Erlent

Bönnuðu útsendingar af ekki-innsetningu Odinga

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Raila Odinga, stjórnarandstöðuleiðtogi í Kenía.
Raila Odinga, stjórnarandstöðuleiðtogi í Kenía. vísir/afp
Yfirvöld í Kenía slökktu í gær á útsendingum einkarekinna sjónvarpsstöðva sem ætluðu að sýna beint frá því er Raila Odinga, stjórnarandstöðuleiðtogi og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, lét setja sig inn í embætti forseta.

Odinga sniðgekk forsetakosningar októbermánaðar en hann hafði tapað fyrir sitjandi forseta, Uhuru Kenyatta, í forsetakosningum ágústmánaðar. Þær kosningar voru þó ógildar og vegna óánægju með það sem hann kallaði „ófullnægjandi umbætur“ ákvað Odinga að sniðganga síðari kosningarnar.

Hundruð höfðu safnast saman í almenningsgarði í miðborg höfuðborgarinnar Naíróbí í gær til að fylgjast með athöfninni en þar sem Odinga var ekki á kjörseðlinum í október hafði athöfnin ekkert lagalegt gildi.

Kenyatta forseti varaði fjölmiðla við því að fjalla um athöfnina og ríkissaksóknari Kenía sagði að með gjörðum sínum væru Odinga og stuðningsmenn hans að fremja landráð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×