Fangar fá 400 krónur á tímann Jakob Bjarnar skrifar 19. október 2018 10:34 Betrunarvinna felur í sér félagsleg undirboð og er klárt lagabrot, segir í tilkynningu frá ASÍ. (Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti.) visir/vilhelm Alþýðusambandi Íslands hefur ítrekað borist ábendingar vegna vinnu fanga af Kvíabryggju á almennum vinnumarkaði. Þar má nefna vinnu við fjölbýli sem verið er að gera upp fyrir langtíma leigu, uppgerð sveitabýlis fyrir gistiþjónustu og vinnu hjá flutningafyrirtæki. Þetta segir í fréttatilkynningu sem ASÍ var að senda frá sér. Sambandið vill taka skýrt fram að ekki séu gerðar athugasemdir við betrunarvinnu sem slíka enda fari hún fram innan fangelsis og í einhverjum tilfellum utan fangelsis. Kveðið er á um slíkt í lögum. En, betrunarvinna sem þessi felur í sér félagsleg undirboð og er klárt brot á lögum.Kvíabryggja selur út vinnu fyrir 800 krónur á tímann Forstöðumaður fangelsisins á Kvíabryggju hefur svarað fyrirspurn ASÍ og staðfestir að fangar sinna störfum, meðal annars störfum iðnaðarmanna á almennum vinnumarkaði.Á Kvíabryggju er það stundað að selja út vinnu fanga. Kvíabryggja selur þá vinnu út á 800 krónur á tímann en fanginn fær helming þess í sinn hlut.visir/pjetur„Jafnframt kemur fram að útseld vinna þeirra er 800 kr. á tímann og að þeir fá greiddar 400 kr. á tímann og ávinna sér engin réttindi önnur.Hér er mikilvægt að árétta að betrunarvinnu við almenn störf á vinnumarkaði er hvorki ætlað vera í samkeppni við annað launafólk eða fela í sér félagsleg undirboð og réttindasviptingu fyrir þá sem störfin vinna. Í lögum og greinargerð er gert ráð fyrir því að fangi geti unnið utan fangelsis og að hann fái fyrir það skattskyld laun. En, engar heimildir eru í lögum eða kjarasamningum að laun fyrir þá vinnu skuli ákveðin með öðrum hætti en önnur laun; lágmarkskjör samkvæmt kjarasamningum gilda sem og veikinda- og lífeyrisréttur auk trygginga við vinnu og á leið til vinnu og í frítíma ef við á. ASÍ telur það fyrirkomulag sem gilt hefur um störf fanga utan fangelsisins á Kvíabryggju og vakin hefur verið athygli á klárt brot á lögum nr. 15/2016 um fullnustu refsinga og hvetur fangelsið og fangelsismálayfirvöld til þess að koma þessum málum í löglegt og rétt horf. „Alþýðusambandið áskilur sér allan rétt til þess að fylgja þessum athugasemdum eftir gagnvart þeim yfirvöldum sem í hlut eiga.“ Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum Sjá meira
Alþýðusambandi Íslands hefur ítrekað borist ábendingar vegna vinnu fanga af Kvíabryggju á almennum vinnumarkaði. Þar má nefna vinnu við fjölbýli sem verið er að gera upp fyrir langtíma leigu, uppgerð sveitabýlis fyrir gistiþjónustu og vinnu hjá flutningafyrirtæki. Þetta segir í fréttatilkynningu sem ASÍ var að senda frá sér. Sambandið vill taka skýrt fram að ekki séu gerðar athugasemdir við betrunarvinnu sem slíka enda fari hún fram innan fangelsis og í einhverjum tilfellum utan fangelsis. Kveðið er á um slíkt í lögum. En, betrunarvinna sem þessi felur í sér félagsleg undirboð og er klárt brot á lögum.Kvíabryggja selur út vinnu fyrir 800 krónur á tímann Forstöðumaður fangelsisins á Kvíabryggju hefur svarað fyrirspurn ASÍ og staðfestir að fangar sinna störfum, meðal annars störfum iðnaðarmanna á almennum vinnumarkaði.Á Kvíabryggju er það stundað að selja út vinnu fanga. Kvíabryggja selur þá vinnu út á 800 krónur á tímann en fanginn fær helming þess í sinn hlut.visir/pjetur„Jafnframt kemur fram að útseld vinna þeirra er 800 kr. á tímann og að þeir fá greiddar 400 kr. á tímann og ávinna sér engin réttindi önnur.Hér er mikilvægt að árétta að betrunarvinnu við almenn störf á vinnumarkaði er hvorki ætlað vera í samkeppni við annað launafólk eða fela í sér félagsleg undirboð og réttindasviptingu fyrir þá sem störfin vinna. Í lögum og greinargerð er gert ráð fyrir því að fangi geti unnið utan fangelsis og að hann fái fyrir það skattskyld laun. En, engar heimildir eru í lögum eða kjarasamningum að laun fyrir þá vinnu skuli ákveðin með öðrum hætti en önnur laun; lágmarkskjör samkvæmt kjarasamningum gilda sem og veikinda- og lífeyrisréttur auk trygginga við vinnu og á leið til vinnu og í frítíma ef við á. ASÍ telur það fyrirkomulag sem gilt hefur um störf fanga utan fangelsisins á Kvíabryggju og vakin hefur verið athygli á klárt brot á lögum nr. 15/2016 um fullnustu refsinga og hvetur fangelsið og fangelsismálayfirvöld til þess að koma þessum málum í löglegt og rétt horf. „Alþýðusambandið áskilur sér allan rétt til þess að fylgja þessum athugasemdum eftir gagnvart þeim yfirvöldum sem í hlut eiga.“
Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum Sjá meira