Þetta reddast alls ekki Kjartann Hreinn Njálsson skrifar 11. desember 2018 08:00 Eftir atburði síðustu daga á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Póllandi liggur fyrir að ríkisstjórn Donalds Trump hefur ekki í hyggju að fylgjast með af hliðarlínunni meðan heimsbyggðin tekur höndum saman um aðgerðir til að stemma stigu við loftslagsbreytingum og losun gróðurhúsalofttegunda. Þvert á móti virðist staðreyndin vera sú að Trump og erindrekar Bandaríkjastjórnar ætla að beita sér markvisst gegn því að samstaða náist um þessi mikilvægu markmið og aðgerðir. Bandaríkin hafa stillt sér upp við hlið Rússlands, Sádi-Arabíu og Kúveit og freista þess nú að koma í veg fyrir að nýleg skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál, sem varpaði ljósi á brýna þörf á að draga úr losun ef halda ætti hnattrænni hlýnun innan við 1,5 gráður, verði innleidd af krafti í þá samningagerð sem nú stendur yfir í Póllandi. Löndin fjögur eru öll annaðhvort, eða hvort tveggja, stórnotendur eða stórframleiðendur á jarðefnaeldsneyti. Við finnum nú þegar fyrir áhrifum loftslagsbreytinga, og þau áhrif munu magnast á hverju ári í fyrirsjáanlegri framtíð. Þessi staðreynd er engum dulin, ekki einu sinni Bandaríkjaforseta eða kollega hans í Moskvu. Fulltrúar Rússlands og Bandaríkjanna hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að virða velferð og framtíð þegna sinna að vettugi með því að hampa frekar hinu óbreytta ástandi. Þeir vita auðvitað að þeir verða ekki til staðar þegar til kastanna kemur; þegar áskoranir og erfiðleikar umbreytast í óviðráðanlegar hörmungar. Við fengum nasasjón af einni birtingarmynd þessara hörmunga í Póllandi í gær þegar hópur fjárfesta, sem saman sýsla með fjármuni sem nema 32 trilljónum Bandaríkjadala, varaði við því að án markvissra aðgerða til að draga úr kolabruna og losun gróðurhúsalofttegunda muni efnahagskreppa að líkindum skella á heimsbyggðinni sem verður margfalt dýpri en sú sem reið yfir árið 2008. Þessi kreppa verður þó ekki aðeins af efnahagslegum toga. Kreppa þessi mun raungerast í loftslagsbreytingum sem ógna bæði velferð allra jarðarbúa og þeim lífkerfum sem síðustu árþúsundir hafa staðið í viðkvæmu en nægilega stöðugu jafnvægi til að gefa okkur tækifæri til að blómstra sem tegund. Loftslagsmálin eru flókið og oft yfirþyrmandi umfjöllunarefni. Að upplifa doða eða uppgjöf frammi fyrir svo risavöxnu vandamáli eru eðlileg viðbrögð. Í aldanna rás hefur maðurinn tileinkað sér það skynsamlega viðhorf að læra af reynslunni, því miður er það svo að í tilfelli loftslagsbreytinga höfum við hvorki efni á né tíma til að taka mið af fortíðinni. Hins vegar vill svo heppilega til að á krefjandi tímum sem þessum höfum við nú, í krafti vísinda, samstöðu og mannúðar, tækifæri til að bregðast við og taka af skarið áður en það verður of seint. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Eftir atburði síðustu daga á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Póllandi liggur fyrir að ríkisstjórn Donalds Trump hefur ekki í hyggju að fylgjast með af hliðarlínunni meðan heimsbyggðin tekur höndum saman um aðgerðir til að stemma stigu við loftslagsbreytingum og losun gróðurhúsalofttegunda. Þvert á móti virðist staðreyndin vera sú að Trump og erindrekar Bandaríkjastjórnar ætla að beita sér markvisst gegn því að samstaða náist um þessi mikilvægu markmið og aðgerðir. Bandaríkin hafa stillt sér upp við hlið Rússlands, Sádi-Arabíu og Kúveit og freista þess nú að koma í veg fyrir að nýleg skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál, sem varpaði ljósi á brýna þörf á að draga úr losun ef halda ætti hnattrænni hlýnun innan við 1,5 gráður, verði innleidd af krafti í þá samningagerð sem nú stendur yfir í Póllandi. Löndin fjögur eru öll annaðhvort, eða hvort tveggja, stórnotendur eða stórframleiðendur á jarðefnaeldsneyti. Við finnum nú þegar fyrir áhrifum loftslagsbreytinga, og þau áhrif munu magnast á hverju ári í fyrirsjáanlegri framtíð. Þessi staðreynd er engum dulin, ekki einu sinni Bandaríkjaforseta eða kollega hans í Moskvu. Fulltrúar Rússlands og Bandaríkjanna hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að virða velferð og framtíð þegna sinna að vettugi með því að hampa frekar hinu óbreytta ástandi. Þeir vita auðvitað að þeir verða ekki til staðar þegar til kastanna kemur; þegar áskoranir og erfiðleikar umbreytast í óviðráðanlegar hörmungar. Við fengum nasasjón af einni birtingarmynd þessara hörmunga í Póllandi í gær þegar hópur fjárfesta, sem saman sýsla með fjármuni sem nema 32 trilljónum Bandaríkjadala, varaði við því að án markvissra aðgerða til að draga úr kolabruna og losun gróðurhúsalofttegunda muni efnahagskreppa að líkindum skella á heimsbyggðinni sem verður margfalt dýpri en sú sem reið yfir árið 2008. Þessi kreppa verður þó ekki aðeins af efnahagslegum toga. Kreppa þessi mun raungerast í loftslagsbreytingum sem ógna bæði velferð allra jarðarbúa og þeim lífkerfum sem síðustu árþúsundir hafa staðið í viðkvæmu en nægilega stöðugu jafnvægi til að gefa okkur tækifæri til að blómstra sem tegund. Loftslagsmálin eru flókið og oft yfirþyrmandi umfjöllunarefni. Að upplifa doða eða uppgjöf frammi fyrir svo risavöxnu vandamáli eru eðlileg viðbrögð. Í aldanna rás hefur maðurinn tileinkað sér það skynsamlega viðhorf að læra af reynslunni, því miður er það svo að í tilfelli loftslagsbreytinga höfum við hvorki efni á né tíma til að taka mið af fortíðinni. Hins vegar vill svo heppilega til að á krefjandi tímum sem þessum höfum við nú, í krafti vísinda, samstöðu og mannúðar, tækifæri til að bregðast við og taka af skarið áður en það verður of seint.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar