
Tóm orð og prósentur
Það eru ekki allir sem geta eða vilja leggja í þá fjárfestingu að reka bíl, eða geta hjólað eða farið sinna ferða fótgangandi þó að allir þessir valmöguleikar eigi að standa til boða. Stjórn Strætó hefur á undanförnum árum lagt áherslu á að bæta þjónustu og ímynd Strætó, þjónustu sem eykur jöfnuð og bætir lífsgæði íbúa höfuðborgarsvæðisins. Ár frá ári fjölgar notendum Strætó, frá árinu 2011 til 2017 hefur ferðum fjölgað um 30%, þ.e. úr níu milljón ferðum á ári í 11,7 milljónir. Það eru vissulega vonbrigði að sjá ekki hækkun á hlutfallslegum fjölda en í könnun á notkun og viðhorfi til Strætó sést að ríflega 50% höfuðborgarbúa nota Strætó eitthvað þó einungis fjögur prósent geri það daglega.
Það er því ljóst að sú fjárfesting sem ríki og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa farið í hefur skilað sér í fjölgun farþega en til að við náum markmiðum okkar þurfum við enn frekari fjárfestingu í almenningssamgöngum, t.a.m. Borgarlínu sem tryggir hraðar samgöngur milli helstu kjarna höfuðborgarsvæðisins. Reyndar er það svo að það er fjárhagslega hagkvæmari kostur að sú aukning á ferðum sem fyrirsjáanleg er með fjölgun fólks verði sem mest í almenningssamgöngum, og fátt mikilvægara fyrir þá sem kjósa einkabíl eða hjól sem fararmáta en að öflugar almenningssamgöngur séu valkostur, þar sem það fækkar bílum á ferð.
Fyrir okkur öll bætir það loftgæði, eykur öryggi, minnkar hávaðamengun og skapar betra samfélag, samfélag þar sem allt fólk getur ferðast saman á umhverfisvænan og hagkvæman hátt. Á venjulegum degi eru farnar um 45.000 ferðir með Strætó og ég held að allir geri sér grein fyrir að það munar um það á götum borgarinnar, á annatímum eru fullir vagnar frekar vandamál en tómir vagnar.
Höfundur er borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar.
Skoðun

Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins
Högni Elfar Gylfason skrifar

Fáni okkar allra...
Eva Þorsteinsdóttir skrifar

Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun
Óli Jón Jónsson skrifar

Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram
Guðmundur Björnsson skrifar

Föstum saman, Ramadan og langafasta
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Auðhumla í Hamraborg
Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar

Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor
Kristín Heimisdóttir skrifar

Mannlegi rektorinn Silja Bára
Arnar Pálsson skrifar

Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það
Drífa Snædal skrifar

Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk
Bjarni Már Magnússon skrifar

Ó-frjósemi eða val
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun?
Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar

Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda
Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar

Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna?
Guðmundur Björnsson skrifar

Við kjósum Kolbrúnu!
Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar

Geðheilbrigði snertir okkur öll
Sandra B. Franks skrifar

Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings
Guðmundur Einarsson skrifar

Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis
Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar

Konur láta lífið og karlar fá knús
Guðný S. Bjarnadóttir skrifar

VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters!
Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar

Kosningar í VR
Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar

Kynjajafnrétti er mannanna verk
Stella Samúelsdóttir skrifar

Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd
Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar

Baráttan heldur áfram!
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Jafnréttisparadís?
Guðrún Karls Helgudóttir skrifar

Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs
Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar

Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors
Haraldur Ólafsson skrifar

Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld
Sigvaldi Einarsson skrifar

Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál
Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar