nefndin ákvað að halda meginvöxtum Seðlabankans óbreyttum í 4,25 prósentum. Lífeyrissjóðirnir hafa keypt gjaldeyri í stórum stíl Greint hefur verið frá því að innlendir aðilar hafi keypt gjaldeyri í stórum stíl að undanförnu sem hafi stuðlað að veikingu krónunnar og hafa lífeyrissjóðirnir verið nefndir til sögunnar í því sambandi. Már Guðmundsson segir að lífeyrissjóðirnir hafi í auknum mæli keypt gjaldeyri að undanförnu. Hann segir hins vegar að Seðlabankinn hafi ekki lagst yfir útreikninga á því hvort að það eitt og sér hafi veikt krónuna. „Spurningin er, hvers vegna er fólk að kaupa gjaldeyri? Væntingarnar hafa snúist. Það á eftir að koma í ljós hvort að leiðréttingin er búin. Það er alveg rétt að lífeyrissjóðirnir hafa verið að kaupa töluvert og auka gjaldeyrisinnistæður sínar. Það er greinilegt að það hafa líka komið upp aðstæður tímabundið þar sem þeir sem eru með gjaldeyri halda í hann af því þeir óttast að það verði frekari gengisveiking. (...) Á bak við þetta er ekki það hvernig lífeyrissjóðirnir eru að haga sér heldur hvernig undirliggjandi efnahagsástand er að þróast. Þetta er að hluta til bara eðlileg þróun. Það er alltaf þannig að þegar gengi er að leiðréttast, hvort sem það er upp eða niður, þá er alltaf hætta á ákveðnum yfirskotum. Það getur vel verið að það hafi átt sér stað núna. Það á bara eftir að koma ljós.“ En má fólk reikna með því að krónan haldi áfram að veikjast?„Það þarf ekki að vera. Gengið hefur verið að hækka síðustu tvo daga og enginn veit nákvæmlega hvar hið nýja jafnvægi er. Það getur vel verið, eins og oft vill verða þegar svona leiðréttingar verða, að markaðurinn verði of svartsýnn og leiðrétti það svo. Það er engin leið að spá nákvæmlega fyrir um þetta,“ segir Már.
Íslenska krónan Tengdar fréttir Veiking krónunnar: „Skiljanlegt að menn spyrji sig hvað sé í gangi“ Íslenska krónan hefur veikst um tæp fimm prósent gagnvart evru á síðastliðnum mánuði og tæp átta prósent á síðastliðnu ári. 17. október 2018 18:30 Veiking því einhverjir Íslendingar hafa komið sparnaði í skjól Íslenska krónan er búin að veikjast um tæplega tíu prósent á síðustu þremur mánuðum og sjö og hálft prósent á síðastliðnum mánuði. Útlendingar hafa ekki misst trú á Íslandi heldur skýrist veikingin meðal annars af því að Íslendingar hafa fært krónueignir sínar í gjaldeyri að sögn aðalhagfræðings Landsbankans. 18. október 2018 20:15 Krónan ekki veikari í meira en tvö ár Hagfræðingar segja tíðindi af vinnumarkaði vega þungt í gengisveikingu krónunnar síðustu daga. Forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands segir að ótti sé um að kjarasamningar fari úr böndunum í vetur. 18. október 2018 08:00 Krónan spyrnir við fótum Eftir eftirtektarverða lækkunarhrinu undanfarnar vikur hefur gengi íslensku krónunnar styrkst í dag. 18. október 2018 15:49 Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Sjá meira
Veiking krónunnar: „Skiljanlegt að menn spyrji sig hvað sé í gangi“ Íslenska krónan hefur veikst um tæp fimm prósent gagnvart evru á síðastliðnum mánuði og tæp átta prósent á síðastliðnu ári. 17. október 2018 18:30
Veiking því einhverjir Íslendingar hafa komið sparnaði í skjól Íslenska krónan er búin að veikjast um tæplega tíu prósent á síðustu þremur mánuðum og sjö og hálft prósent á síðastliðnum mánuði. Útlendingar hafa ekki misst trú á Íslandi heldur skýrist veikingin meðal annars af því að Íslendingar hafa fært krónueignir sínar í gjaldeyri að sögn aðalhagfræðings Landsbankans. 18. október 2018 20:15
Krónan ekki veikari í meira en tvö ár Hagfræðingar segja tíðindi af vinnumarkaði vega þungt í gengisveikingu krónunnar síðustu daga. Forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands segir að ótti sé um að kjarasamningar fari úr böndunum í vetur. 18. október 2018 08:00
Krónan spyrnir við fótum Eftir eftirtektarverða lækkunarhrinu undanfarnar vikur hefur gengi íslensku krónunnar styrkst í dag. 18. október 2018 15:49