Innlent

Hafnarfjörður kærir Garðabæ

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Hinn nýi Álftanesvegur og allt sem honum tengist hefur verið sívinsælt þrætuepli.
Hinn nýi Álftanesvegur og allt sem honum tengist hefur verið sívinsælt þrætuepli. VÍSIR/VILHELM
Hafnafjarðarbær hefur kært fyrirhugaða lokun Garðabæjar á gamla Álftanesveginum til úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál.

„Þessi leið er mikið öryggisatriði. Verði veginum lokað þurfa sjúkra- og slökkviliðsbifreiðar að fara aðrar tafsamari leið í Norðurbæinn,“ segir Haraldur Líndal Haraldsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði.

Íbúar bæði Hafnarfjarðarmegin og Garðabæjarmegin hafa mótmælt lokuninni á meðan íbúar í Prýðahverfi í Garðabæ hvetja til hennar til að minnka umferð við hverfið.

„Margir íbúar Hafnarfjarðar nota þessa leið til að komast til Reykjavíkur. Lokunin beinir þeim bílum í gegnum íbúðahverfi sem eykur þar umferð og kílómetrafjölda. Þá er fyrirséð að íbúar Garðabæjar muni nú þurfa að aka inn í Hafnarfjörð til að komast leiðar sinnar innan Garðabæjar,“ segir Haraldur. – jóe




Fleiri fréttir

Sjá meira


×