Innlent

Átak gegn heimilisofbeldi á Austurlandi

Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar
Frá undirritun samstarfsyfirlýsingar.
Frá undirritun samstarfsyfirlýsingar. Lögreglan
Lögregla og félagsþjónusta á Austurlandi ætla að taka upp samstillt verklag í starfsemi sinni gegn heimilisofbeldi. Markmiðið er markvissari viðbrögð og úrræði og að veita þolendum og gerendum aðstoð. Þá er sérstakt markmið að bæta stöðu barna, sem búa við ofbeldi á heimilum.

Fyrirmyndin er verklagið „Að halda glugganum opnum“, sem er samstarfsverkefni lögreglu og félagsþjónustu á Suðurnesjum.

Verklagið á Suðurnesjum fólst meðal annars í því að nýta betur úrræði um brottvísun af heimilum, nálgunarbann og að koma fleiri málum í gegnum réttarvörslukerfið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×