Marta María „varð fyrir strætó“ í Karlmenn gera merkilega hluti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. október 2018 13:45 Marta María Jónasdóttir, ritstjóri Smarlandsins á Mbl.is. Marta María Jónasdóttir, umsjónarmaður Smartlandsins á Mbl.is, segist þekkja það af eigin raun að verða fyrir níði í Facebook-hópnum Karlmenn gera merkilega hluti. Jón Steinar Gunnlaugsson skrifaði grein í Morgunblaðið í dag og greindi frá upplifun sinni að lesa skrif um sjálfan sig. Grúppan telur tæplega tíu þúsund manns en hún var stofnuð fyrir tveimur árum. Í lýsingu hópsins segir að þar sé hægt að deila myndum og fréttum af körlum að gera merkilega hluti. Stofnandi hópsins er að sögn Jóns Steinars Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi forseti borgarstjórnar. Hún er einn þriggja stjórnenda hópsins í dag. Upplýsti Jón Steinar að hann hefði verið kallaður ógeð, viðbjóður, kvikyndi, fáviti og spurt hver ætlaði að skála í kampavíni þegar hann væri dauður. Jón Steinar ræddi upplifun sína í Harmageddon á X-inu í morgun. Hann setti mál sitt í samhengi við brottrekstur Kristins Sigurjónssonar, fyrrverandi rektors hjá Háskólanum í Reykjavík. Hann var rekinn fyrir ummæli um konur í Facebook hópi. Telur Jón Steinar að sömu aðilar og fagni brottrekstri Kristins leyfi sér að tala fjálglega um sig og fleiri í fyrrnefndum hópi.Viðtalið má heyra hér að neðan.Marta María segir í færslu á Facebook að Jón Steinar sé ekki eina manneskjan sem hafi lent undir strætó í fyrrnefndum hópi. Sjálf var hún eitt sinn í hópnum en var vikið úr honum. „Ég man hvað það var mikill léttir þegar mér var hent út af síðunni án nokkurra skýringa,“ segir Marta María. „Það er nefnilega mjög óþægilegt að lesa níð um sjálfan sig eða vinnu sína dag eftir dag.“ Marta María segir að fleiri samstarfskonur hennar á Morgunblaðinu hafi upplifað létti þegar þær hættu í hópnum. Hún fagnar því að Jón Steinar hafi stigið fram. „Gott að einhver sagði eitthvað!“ Ólöf Skaftadóttir, einn ritstjóra Fréttablaðsins, tekur undir með Mörtu og segir ofboðslegan létti að vera kominn út úr hópnum. Bubbi Morthens segir það sem Jón Steinar hafi lent í vera ofbeldi. Ekki náðist í Sóleyju Tómasdóttur, stofnanda og einn stjórnenda grúppunnar, við vinnslu fréttarinnar. Hildur Lilliendahl, annar stjórnandi grúppunar, tjáði blaðamanni að stjórnendurnir hefðu ekki hugsað sér að ræða málið við blaðamenn. Tengdar fréttir Kallaður viðbjóður, ógeð og illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir hrollvekjandi að líta inn í hugarheim þeirra sem tjá sig um hann í hópnum "Karlar gera merkilega hluti“ á Facebook. 19. október 2018 07:15 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Marta María Jónasdóttir, umsjónarmaður Smartlandsins á Mbl.is, segist þekkja það af eigin raun að verða fyrir níði í Facebook-hópnum Karlmenn gera merkilega hluti. Jón Steinar Gunnlaugsson skrifaði grein í Morgunblaðið í dag og greindi frá upplifun sinni að lesa skrif um sjálfan sig. Grúppan telur tæplega tíu þúsund manns en hún var stofnuð fyrir tveimur árum. Í lýsingu hópsins segir að þar sé hægt að deila myndum og fréttum af körlum að gera merkilega hluti. Stofnandi hópsins er að sögn Jóns Steinars Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi forseti borgarstjórnar. Hún er einn þriggja stjórnenda hópsins í dag. Upplýsti Jón Steinar að hann hefði verið kallaður ógeð, viðbjóður, kvikyndi, fáviti og spurt hver ætlaði að skála í kampavíni þegar hann væri dauður. Jón Steinar ræddi upplifun sína í Harmageddon á X-inu í morgun. Hann setti mál sitt í samhengi við brottrekstur Kristins Sigurjónssonar, fyrrverandi rektors hjá Háskólanum í Reykjavík. Hann var rekinn fyrir ummæli um konur í Facebook hópi. Telur Jón Steinar að sömu aðilar og fagni brottrekstri Kristins leyfi sér að tala fjálglega um sig og fleiri í fyrrnefndum hópi.Viðtalið má heyra hér að neðan.Marta María segir í færslu á Facebook að Jón Steinar sé ekki eina manneskjan sem hafi lent undir strætó í fyrrnefndum hópi. Sjálf var hún eitt sinn í hópnum en var vikið úr honum. „Ég man hvað það var mikill léttir þegar mér var hent út af síðunni án nokkurra skýringa,“ segir Marta María. „Það er nefnilega mjög óþægilegt að lesa níð um sjálfan sig eða vinnu sína dag eftir dag.“ Marta María segir að fleiri samstarfskonur hennar á Morgunblaðinu hafi upplifað létti þegar þær hættu í hópnum. Hún fagnar því að Jón Steinar hafi stigið fram. „Gott að einhver sagði eitthvað!“ Ólöf Skaftadóttir, einn ritstjóra Fréttablaðsins, tekur undir með Mörtu og segir ofboðslegan létti að vera kominn út úr hópnum. Bubbi Morthens segir það sem Jón Steinar hafi lent í vera ofbeldi. Ekki náðist í Sóleyju Tómasdóttur, stofnanda og einn stjórnenda grúppunnar, við vinnslu fréttarinnar. Hildur Lilliendahl, annar stjórnandi grúppunar, tjáði blaðamanni að stjórnendurnir hefðu ekki hugsað sér að ræða málið við blaðamenn.
Tengdar fréttir Kallaður viðbjóður, ógeð og illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir hrollvekjandi að líta inn í hugarheim þeirra sem tjá sig um hann í hópnum "Karlar gera merkilega hluti“ á Facebook. 19. október 2018 07:15 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Kallaður viðbjóður, ógeð og illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir hrollvekjandi að líta inn í hugarheim þeirra sem tjá sig um hann í hópnum "Karlar gera merkilega hluti“ á Facebook. 19. október 2018 07:15