Framúrskarandi og til fyrirmyndar Rakel Sveinsdóttir skrifar 31. janúar 2018 07:00 Í dag klæðast konur svörtu til stuðnings #metoo og reyndar mun fleiri en konur, því síðustu daga hafa margir karlmenn haft samband við FKA og látið vita að þeir ætli sjálfir að taka þátt og klæðast svörtu. Ég geri því ráð fyrir að íslenska þjóðin sé meira og minna svartklædd í dag og vona að svo sé því #metoo byltingin þarf svo sannarlega á miklum stuðningi að halda. Dagurinn í dag er reyndar dagur fyrirmynda. Ekki aðeins erum við að draga fram fyrirmyndir með svörtum klæðnaði, heldur valdi FKA þennan dag vegna þess að síðdegis verða þrjár magnaðar konur heiðraðar á árlegri viðurkenningarhátíð félagsins sem haldin verður í Gamla Bíói. Hátíðina erum við að halda í nítjánda sinn en satt best að segja, hefur þörfin á því að draga fram fyrirmyndir í atvinnulífinu sjaldan verið meira áríðandi en einmitt nú. Atvinnulífið stendur nefnilega frammi fyrir mörgum áskorunum og í þeim efnum þurfum við að treysta á okkar sterkustu fyrirmyndir, sem hið raunverulega afl til breytinga. Hér er ég reyndar ekki aðeins að tala um breytingar í kjölfar #metoo, heldur líka hið ósýnilega glerþak. Sem dæmi um hversu sterkt það stendur enn, má benda á fréttir fjölmiðla í síðustu viku. Þar kom fram að samkvæmt nýjum rannsóknum Capacent, eru 89 prósent af forstjórum stærstu fyrirtækja landins karlmenn og heilt yfir eru karlmenn 72 prósent allra framkvæmdastjóra. Þetta er sorgleg sóun á mannauði kvenna og greinilegt að ekki hefur það dugað til að í mörg ár hafa fleiri konur en karlmenn útskrifast úr háskólanámi. Reyndar er glerþakið svo sterkt, að ekki einu sinni lög Alþingis ráða við það. Kynjakvótalögin tóku til dæmis gildi fyrir tæpum fimm árum, en hafa þó ekki enn náð lögbundnu takmarki sínu. Það er af þessum ástæðum, sem og ákalli #metoo, sem FKA biðlar til sterkra leiðtoga um að stíga fram sem fyrirmyndir. Á endanum eru það alltaf fyrirmyndirnar sem draga vagninn og okkur í FKA því löngu orðið það ljóst, að án sterkra fyrirmynda gerist í rauninni ekki neitt. Ekki einu sinni þótt það sé bundið í lög. Höfundur er formaður Félags kvenna í atvinnulífinu.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Í dag klæðast konur svörtu til stuðnings #metoo og reyndar mun fleiri en konur, því síðustu daga hafa margir karlmenn haft samband við FKA og látið vita að þeir ætli sjálfir að taka þátt og klæðast svörtu. Ég geri því ráð fyrir að íslenska þjóðin sé meira og minna svartklædd í dag og vona að svo sé því #metoo byltingin þarf svo sannarlega á miklum stuðningi að halda. Dagurinn í dag er reyndar dagur fyrirmynda. Ekki aðeins erum við að draga fram fyrirmyndir með svörtum klæðnaði, heldur valdi FKA þennan dag vegna þess að síðdegis verða þrjár magnaðar konur heiðraðar á árlegri viðurkenningarhátíð félagsins sem haldin verður í Gamla Bíói. Hátíðina erum við að halda í nítjánda sinn en satt best að segja, hefur þörfin á því að draga fram fyrirmyndir í atvinnulífinu sjaldan verið meira áríðandi en einmitt nú. Atvinnulífið stendur nefnilega frammi fyrir mörgum áskorunum og í þeim efnum þurfum við að treysta á okkar sterkustu fyrirmyndir, sem hið raunverulega afl til breytinga. Hér er ég reyndar ekki aðeins að tala um breytingar í kjölfar #metoo, heldur líka hið ósýnilega glerþak. Sem dæmi um hversu sterkt það stendur enn, má benda á fréttir fjölmiðla í síðustu viku. Þar kom fram að samkvæmt nýjum rannsóknum Capacent, eru 89 prósent af forstjórum stærstu fyrirtækja landins karlmenn og heilt yfir eru karlmenn 72 prósent allra framkvæmdastjóra. Þetta er sorgleg sóun á mannauði kvenna og greinilegt að ekki hefur það dugað til að í mörg ár hafa fleiri konur en karlmenn útskrifast úr háskólanámi. Reyndar er glerþakið svo sterkt, að ekki einu sinni lög Alþingis ráða við það. Kynjakvótalögin tóku til dæmis gildi fyrir tæpum fimm árum, en hafa þó ekki enn náð lögbundnu takmarki sínu. Það er af þessum ástæðum, sem og ákalli #metoo, sem FKA biðlar til sterkra leiðtoga um að stíga fram sem fyrirmyndir. Á endanum eru það alltaf fyrirmyndirnar sem draga vagninn og okkur í FKA því löngu orðið það ljóst, að án sterkra fyrirmynda gerist í rauninni ekki neitt. Ekki einu sinni þótt það sé bundið í lög. Höfundur er formaður Félags kvenna í atvinnulífinu.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar