Lögmaður Trump segist hafa borgað klámmyndaleikkonu úr eigin vasa Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2018 10:04 Donald Trump og Stephanie Clifford, einnig þekkt sem Stormy Daniels. Vísir/Getty Michael Cohen, einn af lögmönnum Donald Trump, viðurkennir að hafa greitt klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels 130 þúsund dali. Hann segir þá greiðslu hafa komið úr eigin vasa og tengist forsetanum og forsetaframboði hans ekki á nokkurn hátt. Um „einkaviðskipti“ hafi verið að ræða. Áður hafði hann þvertekið fyrir að nokkur greiðsla hefði átt sér stað. Stormy Daniels, sem heitir í raun Stefanie Clifford, hefur haldið því fram að hún hafi átt í ástarsambandi við Donald Trump árið 2006. Ári eftir að hann kvæntist Melaniu Trump og nokkrum mánuðum eftir að hún fæddi son þeirra. Fregnir bárust af því í síðasta mánuði að Cohen hefði greitt Clifford 130 þúsund dali í aðdraganda forsetakosninganna 2016 í skiptum fyrir þögn hennar. Hún mun þá hafa átt í viðræðum við forsvarsmenn ABC sjónvarpsstöðvarinnar um að koma fram og segja frá framhjáhaldinu.Sjá einnig: Lögmaður Trump sagður hafa greitt klámmyndaleikkonu fyrir þögnTilefni ummæla Cohen er að yfirkjörstjórn Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytið hafa verið beðin um að kanna hvort að greiðslan hafi komið úr kosningasjóði Trump og hvort hún hafi verið ólögleg.„Í einkaviðskiptum árið 2016, notaði ég eigið fé mitt til að greiða Stephanie Clifford 130 þúsund dali. Hvort fyrirtæki Trump né framboð hans kom að viðskiptum mínum við Clifford og hvorki Trump samtökin né framboð Trump kom að viðskiptunum við Clifford, né endurgreiddu mér, beint né óbeint,“ er haft eftir Cohen á vef Financial Times.Þá segir hann greiðsluna hafa verið löglega og hafi ekki snúið að forsetaframboði Trump. Þrátt fyrir að Clifford hafi áður sagt frá framhjáhaldinu segir hún nú að það hafi aldrei átt sér stað. Þá tekur Cohen ekki fram í yfirlýsingu sinni af hverju hann greiddi henni upphæð sem samsvarar um þrettán milljónum króna. Sömuleiðis tekur hann ekki fram að Trump sjálfur hafi ekki endurgreitt honum. Donald Trump Tengdar fréttir Fox News sat á frétt um Trump og klámstjörnu í kosningabaráttunni Íhaldssama fréttastöðin segist ekki hafa geta staðfest fréttir um meint samband Donalds Trump við Stormy Daniels. 17. janúar 2018 08:48 Fleiri klámmyndaleikkonur segjast hafa átt í samskiptum við Trump Klámmyndaleikkonan Alana Evans segir að sér hafi verið boðið upp á hótelherbergi Donalds Trump árið 2006. 14. janúar 2018 15:38 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Michael Cohen, einn af lögmönnum Donald Trump, viðurkennir að hafa greitt klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels 130 þúsund dali. Hann segir þá greiðslu hafa komið úr eigin vasa og tengist forsetanum og forsetaframboði hans ekki á nokkurn hátt. Um „einkaviðskipti“ hafi verið að ræða. Áður hafði hann þvertekið fyrir að nokkur greiðsla hefði átt sér stað. Stormy Daniels, sem heitir í raun Stefanie Clifford, hefur haldið því fram að hún hafi átt í ástarsambandi við Donald Trump árið 2006. Ári eftir að hann kvæntist Melaniu Trump og nokkrum mánuðum eftir að hún fæddi son þeirra. Fregnir bárust af því í síðasta mánuði að Cohen hefði greitt Clifford 130 þúsund dali í aðdraganda forsetakosninganna 2016 í skiptum fyrir þögn hennar. Hún mun þá hafa átt í viðræðum við forsvarsmenn ABC sjónvarpsstöðvarinnar um að koma fram og segja frá framhjáhaldinu.Sjá einnig: Lögmaður Trump sagður hafa greitt klámmyndaleikkonu fyrir þögnTilefni ummæla Cohen er að yfirkjörstjórn Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytið hafa verið beðin um að kanna hvort að greiðslan hafi komið úr kosningasjóði Trump og hvort hún hafi verið ólögleg.„Í einkaviðskiptum árið 2016, notaði ég eigið fé mitt til að greiða Stephanie Clifford 130 þúsund dali. Hvort fyrirtæki Trump né framboð hans kom að viðskiptum mínum við Clifford og hvorki Trump samtökin né framboð Trump kom að viðskiptunum við Clifford, né endurgreiddu mér, beint né óbeint,“ er haft eftir Cohen á vef Financial Times.Þá segir hann greiðsluna hafa verið löglega og hafi ekki snúið að forsetaframboði Trump. Þrátt fyrir að Clifford hafi áður sagt frá framhjáhaldinu segir hún nú að það hafi aldrei átt sér stað. Þá tekur Cohen ekki fram í yfirlýsingu sinni af hverju hann greiddi henni upphæð sem samsvarar um þrettán milljónum króna. Sömuleiðis tekur hann ekki fram að Trump sjálfur hafi ekki endurgreitt honum.
Donald Trump Tengdar fréttir Fox News sat á frétt um Trump og klámstjörnu í kosningabaráttunni Íhaldssama fréttastöðin segist ekki hafa geta staðfest fréttir um meint samband Donalds Trump við Stormy Daniels. 17. janúar 2018 08:48 Fleiri klámmyndaleikkonur segjast hafa átt í samskiptum við Trump Klámmyndaleikkonan Alana Evans segir að sér hafi verið boðið upp á hótelherbergi Donalds Trump árið 2006. 14. janúar 2018 15:38 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Fox News sat á frétt um Trump og klámstjörnu í kosningabaráttunni Íhaldssama fréttastöðin segist ekki hafa geta staðfest fréttir um meint samband Donalds Trump við Stormy Daniels. 17. janúar 2018 08:48
Fleiri klámmyndaleikkonur segjast hafa átt í samskiptum við Trump Klámmyndaleikkonan Alana Evans segir að sér hafi verið boðið upp á hótelherbergi Donalds Trump árið 2006. 14. janúar 2018 15:38