Hælisleitandinn er á vitnalista ákæruvaldsins Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 11. desember 2018 08:00 Ráðist var á manninn í íþróttasalnum á Litla-Hrauni. Vísir/vilhelm Ungi hælisleitandinn sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni fyrr á árinu kemur til landsins til að gefa skýrslu við aðalmeðferð málsins. Honum var vísað úr landi skömmu eftir árásina án vitundar verjanda hans og lögreglumannanna sem fóru með rannsókn málsins. Maðurinn er á vitnalista ákæruvaldsins, eins og venjan er um brotaþola, og á héraðssaksóknari nú samráð við önnur stjórnvöld, þar á meðal ríkislögreglustjóra, dómsmálaráðuneytið og fulltrúa Íslands hjá Europol, um mögulegan flutning vitnisins til landsins. Aðalmeðferð í málinu átti að hefjast í Héraðsdómi Suðurlands í gær en var frestað meðal annars vegna þess að annar tveggja ákærðu, Baldur Kolbeinsson, mætti ekki til aðalmeðferðar. Hann lauk afplánun sinni fyrir nokkru og er frjáls ferða sinna. Ákæra gegn Baldri og Trausta Rafni Henrikssyni tekur til alvarlegustu gerðar líkamsárásar í almennum hegningarlögum; 2. mgr. 218. gr. Meðal gagna í málinu er upptaka af árásinni úr öryggismyndavél en ráðist var að manninum í íþróttasal fangelsisins. Árásin er sögð hafa verið sérlega hrottafengin. Baldur hefur ekki tekið afstöðu til ákærunnar en Trausti neitar sök. Baldur var var árið 2014 dæmdur fyrir tvær líkamsárásir á útivistarsvæðinu á Litla-Hrauni, annars vegar fyrir að hafa veist að samfanga sínum, makað saur í andlit hans og munn og slegið hann svo bæði í höfuð og líkama og hins vegar fyrir að hafa sparkað ítrekað og slegið samfanga sinn í höfuð og líkama með hengilás og hnúajárni. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Hælisleitandinn sem varð fyrir árás á Litla-Hrauni fluttur úr landi Ungur hælisleitandi, Houssin Bsraoi, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni um miðjan síðasta mánuð var í gær fluttur úr landi. 21. febrúar 2018 19:00 Segja að hælisleitandinn sé 22 en ekki 18 ára Útlendingastofnun segir rangfærslur í umræðunni um mál hælisleitandans Houssin Bsraoi sem fluttur var úr landi í gær. 22. febrúar 2018 13:30 Segir ljóst að flytja þurfi hælisleitandann til baka fari mál hans fyrir dóm Hún segir það vera galið fyrirkomulag að sé hælisleitendur í réttarvörslukerfinu grunaðir um refsiverða háttsemi þá eru þeir ekki brottfluttir en séu þeir þolendur þá eru þeir brottfluttir. 22. febrúar 2018 14:50 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Ungi hælisleitandinn sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni fyrr á árinu kemur til landsins til að gefa skýrslu við aðalmeðferð málsins. Honum var vísað úr landi skömmu eftir árásina án vitundar verjanda hans og lögreglumannanna sem fóru með rannsókn málsins. Maðurinn er á vitnalista ákæruvaldsins, eins og venjan er um brotaþola, og á héraðssaksóknari nú samráð við önnur stjórnvöld, þar á meðal ríkislögreglustjóra, dómsmálaráðuneytið og fulltrúa Íslands hjá Europol, um mögulegan flutning vitnisins til landsins. Aðalmeðferð í málinu átti að hefjast í Héraðsdómi Suðurlands í gær en var frestað meðal annars vegna þess að annar tveggja ákærðu, Baldur Kolbeinsson, mætti ekki til aðalmeðferðar. Hann lauk afplánun sinni fyrir nokkru og er frjáls ferða sinna. Ákæra gegn Baldri og Trausta Rafni Henrikssyni tekur til alvarlegustu gerðar líkamsárásar í almennum hegningarlögum; 2. mgr. 218. gr. Meðal gagna í málinu er upptaka af árásinni úr öryggismyndavél en ráðist var að manninum í íþróttasal fangelsisins. Árásin er sögð hafa verið sérlega hrottafengin. Baldur hefur ekki tekið afstöðu til ákærunnar en Trausti neitar sök. Baldur var var árið 2014 dæmdur fyrir tvær líkamsárásir á útivistarsvæðinu á Litla-Hrauni, annars vegar fyrir að hafa veist að samfanga sínum, makað saur í andlit hans og munn og slegið hann svo bæði í höfuð og líkama og hins vegar fyrir að hafa sparkað ítrekað og slegið samfanga sinn í höfuð og líkama með hengilás og hnúajárni.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Hælisleitandinn sem varð fyrir árás á Litla-Hrauni fluttur úr landi Ungur hælisleitandi, Houssin Bsraoi, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni um miðjan síðasta mánuð var í gær fluttur úr landi. 21. febrúar 2018 19:00 Segja að hælisleitandinn sé 22 en ekki 18 ára Útlendingastofnun segir rangfærslur í umræðunni um mál hælisleitandans Houssin Bsraoi sem fluttur var úr landi í gær. 22. febrúar 2018 13:30 Segir ljóst að flytja þurfi hælisleitandann til baka fari mál hans fyrir dóm Hún segir það vera galið fyrirkomulag að sé hælisleitendur í réttarvörslukerfinu grunaðir um refsiverða háttsemi þá eru þeir ekki brottfluttir en séu þeir þolendur þá eru þeir brottfluttir. 22. febrúar 2018 14:50 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Hælisleitandinn sem varð fyrir árás á Litla-Hrauni fluttur úr landi Ungur hælisleitandi, Houssin Bsraoi, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni um miðjan síðasta mánuð var í gær fluttur úr landi. 21. febrúar 2018 19:00
Segja að hælisleitandinn sé 22 en ekki 18 ára Útlendingastofnun segir rangfærslur í umræðunni um mál hælisleitandans Houssin Bsraoi sem fluttur var úr landi í gær. 22. febrúar 2018 13:30
Segir ljóst að flytja þurfi hælisleitandann til baka fari mál hans fyrir dóm Hún segir það vera galið fyrirkomulag að sé hælisleitendur í réttarvörslukerfinu grunaðir um refsiverða háttsemi þá eru þeir ekki brottfluttir en séu þeir þolendur þá eru þeir brottfluttir. 22. febrúar 2018 14:50