Heilbrigði lífsstílinn að gera góða hluti Guðný Hrönn skrifar 7. febrúar 2018 11:00 Börkur Gunnarsson var ekkert að sulla í kaffi á meðan hann skrifaði nýjustu bók sína. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Spurður út í nýjustu bók sína segir Börkur Gunnarsson: „Þetta er þríleikur. Þetta eru þrjár nóvellur í einni, þær heita Hann, Hún og Þeir. Þær tengjast í rauninni ekki neitt nema að efniviðurinn er markmiðavæðing og vinnusemi.“ Að sögn Barkar fjallar bókin um þá vinnudýrkun sem ríkti á Íslandi á þeim tíma sem hann var að alast upp. „Kynslóðin fyrir ofan mig var öll í þessu. Við sem erum aðeins yngri erum heldur betur búin að slaka á þessari miklu vinnusemi og það er örugglega margt jákvætt við það. Þetta var algjört brjálæði. Ég meina, foreldrar mínir fæddust þegar Ísland var næstfátækasta ríki, ef ekki bara fátækasta ríki, í Evrópu. Þannig að vinnusemin var svakalega mikil á þeim tíma. En við erum núna með ríkustu samfélögum í heimi og getum aðeins róað okkur.“Nýr og metnaðarfullur lífsstíll Það sem vakti athygli margra sem fengu boðskort á útgáfuhóf Barkar er að í boðskortinu segir Börkur frá því að hann hafi tekið upp nýjan og metnaðarfullan lífsstíl. Það er koffín-, áfengis-, tóbaks-, og sykurlausan lífsstíl. „Ég tók þennan lífsstíl upp mjög harkalega í janúar í fyrra. Þá hafði ég fengið mér hellings viskí út í kaffið mitt. Ég blandaði það bara með kaffi ef ég blandaði það á annað borð. Svo reykti ég tæpa tvo pakka á dag og var í sælgætisáti og öllu,“ segir hann og hlær. „Svo einn daginn lokaði ég bara á allt. Ég varð þá bara veikur í nokkra daga.“ Börkur segir fyrstu vikuna hafa verið afar erfiða og hann átti erfitt með svefn. „Ég var svefnlaus í svona viku. Og þó svo að maður verði heimskur af drykkju þá verður maður eiginlega enn heimskari af því að sofa ekki. Maður var bara algjört „zombie“ fyrst um sinn.“ Börkur finnur mikinn mun á sér eftir að hann hætti í áfenginu, sykrinum, tóbakinu og koffíninu. „Þegar maður verður heilbrigður þá finnur maður hvað allt gengur vel. Maður stendur sig vel og getur alltaf verið til staðar ef eitthvað kemur upp á. Þetta verður mjög fallegt og flott líf og maður verður hamingjusamur. En það hættulega er að þessi sjálfstortímingartaug er líka heilbrigð sko,“ segir hann og skellir upp úr. „Það kemur alltaf einhver löngun í að eyðileggja allt aftur, þannig að ég er ekki búinn að vera alveg hreinn síðan ég tók upp þennan lífsstíl fyrst. Ég tók smá svona svindlmóment eftir rúma fimm mánuði. Þannig að ég er fjarri því að vera kominn í heilagra manna status sko,“ segir Börkur kíminn. Spurður út í hvort það sé ekki freistandi að fá sér kaffibolla þegar maður þarf að sitja tímunum saman og skrifa bók svarar Börkur neitandi. „Nei, þetta er miklu betra svona. Ef þú venst þessu, þá er miklu betra að vinna svona vegna þess að þegar maður er í óheilbirgða lífsstílnum þá verður maður svolítið metnaðarlaus. Maður missir áhugann á því að rétta upp hönd og koma einhverju á framfæri. Maður gerir alla hluti betur þegar maður lifir heilbrigðum lífsstíl.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Spurður út í nýjustu bók sína segir Börkur Gunnarsson: „Þetta er þríleikur. Þetta eru þrjár nóvellur í einni, þær heita Hann, Hún og Þeir. Þær tengjast í rauninni ekki neitt nema að efniviðurinn er markmiðavæðing og vinnusemi.“ Að sögn Barkar fjallar bókin um þá vinnudýrkun sem ríkti á Íslandi á þeim tíma sem hann var að alast upp. „Kynslóðin fyrir ofan mig var öll í þessu. Við sem erum aðeins yngri erum heldur betur búin að slaka á þessari miklu vinnusemi og það er örugglega margt jákvætt við það. Þetta var algjört brjálæði. Ég meina, foreldrar mínir fæddust þegar Ísland var næstfátækasta ríki, ef ekki bara fátækasta ríki, í Evrópu. Þannig að vinnusemin var svakalega mikil á þeim tíma. En við erum núna með ríkustu samfélögum í heimi og getum aðeins róað okkur.“Nýr og metnaðarfullur lífsstíll Það sem vakti athygli margra sem fengu boðskort á útgáfuhóf Barkar er að í boðskortinu segir Börkur frá því að hann hafi tekið upp nýjan og metnaðarfullan lífsstíl. Það er koffín-, áfengis-, tóbaks-, og sykurlausan lífsstíl. „Ég tók þennan lífsstíl upp mjög harkalega í janúar í fyrra. Þá hafði ég fengið mér hellings viskí út í kaffið mitt. Ég blandaði það bara með kaffi ef ég blandaði það á annað borð. Svo reykti ég tæpa tvo pakka á dag og var í sælgætisáti og öllu,“ segir hann og hlær. „Svo einn daginn lokaði ég bara á allt. Ég varð þá bara veikur í nokkra daga.“ Börkur segir fyrstu vikuna hafa verið afar erfiða og hann átti erfitt með svefn. „Ég var svefnlaus í svona viku. Og þó svo að maður verði heimskur af drykkju þá verður maður eiginlega enn heimskari af því að sofa ekki. Maður var bara algjört „zombie“ fyrst um sinn.“ Börkur finnur mikinn mun á sér eftir að hann hætti í áfenginu, sykrinum, tóbakinu og koffíninu. „Þegar maður verður heilbrigður þá finnur maður hvað allt gengur vel. Maður stendur sig vel og getur alltaf verið til staðar ef eitthvað kemur upp á. Þetta verður mjög fallegt og flott líf og maður verður hamingjusamur. En það hættulega er að þessi sjálfstortímingartaug er líka heilbrigð sko,“ segir hann og skellir upp úr. „Það kemur alltaf einhver löngun í að eyðileggja allt aftur, þannig að ég er ekki búinn að vera alveg hreinn síðan ég tók upp þennan lífsstíl fyrst. Ég tók smá svona svindlmóment eftir rúma fimm mánuði. Þannig að ég er fjarri því að vera kominn í heilagra manna status sko,“ segir Börkur kíminn. Spurður út í hvort það sé ekki freistandi að fá sér kaffibolla þegar maður þarf að sitja tímunum saman og skrifa bók svarar Börkur neitandi. „Nei, þetta er miklu betra svona. Ef þú venst þessu, þá er miklu betra að vinna svona vegna þess að þegar maður er í óheilbirgða lífsstílnum þá verður maður svolítið metnaðarlaus. Maður missir áhugann á því að rétta upp hönd og koma einhverju á framfæri. Maður gerir alla hluti betur þegar maður lifir heilbrigðum lífsstíl.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira