Logi lýsir sig fullkomlega ósammála Mette Birgir Olgeirsson skrifar 7. febrúar 2018 13:12 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Mette Frederiksen, formaður danska jafnaðarmannaflokksins. Vísir/EPA/Getty Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er fullkomlega ósammála formanni systurflokks Samfylkingarinnar í Danmörku þegar kemur flóttamannamálum. Danskir jafnaðarmenn kynntu nýjar tillögur í útlendingamálum síðastliðinn mánudag þar sem þeir segjast leitast við að skapa breiða sátt um málaflokkinn. Á meðal þess sem Mette Frederiksen boðar er að þeir sem fá hæli í Danmörku þurfi að vinna að minnsta 37 klukkustundir á viku. Tillögurnar kveða einnig á um að flóttamenn hafi ekki lengur möguleika á að sækja tafarlaust um hæli við komuna til Danmerkur. Vill danski jafnaðarmannaflokkurinn þess í stað senda flóttamenn á danska stofnun sem rekin verður í ótilgreindu landi í Norður Afríku þar sem mál þeirra verður tekið fyrir. Logi segir að þessi stefna virðist því miður eiga að snúast um ómannúðlega nálgun á forsendum þeirra flokka sem jafnaðarmenn hafa gagnrýnt harðlega, og nefnir Logi þar danska þjóðarflokkinn sem dæmi.Danskir jafnaðarmenn vilja senda alla flóttamenn sem ætla að sækja um hæli Danmörku til Norður Afríku þar sem mál þeirra verða tekin til meðferðar.Vísir/GettyLogi segist hafa fengið kynningu á þessari stefnu frá Mette Fredriksen, formanni danska jafnaðarmannaflokksins, á formannafundi norrænu jafnaðarmannaflokkanna í gær. „Hún sló mig um margt afar illa og lét hana vita mjög skýrt um mína afstöðu,“ segir Logi. Hann segist vona að aðrir jafnaðarflokkar á Norðurlöndum feti ekki í spor danska systurflokksins og ætlar Logi að beita sér hart fyrir því að Samfylkingin standi fast í lappirnar og gefi aldrei afslátt á mannúð. „Að flokkurinn beiti sér fyrir því að við öxlum okkar ábyrgð, með hana að leiðarljósi, í víðtæku samstarfi við aðrar þjóðir.“ Logi segist trúa því að það sé rétta leiðin til að takast á við þær hræðilegu aðstæður sem fólk á flótta frá stríði og ömurlegum aðstæðum býr við. „Það er mikilvægt að til séu skýrar reglur um þessi mál, sem gerir okkur kleyft að búa nýjum landsmönnum góðar aðstæður. Gefa þeim möguleika á að aðlagast okkar samfélagi og gildum; þannig munum við njóta ríkulega ávaxta þeirra þeirra.,“ segir Logi. Hann segir það klárlega ekki réttu leiðina að reisa múra um Vesturlönd og búa til fyrsta og annars flokks þjóðfélagsþegna eða ala á ótta og tortryggni. „Danskir jafnaðarmenn tala um að þetta sé uppgjör við það hvað það er að vera húmanisti en nýja stefnan talar því miður öðru máli.“ Flóttamenn Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er fullkomlega ósammála formanni systurflokks Samfylkingarinnar í Danmörku þegar kemur flóttamannamálum. Danskir jafnaðarmenn kynntu nýjar tillögur í útlendingamálum síðastliðinn mánudag þar sem þeir segjast leitast við að skapa breiða sátt um málaflokkinn. Á meðal þess sem Mette Frederiksen boðar er að þeir sem fá hæli í Danmörku þurfi að vinna að minnsta 37 klukkustundir á viku. Tillögurnar kveða einnig á um að flóttamenn hafi ekki lengur möguleika á að sækja tafarlaust um hæli við komuna til Danmerkur. Vill danski jafnaðarmannaflokkurinn þess í stað senda flóttamenn á danska stofnun sem rekin verður í ótilgreindu landi í Norður Afríku þar sem mál þeirra verður tekið fyrir. Logi segir að þessi stefna virðist því miður eiga að snúast um ómannúðlega nálgun á forsendum þeirra flokka sem jafnaðarmenn hafa gagnrýnt harðlega, og nefnir Logi þar danska þjóðarflokkinn sem dæmi.Danskir jafnaðarmenn vilja senda alla flóttamenn sem ætla að sækja um hæli Danmörku til Norður Afríku þar sem mál þeirra verða tekin til meðferðar.Vísir/GettyLogi segist hafa fengið kynningu á þessari stefnu frá Mette Fredriksen, formanni danska jafnaðarmannaflokksins, á formannafundi norrænu jafnaðarmannaflokkanna í gær. „Hún sló mig um margt afar illa og lét hana vita mjög skýrt um mína afstöðu,“ segir Logi. Hann segist vona að aðrir jafnaðarflokkar á Norðurlöndum feti ekki í spor danska systurflokksins og ætlar Logi að beita sér hart fyrir því að Samfylkingin standi fast í lappirnar og gefi aldrei afslátt á mannúð. „Að flokkurinn beiti sér fyrir því að við öxlum okkar ábyrgð, með hana að leiðarljósi, í víðtæku samstarfi við aðrar þjóðir.“ Logi segist trúa því að það sé rétta leiðin til að takast á við þær hræðilegu aðstæður sem fólk á flótta frá stríði og ömurlegum aðstæðum býr við. „Það er mikilvægt að til séu skýrar reglur um þessi mál, sem gerir okkur kleyft að búa nýjum landsmönnum góðar aðstæður. Gefa þeim möguleika á að aðlagast okkar samfélagi og gildum; þannig munum við njóta ríkulega ávaxta þeirra þeirra.,“ segir Logi. Hann segir það klárlega ekki réttu leiðina að reisa múra um Vesturlönd og búa til fyrsta og annars flokks þjóðfélagsþegna eða ala á ótta og tortryggni. „Danskir jafnaðarmenn tala um að þetta sé uppgjör við það hvað það er að vera húmanisti en nýja stefnan talar því miður öðru máli.“
Flóttamenn Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Sjá meira