Það er áhugavert að LeBron hefur aldrei unnið fyrsta leik með nýju félagi í deildinni. Sjálfur spilaði hann mjög vel í nótt en það dugði ekki til. Portland of sterkt.
Fyrsta karfa James fyrir Lakers kom eftir tæpar þrjár mínútur af leiknum. Þá stal hann boltanum, rauk upp völlinn og tróð í körfuna.
LeBron James THROWS IT DOWN for the @Lakers!
: #LakeShow x #RipCity
: @NBAonTNTpic.twitter.com/l4VrJPpAzR
— NBA (@NBA) October 19, 2018
James endaði með 26 stig í leiknum en hann hitti úr 9 af 16 skotum sínum. Hann tók líka 12 fráköst og gaf 6 stoðsendingar.
Úrslit:
Philadelphia-Chicago 127-108
Washington-Miami 112-113
Portland-LA Lakers 128-119