Ívar um fjarveru landsliðskvenna: „Þetta er mjög slæmt mál“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. janúar 2018 13:00 Ívar Ásgrímsson þarf að glíma við öðruvísi vandamál en sumir landsliðsþjálfarar. vísir/ernir Eins og kom fram fyrr í dag verður íslenska kvennalandsliðið án fimm leikmanna sem gefa ekki kost á sér í næsta verkefni stelpnanna okkar. Þær eiga fyrir höndum útileiki á móti Svartfjallalandi og Bosníu í undankeppni EM 2019. Í fréttatilkynningu frá KKÍ segir að Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Stjörnunni, Hallveig Jónsdóttir, Val og Keflvíkingarnir Thelma Dís Ágústsdóttir, Birna Valgerðir Benónýsdóttir og Embla Kristínardóttir gefa ekki kost á sér í verkefnið. „Það eru próf í háskólanum sem koma í veg fyrir að þær komist. Ragna Margrét er til dæmis í Mastersnámi og það er lokapróf í einu fagi á sama tíma þannig hún getur ekki farið í svona langt ferðalag,“ segir Ívar Ásgrímsson, landsliðsþjálfari, við Vísi. Stelpurnar fara út 5. febrúar og koma ekki heim fyrr en 15. febrúar þannig um tíu daga ferð er að ræða sem virðist of mikið fyrir háskólanemana, sér í lagi þegar um að próf er að ræða. „Þetta er ekki eins og við vildum hafa það. Þetta er tæpur hálfur mánuður sem við erum úti. Þetta er bara eins og að fara á stórmót. Fyrsta ferðalagið er sólarhringur og svo er leikur á laugardegi og miðvikudegi og ekki förum við heim á milli,“ segir Ívar. „Við vildum líka fara út aðeins fyrr til að mæta þar leikmönnunum sem spila erlendis í staðinn fyrir að fá þær heim og ná nokkrum æfingum áður en við færum út.“ Þessi fjarvera lykilmanna er dæmi um ískaldan veruleika sumra íslenskra landsliða þar sem leikmenn verða, eða ákveða, að taka námið fram yfir sjálft íslenska landsliðið. „Þetta er bara mjög slæmt mál og umhugsunarefnið. Við erum í undankeppni Evrópumótsins og KKÍ er búið að leggja mikinn pening og metnað í verkefnið. Ef leikmenn sjá sér svo ekki fært að taka þátt af heilum hug þarf að skoða hvað á að gera,“ segir Ívar Ásgrímsson. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Fimm landsliðskonur gáfu ekki kost á sér í Evrópuleiki körfuboltalandsliðsins Ívar Ásgrímsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, valdi einn nýliða í tólf manna landsliðshóp sinn fyrir tvo leiki í undankeppni EM 2019 en leikirnir fara fram í febrúar. 31. janúar 2018 12:02 Mest lesið Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira
Eins og kom fram fyrr í dag verður íslenska kvennalandsliðið án fimm leikmanna sem gefa ekki kost á sér í næsta verkefni stelpnanna okkar. Þær eiga fyrir höndum útileiki á móti Svartfjallalandi og Bosníu í undankeppni EM 2019. Í fréttatilkynningu frá KKÍ segir að Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Stjörnunni, Hallveig Jónsdóttir, Val og Keflvíkingarnir Thelma Dís Ágústsdóttir, Birna Valgerðir Benónýsdóttir og Embla Kristínardóttir gefa ekki kost á sér í verkefnið. „Það eru próf í háskólanum sem koma í veg fyrir að þær komist. Ragna Margrét er til dæmis í Mastersnámi og það er lokapróf í einu fagi á sama tíma þannig hún getur ekki farið í svona langt ferðalag,“ segir Ívar Ásgrímsson, landsliðsþjálfari, við Vísi. Stelpurnar fara út 5. febrúar og koma ekki heim fyrr en 15. febrúar þannig um tíu daga ferð er að ræða sem virðist of mikið fyrir háskólanemana, sér í lagi þegar um að próf er að ræða. „Þetta er ekki eins og við vildum hafa það. Þetta er tæpur hálfur mánuður sem við erum úti. Þetta er bara eins og að fara á stórmót. Fyrsta ferðalagið er sólarhringur og svo er leikur á laugardegi og miðvikudegi og ekki förum við heim á milli,“ segir Ívar. „Við vildum líka fara út aðeins fyrr til að mæta þar leikmönnunum sem spila erlendis í staðinn fyrir að fá þær heim og ná nokkrum æfingum áður en við færum út.“ Þessi fjarvera lykilmanna er dæmi um ískaldan veruleika sumra íslenskra landsliða þar sem leikmenn verða, eða ákveða, að taka námið fram yfir sjálft íslenska landsliðið. „Þetta er bara mjög slæmt mál og umhugsunarefnið. Við erum í undankeppni Evrópumótsins og KKÍ er búið að leggja mikinn pening og metnað í verkefnið. Ef leikmenn sjá sér svo ekki fært að taka þátt af heilum hug þarf að skoða hvað á að gera,“ segir Ívar Ásgrímsson.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Fimm landsliðskonur gáfu ekki kost á sér í Evrópuleiki körfuboltalandsliðsins Ívar Ásgrímsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, valdi einn nýliða í tólf manna landsliðshóp sinn fyrir tvo leiki í undankeppni EM 2019 en leikirnir fara fram í febrúar. 31. janúar 2018 12:02 Mest lesið Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira
Fimm landsliðskonur gáfu ekki kost á sér í Evrópuleiki körfuboltalandsliðsins Ívar Ásgrímsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, valdi einn nýliða í tólf manna landsliðshóp sinn fyrir tvo leiki í undankeppni EM 2019 en leikirnir fara fram í febrúar. 31. janúar 2018 12:02