Má ekkert lengur!? Brynhildur S. Björnsdóttir skrifar 7. febrúar 2018 07:00 Það hefur ekki farið fram hjá neinum að í heiminum hefur orðið bylting – þar sem aldalöng þöggun um kynbundna kúgun og ofbeldi hefur loks verið rofin. Byltingin MeToo hefur haft víðtæk áhrif og gerðist m.a.s. svo fræg að vera kosin „Maður ársins“ á dögunum. Byltingin hefur fengið konur í nær öllum atvinnugreinum og þjóðfélagshópum til að opna sig og deila með okkur sínum sögum. Við lesturinn hefur maður áttað sig á því hvað kúgunin og ofbeldið hefur lengi viðgengist og verið seigt mein í menningunni. Risastórt graftarkýli sem við áttum alveg eftir að sprengja. Engin kaffistofa hefur farið varhluta af umræðunni og vonandi ekkert stjórnarherbergi. Ég hef átt mörg lærdómsrík samtöl en þó hef ég líka orðið fyrir stórkostlegum vonbrigðum með hóp fólks sem gerir lítið úr byltingunni og vægi hennar. Talar um að nú sé daðrið dautt og það „megi ekkert lengur“. Það er nákvæmlega viðhorfið sem fékk mann til að bíta á jaxlinn í öll þessi ár í stundum fáránlegum aðstæðum. Hvort sem það var þegar klipið var í brjóst manns og rass á gengilbeinuárunum, óþægilegu klámbrandararnir sem voru látnir fjúka á viðskiptafundum eða þegar maður var króaður af til að láta þefa af sér í lyftu (já, ég veit), eða þegar maður var orðinn framkvæmdastjóri byggingafyrirtækis á stórum fögnuði með öðrum (karl)stjórnendum í bransanum. Mín viðbrögð? Engin. Beit bara á jaxlinn og hef forðast slíkar samkomur síðan. En hvaða áhrif hefur þetta í raun haft á mig sem stjórnanda í karllægum bransa? Og öllu heldur, hvaða áhrif hefur þetta haft á mínum og þínum vinnustað? Hefur vinnustaðurinn þinn og bransinn farið í naflaskoðun? Hvernig getum við nýtt þessa byltingu til þroska og lærdóms? Hvaða ætla stjórnendur að gera til að tryggja breytingar? Um þetta fjallar FKA-ráðstefnan í dag. Þar koma saman konur og menn til að skera á þetta graftarkýli og vinna að úrbótum. Þar stíga fram ábyrgir menn eins og Guðni Th. Jóhannesson forseti og Gestur Pálmason, sem fer fyrir hreyfingu karlmanna sem kalla sig #egertil og vilja axla ábyrgð gegn kynbundnu ofbeldi. Svo ekki sé minnst á flottu kvenstjórnendurna sem stíga fram og kynna fyrir okkur hvernig þær ætla að tryggja að byltingin skili raunverulegum árangri á sínum vinnustað. Það er nefnilega hárrétt. Það má ekkert ofbeldi lengur. Sorrí með okkur. Byltingin lifi. Höfundur er framkvæmdastjóri GG Verks, og FKA-félagskona.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir ykkur Elín Fanndal skrifar Skoðun Stöndum saman um velferð því örorka fer ekki í manngreinarálit María Pétursdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar – fyrir börnin Alma D. Möller skrifar Skoðun Styrkar stoðir Vinstri grænna Ynda Eldborg skrifar Skoðun Konur: ekki einsleitur hópur Bergrún Andradóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Róum okkar aðeins í auðlindagræðginni Mummi Týr Þórarinsson skrifar Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson skrifar Skoðun Lóðaskortur eykur vanda heimilanna – byggjum meira, hraðar og hagkvæmar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson skrifar Skoðun Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki umræðu Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Treystum Pírötum til góðra verka Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir skrifar Skoðun Raunveruleg vísindi, skynsemi og rökhugsun Magnús Gehringer skrifar Skoðun Viðreisn húsnæðismála Auður Finnbogadóttir skrifar Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það hefur ekki farið fram hjá neinum að í heiminum hefur orðið bylting – þar sem aldalöng þöggun um kynbundna kúgun og ofbeldi hefur loks verið rofin. Byltingin MeToo hefur haft víðtæk áhrif og gerðist m.a.s. svo fræg að vera kosin „Maður ársins“ á dögunum. Byltingin hefur fengið konur í nær öllum atvinnugreinum og þjóðfélagshópum til að opna sig og deila með okkur sínum sögum. Við lesturinn hefur maður áttað sig á því hvað kúgunin og ofbeldið hefur lengi viðgengist og verið seigt mein í menningunni. Risastórt graftarkýli sem við áttum alveg eftir að sprengja. Engin kaffistofa hefur farið varhluta af umræðunni og vonandi ekkert stjórnarherbergi. Ég hef átt mörg lærdómsrík samtöl en þó hef ég líka orðið fyrir stórkostlegum vonbrigðum með hóp fólks sem gerir lítið úr byltingunni og vægi hennar. Talar um að nú sé daðrið dautt og það „megi ekkert lengur“. Það er nákvæmlega viðhorfið sem fékk mann til að bíta á jaxlinn í öll þessi ár í stundum fáránlegum aðstæðum. Hvort sem það var þegar klipið var í brjóst manns og rass á gengilbeinuárunum, óþægilegu klámbrandararnir sem voru látnir fjúka á viðskiptafundum eða þegar maður var króaður af til að láta þefa af sér í lyftu (já, ég veit), eða þegar maður var orðinn framkvæmdastjóri byggingafyrirtækis á stórum fögnuði með öðrum (karl)stjórnendum í bransanum. Mín viðbrögð? Engin. Beit bara á jaxlinn og hef forðast slíkar samkomur síðan. En hvaða áhrif hefur þetta í raun haft á mig sem stjórnanda í karllægum bransa? Og öllu heldur, hvaða áhrif hefur þetta haft á mínum og þínum vinnustað? Hefur vinnustaðurinn þinn og bransinn farið í naflaskoðun? Hvernig getum við nýtt þessa byltingu til þroska og lærdóms? Hvaða ætla stjórnendur að gera til að tryggja breytingar? Um þetta fjallar FKA-ráðstefnan í dag. Þar koma saman konur og menn til að skera á þetta graftarkýli og vinna að úrbótum. Þar stíga fram ábyrgir menn eins og Guðni Th. Jóhannesson forseti og Gestur Pálmason, sem fer fyrir hreyfingu karlmanna sem kalla sig #egertil og vilja axla ábyrgð gegn kynbundnu ofbeldi. Svo ekki sé minnst á flottu kvenstjórnendurna sem stíga fram og kynna fyrir okkur hvernig þær ætla að tryggja að byltingin skili raunverulegum árangri á sínum vinnustað. Það er nefnilega hárrétt. Það má ekkert ofbeldi lengur. Sorrí með okkur. Byltingin lifi. Höfundur er framkvæmdastjóri GG Verks, og FKA-félagskona.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun
Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal skrifar
Skoðun Lóðaskortur eykur vanda heimilanna – byggjum meira, hraðar og hagkvæmar Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki umræðu Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun