Ísland verði „land hreindýranna“ Ole Anton Bieltvedt. skrifar 7. febrúar 2018 07:00 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur setur í fyrsta sinn í íslenzkri stjórnmálasögu skýrt ákvæði um dýra- og náttúruvernd inn í stjórnarsáttmálann. Ríkisstjórnin á heiður skilinn fyrir þennan skilning og þessa framtíðarsýn. Þetta er þýðingarmikið skref í átt að nútímalegri og mannúðlegri dýra- og náttúruvernd. Ákvæðið hljóðar svona: „Dýralíf á Íslandi er hluti af íslenskri náttúru sem ber að vernda. Náttúran er auk þess stærsta aðdráttarafl Íslands fyrir ferðamenn. Endurskoða þarf löggjöf um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum.“ Það er sjálfgefið, að þessi „endurskoðun“ hlýtur að lúta að aukinni vernd og friðun, ekki frekara drápi og auknu blóðbaði. Nýr umhverfisráðherra er Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Var framkvæmdastjóri Landverndar. Virtist fara vel á því. Í nýlegu viðtali á Hringbraut lýsti hann sér sem dýravini. Þetta var allt mikið gleðiefni fyrir dýra-, náttúru- og umhverfisverndarsinna, og horfðu menn til betri tíma fyrir dýr og náttúru landsins. Mönnum brá því í brún, þegar nýr umhverfisráðherra tilkynnti „hreindýrakvótann 2018“. Drepin skyldu nú fleiri hreindýr en nokkru sinni fyrr; 1.450 dýr, en í fyrra var fjöldinn 1.315. Veiðitími, frá 15. júlí eða 1. ágúst til 20. september átti að standa óbreyttur. Reyndar var óljós fyrirvari á veiðitíma í tilkynningunni, en sagt er, að hann kunni að breytast á grundvelli athugunar um áhrif og álag kúadráps á kálfa. Hingað til hefur dráp hreinkúa hafizt 1. ágúst, en kálfarnir eru þá 8 vikna og enn með fulla þörf fyrir móðurmjólk, móðurumhyggju og -vernd. Rannsóknir sýna, að 8 vikna hreindýrakálfur drekkur enn 8 sinnum í hálfa mínútu á dag, þegar hann er orðinn 11 vikna, 6 sinnum í hálfa mínútu, og 16 vikna drekkur hann enn 5 sinnum í hálfa mínútu á dag. Þetta sannar auðvitað, að það er algjör óhæfa og hreint dýraníð, að drepa kýrnar frá þeim 8 vikna gömlum. Er þá tilfinningalegt áfall og sorg, streita, ótti og kvíði umkomulausra 8 vikna kálfa ótalið. Það eru 600.000 fjár á fjalli á sumrin. Hestar eru 80.000, margir villtir og á beit á hálendinu. 70.000 nautgripir teljast líka til 750.000 grasbíta landsins. Hreindýrin eru aðeins 6.500 talsins. Veiðimenn og stjórnvöld halda því fram, að takmarka verði útbreiðslu hreindýra vegna hættu á ofbeit og útbreiðslu smitsjúkdóma. Þetta er fyrirsláttur og tilbúningur til að réttlæta og hylja réttar ástæður fyrir hreindýradrápinu, sem er, að hreindýradrápið færir Umhverfisstofnun, Náttúrustofu Austurlands og landeigendum gífurlegar tekjur; 150 milljónir króna í ár. Þetta er því miskunnarlaust blóðbað í fjáröflunarskyni. Ekki er hægt að skilja rökhyggju þeirra ráðamanna, sem settu upp það kerfi, að Umhverfisstofnun og Náttúrustofa Austurlands skuli, annars vegar gæta hagsmuna, verndar og velferðar hreindýra, og, hins vegar hafa verulegan hluta tekna sinna, jafnvel eiga afkomu sína undir því, að sem allra flest hreindýr séu drepin. Hér hefur losnað um einhverjar skrúfur. Um hættu af útbreiðslu, er þetta að segja: Á sínum tíma héldu hreindýr sig eingöngu við norðausturhluta Vatnajökuls. Í millitíðinni hafa dýrin dreift sér þvert yfir landið, frá Raufarhöfn í norðri niður til Jökulsárlóns, sunnan Vatnajökuls, í suðri. Þetta er um fimmtungur landsins, og eru þýðingarmikil landbúnaðarhéruð á þessu svæði. Þessi útbreiðsla dýranna hefur engu raski valdið, enda eru hreindýr friðsöm, spök og vandræðalaus. Íslenzki hreindýrastofninn er stærsti villti hreindýrastofninn í Evrópu, en það er búið að útrýma villtum hreindýrum í flestum löndum öðrum, eins og mörgum öðrum villtum dýrategundum. Færi vel á því, að full friðun hreindýra verði látin gilda, skv. lögum 64/1994, en veiðar byggja á undanþágum frá lögunum. Gæti Ísland með því orðið „Land hreindýranna“, en margir – ungir sem aldnir – tengja hreindýr við jólin, jólasveininn og skemmtilegar ævintýrasagnir, og láta sér mjög annt um hreindýr. Náttúra og dýralíf landsins er mesta aðdráttaraflið fyrir ferðamenn. Í fyrra fóru 500.000 manns í friðsamar hvalaskoðanir, og voru af því milljarðatekjur. Hreindýr gætu orðið annað og nýtt aðdráttarafl fyrir ferðamenn, einkum á sumrin, þegar kálfar eru litlir og fram á haust og vetur. Í raun á öllum tíma árs. Meðan hreindýr eru eitt prósent af grasbítum landsins þarf vart að hyggja að offjölgun. Í raun er það svo með dýrin og náttúruna, að þau stilla viðkomuna sína sjálf, eftir fæðuframboði og lífsskilyrðum, og raskast jafnvægi náttúrunnar þá fyrst, þegar maðurinn grípur inn í og fer að leika Guð. Senn mun nýr umhverfisráðherra koma til dyranna, eins og hann er klæddur. Vona verður, að þá muni sjást, að hann sé grænn en ekki blóðrauður. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur setur í fyrsta sinn í íslenzkri stjórnmálasögu skýrt ákvæði um dýra- og náttúruvernd inn í stjórnarsáttmálann. Ríkisstjórnin á heiður skilinn fyrir þennan skilning og þessa framtíðarsýn. Þetta er þýðingarmikið skref í átt að nútímalegri og mannúðlegri dýra- og náttúruvernd. Ákvæðið hljóðar svona: „Dýralíf á Íslandi er hluti af íslenskri náttúru sem ber að vernda. Náttúran er auk þess stærsta aðdráttarafl Íslands fyrir ferðamenn. Endurskoða þarf löggjöf um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum.“ Það er sjálfgefið, að þessi „endurskoðun“ hlýtur að lúta að aukinni vernd og friðun, ekki frekara drápi og auknu blóðbaði. Nýr umhverfisráðherra er Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Var framkvæmdastjóri Landverndar. Virtist fara vel á því. Í nýlegu viðtali á Hringbraut lýsti hann sér sem dýravini. Þetta var allt mikið gleðiefni fyrir dýra-, náttúru- og umhverfisverndarsinna, og horfðu menn til betri tíma fyrir dýr og náttúru landsins. Mönnum brá því í brún, þegar nýr umhverfisráðherra tilkynnti „hreindýrakvótann 2018“. Drepin skyldu nú fleiri hreindýr en nokkru sinni fyrr; 1.450 dýr, en í fyrra var fjöldinn 1.315. Veiðitími, frá 15. júlí eða 1. ágúst til 20. september átti að standa óbreyttur. Reyndar var óljós fyrirvari á veiðitíma í tilkynningunni, en sagt er, að hann kunni að breytast á grundvelli athugunar um áhrif og álag kúadráps á kálfa. Hingað til hefur dráp hreinkúa hafizt 1. ágúst, en kálfarnir eru þá 8 vikna og enn með fulla þörf fyrir