Fjórfaldaði fjárfestinguna í Ölgerðinni á sex árum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 7. febrúar 2018 10:00 ET Sjón græddi verulega á fjárfestingu sinni. Vísir/Anton Brink Héraðsdómur Reykjavíkur telur ljóst að félagið ET Sjón, sem er í eigu augnlæknisins Eiríks Ingvars Þorgeirssonar, hafi ekki orðið fyrir tjóni vegna fjárfestingar sinnar í Ölgerðinni. Ástæðan sé sú að félagið hafi ríflega fjórfaldað fjárfestingu sína á sex árum og hlotið 27 prósenta árlega arðsemi. Í dómi héraðsdóms í máli félagsins gegn Kviku banka, sem kveðinn var upp í síðasta mánuði, er bent á að félagið hafi haustið 2010 keypt 28,2 prósenta hlut í eignarhaldsfélaginu Þorgerði, sem stofnað var utan um kaup á 45 prósenta hlut í Ölgerðinni, fyrir 240 milljónir króna. Sex árum síðar, eða í október 2016, hafi Þorgerður selt hópi fjárfesta hlut sinn í drykkjarvöruframleiðandanum á 5,2 milljarða króna. Að teknu tilliti til kostnaðar, arðgreiðslna á fjárfestingartímanum og fleiri þátta megi ætla að um einn milljarður króna hafi þá fallið í skaut ET Sjónar. Héraðsdómur sýknaði Kviku af 300 milljóna króna skaðabótakröfu ET Sjónar. Taldi félagið sig hafa orðið fyrir tjóni vegna meintrar ófullnægjandi ráðgjafar af hálfu Auðar Capital, sem síðar sameinaðist Virðingu. Kvika festi síðan kaup á öllu hlutafé Virðingar á síðasta ári. Félag Eiríks taldi sig hafa orðið fyrir tjóni af tveimur ástæðum. Annars vegar vegna endurálagningar ríkisskattstjóra á Ölgerðina vegna öfugs samruna félagsins frá árinu 2007 og hins vegar vegna ágreinings Ölgerðarinnar við Lýsingu um lögmæti fjármögnunarleigusamninga en Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu 2014 að gengistryggingarákvæði samninganna væri ekki ólögmætt. Dómurinn féllst ekki á að félagið hefði orðið fyrir tjóni af þessum sökum. Félagið hafi hagnast verulega á fjárfestingunni. Á því var auk þess byggt í málatilbúnaði Kviku. Sagði bankinn að 27 prósenta árleg ávöxtun væri „stórkostlegur árangur og fyllilega í samræmi við þau markmið sem lagt var upp með“.Fréttin birtist fyrst í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur telur ljóst að félagið ET Sjón, sem er í eigu augnlæknisins Eiríks Ingvars Þorgeirssonar, hafi ekki orðið fyrir tjóni vegna fjárfestingar sinnar í Ölgerðinni. Ástæðan sé sú að félagið hafi ríflega fjórfaldað fjárfestingu sína á sex árum og hlotið 27 prósenta árlega arðsemi. Í dómi héraðsdóms í máli félagsins gegn Kviku banka, sem kveðinn var upp í síðasta mánuði, er bent á að félagið hafi haustið 2010 keypt 28,2 prósenta hlut í eignarhaldsfélaginu Þorgerði, sem stofnað var utan um kaup á 45 prósenta hlut í Ölgerðinni, fyrir 240 milljónir króna. Sex árum síðar, eða í október 2016, hafi Þorgerður selt hópi fjárfesta hlut sinn í drykkjarvöruframleiðandanum á 5,2 milljarða króna. Að teknu tilliti til kostnaðar, arðgreiðslna á fjárfestingartímanum og fleiri þátta megi ætla að um einn milljarður króna hafi þá fallið í skaut ET Sjónar. Héraðsdómur sýknaði Kviku af 300 milljóna króna skaðabótakröfu ET Sjónar. Taldi félagið sig hafa orðið fyrir tjóni vegna meintrar ófullnægjandi ráðgjafar af hálfu Auðar Capital, sem síðar sameinaðist Virðingu. Kvika festi síðan kaup á öllu hlutafé Virðingar á síðasta ári. Félag Eiríks taldi sig hafa orðið fyrir tjóni af tveimur ástæðum. Annars vegar vegna endurálagningar ríkisskattstjóra á Ölgerðina vegna öfugs samruna félagsins frá árinu 2007 og hins vegar vegna ágreinings Ölgerðarinnar við Lýsingu um lögmæti fjármögnunarleigusamninga en Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu 2014 að gengistryggingarákvæði samninganna væri ekki ólögmætt. Dómurinn féllst ekki á að félagið hefði orðið fyrir tjóni af þessum sökum. Félagið hafi hagnast verulega á fjárfestingunni. Á því var auk þess byggt í málatilbúnaði Kviku. Sagði bankinn að 27 prósenta árleg ávöxtun væri „stórkostlegur árangur og fyllilega í samræmi við þau markmið sem lagt var upp með“.Fréttin birtist fyrst í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira