Ívar um fjarveru landsliðskvenna: „Þetta er mjög slæmt mál“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. janúar 2018 13:00 Ívar Ásgrímsson þarf að glíma við öðruvísi vandamál en sumir landsliðsþjálfarar. vísir/ernir Eins og kom fram fyrr í dag verður íslenska kvennalandsliðið án fimm leikmanna sem gefa ekki kost á sér í næsta verkefni stelpnanna okkar. Þær eiga fyrir höndum útileiki á móti Svartfjallalandi og Bosníu í undankeppni EM 2019. Í fréttatilkynningu frá KKÍ segir að Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Stjörnunni, Hallveig Jónsdóttir, Val og Keflvíkingarnir Thelma Dís Ágústsdóttir, Birna Valgerðir Benónýsdóttir og Embla Kristínardóttir gefa ekki kost á sér í verkefnið. „Það eru próf í háskólanum sem koma í veg fyrir að þær komist. Ragna Margrét er til dæmis í Mastersnámi og það er lokapróf í einu fagi á sama tíma þannig hún getur ekki farið í svona langt ferðalag,“ segir Ívar Ásgrímsson, landsliðsþjálfari, við Vísi. Stelpurnar fara út 5. febrúar og koma ekki heim fyrr en 15. febrúar þannig um tíu daga ferð er að ræða sem virðist of mikið fyrir háskólanemana, sér í lagi þegar um að próf er að ræða. „Þetta er ekki eins og við vildum hafa það. Þetta er tæpur hálfur mánuður sem við erum úti. Þetta er bara eins og að fara á stórmót. Fyrsta ferðalagið er sólarhringur og svo er leikur á laugardegi og miðvikudegi og ekki förum við heim á milli,“ segir Ívar. „Við vildum líka fara út aðeins fyrr til að mæta þar leikmönnunum sem spila erlendis í staðinn fyrir að fá þær heim og ná nokkrum æfingum áður en við færum út.“ Þessi fjarvera lykilmanna er dæmi um ískaldan veruleika sumra íslenskra landsliða þar sem leikmenn verða, eða ákveða, að taka námið fram yfir sjálft íslenska landsliðið. „Þetta er bara mjög slæmt mál og umhugsunarefnið. Við erum í undankeppni Evrópumótsins og KKÍ er búið að leggja mikinn pening og metnað í verkefnið. Ef leikmenn sjá sér svo ekki fært að taka þátt af heilum hug þarf að skoða hvað á að gera,“ segir Ívar Ásgrímsson. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Fimm landsliðskonur gáfu ekki kost á sér í Evrópuleiki körfuboltalandsliðsins Ívar Ásgrímsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, valdi einn nýliða í tólf manna landsliðshóp sinn fyrir tvo leiki í undankeppni EM 2019 en leikirnir fara fram í febrúar. 31. janúar 2018 12:02 Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Sjá meira
Eins og kom fram fyrr í dag verður íslenska kvennalandsliðið án fimm leikmanna sem gefa ekki kost á sér í næsta verkefni stelpnanna okkar. Þær eiga fyrir höndum útileiki á móti Svartfjallalandi og Bosníu í undankeppni EM 2019. Í fréttatilkynningu frá KKÍ segir að Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Stjörnunni, Hallveig Jónsdóttir, Val og Keflvíkingarnir Thelma Dís Ágústsdóttir, Birna Valgerðir Benónýsdóttir og Embla Kristínardóttir gefa ekki kost á sér í verkefnið. „Það eru próf í háskólanum sem koma í veg fyrir að þær komist. Ragna Margrét er til dæmis í Mastersnámi og það er lokapróf í einu fagi á sama tíma þannig hún getur ekki farið í svona langt ferðalag,“ segir Ívar Ásgrímsson, landsliðsþjálfari, við Vísi. Stelpurnar fara út 5. febrúar og koma ekki heim fyrr en 15. febrúar þannig um tíu daga ferð er að ræða sem virðist of mikið fyrir háskólanemana, sér í lagi þegar um að próf er að ræða. „Þetta er ekki eins og við vildum hafa það. Þetta er tæpur hálfur mánuður sem við erum úti. Þetta er bara eins og að fara á stórmót. Fyrsta ferðalagið er sólarhringur og svo er leikur á laugardegi og miðvikudegi og ekki förum við heim á milli,“ segir Ívar. „Við vildum líka fara út aðeins fyrr til að mæta þar leikmönnunum sem spila erlendis í staðinn fyrir að fá þær heim og ná nokkrum æfingum áður en við færum út.“ Þessi fjarvera lykilmanna er dæmi um ískaldan veruleika sumra íslenskra landsliða þar sem leikmenn verða, eða ákveða, að taka námið fram yfir sjálft íslenska landsliðið. „Þetta er bara mjög slæmt mál og umhugsunarefnið. Við erum í undankeppni Evrópumótsins og KKÍ er búið að leggja mikinn pening og metnað í verkefnið. Ef leikmenn sjá sér svo ekki fært að taka þátt af heilum hug þarf að skoða hvað á að gera,“ segir Ívar Ásgrímsson.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Fimm landsliðskonur gáfu ekki kost á sér í Evrópuleiki körfuboltalandsliðsins Ívar Ásgrímsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, valdi einn nýliða í tólf manna landsliðshóp sinn fyrir tvo leiki í undankeppni EM 2019 en leikirnir fara fram í febrúar. 31. janúar 2018 12:02 Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Sjá meira
Fimm landsliðskonur gáfu ekki kost á sér í Evrópuleiki körfuboltalandsliðsins Ívar Ásgrímsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, valdi einn nýliða í tólf manna landsliðshóp sinn fyrir tvo leiki í undankeppni EM 2019 en leikirnir fara fram í febrúar. 31. janúar 2018 12:02