móðurmjólk, móðurumhyggju og -vernd. Rannsóknir sýna, að 8 vikna hreindýrakálfur drekkur enn 8 sinnum í hálfa mínútu á dag, þegar hann er orðinn 11 vikna, 6 sinnum í hálfa mínútu, og 16 vikna drekkur hann enn 5 sinnum í hálfa mínútu á dag. Þetta sannar auðvitað, að það er algjör óhæfa og hreint dýraníð, að drepa kýrnar frá þeim 8 vikna gömlum. Er þá tilfinningalegt áfall og sorg, streita, ótti og kvíði umkomulausra 8 vikna kálfa ótalið. Það eru 600.000 fjár á fjalli á sumrin. Hestar eru 80.000, margir villtir og á beit á hálendinu. 70.000 nautgripir teljast líka til 750.000 grasbíta landsins. Hreindýrin eru aðeins 6.500 talsins. Veiðimenn og stjórnvöld halda því fram, að takmarka verði útbreiðslu hreindýra vegna hættu á ofbeit og útbreiðslu smitsjúkdóma. Þetta er fyrirsláttur og tilbúningur til að réttlæta og hylja réttar ástæður fyrir hreindýradrápinu, sem er, að hreindýradrápið færir Umhverfisstofnun, Náttúrustofu Austurlands og landeigendum gífurlegar tekjur; 150 milljónir króna í ár. Þetta er því miskunnarlaust blóðbað í fjáröflunarskyni. Ekki er hægt að skilja rökhyggju þeirra ráðamanna, sem settu upp það kerfi, að Umhverfisstofnun og Náttúrustofa Austurlands skuli, annars vegar gæta hagsmuna, verndar og velferðar hreindýra, og, hins vegar hafa verulegan hluta tekna sinna, jafnvel eiga afkomu sína undir því, að sem allra flest hreindýr séu drepin. Hér hefur losnað um einhverjar skrúfur. Um hættu af útbreiðslu, er þetta að segja: Á sínum tíma héldu hreindýr sig eingöngu við norðausturhluta Vatnajökuls. Í millitíðinni hafa dýrin dreift sér þvert yfir landið, frá Raufarhöfn í norðri niður til Jökulsárlóns, sunnan Vatnajökuls, í suðri. Þetta er um fimmtungur landsins, og eru þýðingarmikil landbúnaðarhéruð á þessu svæði. Þessi útbreiðsla dýranna hefur engu raski valdið, enda eru hreindýr friðsöm, spök og vandræðalaus. Íslenzki hreindýrastofninn er stærsti villti hreindýrastofninn í Evrópu, en það er búið að útrýma villtum hreindýrum í flestum löndum öðrum, eins og mörgum öðrum villtum dýrategundum. Færi vel á því, að full friðun hreindýra verði látin gilda, skv. lögum 64/1994, en veiðar byggja á undanþágum frá lögunum. Gæti Ísland með því orðið „Land hreindýranna“, en margir – ungir sem aldnir – tengja hreindýr við jólin, jólasveininn og skemmtilegar ævintýrasagnir, og láta sér mjög annt um hreindýr. Náttúra og dýralíf landsins er mesta aðdráttaraflið fyrir ferðamenn. Í fyrra fóru 500.000 manns í friðsamar hvalaskoðanir, og voru af því milljarðatekjur. Hreindýr gætu orðið annað og nýtt aðdráttarafl fyrir ferðamenn, einkum á sumrin, þegar kálfar eru litlir og fram á haust og vetur. Í raun á öllum tíma árs. Meðan hreindýr eru eitt prósent af grasbítum landsins þarf vart að hyggja að offjölgun. Í raun er það svo með dýrin og náttúruna, að þau stilla viðkomuna sína sjálf, eftir fæðuframboði og lífsskilyrðum, og raskast jafnvægi náttúrunnar þá fyrst, þegar maðurinn grípur inn í og fer að leika Guð. Senn mun nýr umhverfisráðherra koma til dyranna, eins og hann er klæddur. Vona verður, að þá muni sjást, að hann sé grænn en ekki blóðrauður. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun