Hvísl Ingibjargar róar þúsundir: „Ekki kynferðisleg tilfinning“ Stefán Árni Pálsson skrifar 2. janúar 2018 10:30 Þúsundir horfa á myndbönd Ingibjargar. „Ég gerði fyrsta myndbandið mitt fyrir ári síðan, jólin 2016, og gaf út einhver þrjú eða fjögur myndbönd með stuttu millibili. Síðan hætti ég bara að pæla í þessu og gerði ekki myndband nema með margra mánaða millibili og var ekkert að sinna þessu að viti fyrr en í nóvember síðastliðnum. Þá sá ég að það væri mjög raunhæft plan að gera þessa YouTube rás að starfinu mínu meðfram skólanum vegna teknanna sem er hægt að afla gegnum auglýsingar,“ segir Ingibjörg Aldís Hilmisdóttir sem heldur úti YouTube-rásinni Nordic Whisper. Þar birtir hún myndbönd sem eiga að róa áhorfandann. Hún vill kalla fram ASMR tilfinningu í fólki með myndböndunum en sjálf kallar hún þetta heilakitl. Hún segist hafa fengið mjög góð viðbrögð við rásinni. Ingibjörg er 25 ára og er í námi í tækni- og verkfræðigrunninum í Háskólanum í Reykjavík. „Eftir að ég byrjaði að sinna þessu af viti núna í nóvember er þetta farið að vaxa gríðarlega hratt hjá mér. Það er auðvitað alltaf neikvæðar athugasemdir líka enn ég leiði þær bara hjá mér. Vinum og fjölskyldu finnst þetta frekar furðulegt en það hafa allir verið mjög opnir gagnvart þessu þó að flestir skilji ekki alveg þessa gerð af myndböndum. Ég hef sjálf haldið þessu svolítið fyrir mig en kærastinn minn er mjög duglegur að monta sig af mér og rásinni minni þannig að flestir sem ég þekki vita af þessu núna.“ Ingibjörg segist sjálf alltaf upplifa þessa ASMR tilfinningu.Ingibjörg hefur framleitt mörg myndbönd.Hefur fínar tekjur „Ég sótti rosa mikið í að kalla hana fram með einum eða öðrum hætti. Fyrir mörgum árum var ég á Reddit og las þar athugsemd þar sem að einhver lýsti þessari tilfinningu fullkomlega og komst þá að því að þetta héti ASMR og í kjölfarið fór ég að horfa á ASMR myndbönd. Ég hef oft pælt í því að prófa að gera myndbönd sjálf en nennti ekki að standa í því. Svo sló ég bara til seinustu jól og hef haldið áfram því ég fékk svo góð viðbrögð við því.“ Hún segist hafa tekjur af því að birta myndböndin á YouTube. „Núna fyrst af alvöru er ég að fá tekjur. Eftir síðasta mánuð sá ég að þetta væri raunhæfur valkostur, þ.e.a.s að gera þetta að mínu aðalstarfi. Þess vegna er ég núna að vinna mun meira í þessu til þess að byggja fylgjendafjöldann upp og þar með fjölda áhorfa, sem skilar sér svo í auglýsingatekjum. Ég tek líka að mér að gera myndbönd fyrir fólk og tek 10.000 krónur fyrir klukkutíma vídeó, auk þess er ég með patreon síðu þar sem að fólk getur borgað ákveðnar upphæðir á mánuði og fengið verðlaun fyrir það. Síðan hefur fólk verið óvenju duglegt að senda mér óvænt pening á paypal.“ Hún segir að verslanir hafa síðan haft samband við sig og bjóðið fríar vörur eða gjafabréf gegn því að hafa varning í myndböndunum hennar.Af hverju fór Ingibjörg að gera umrædd myndbönd?„Satt að segja því mér leiddist og ég var forvitin. Ég sá líka að það er ekki mikið af íslenskum ASMR myndböndum og því stórt pláss laust fyrir íslenskan hreim, enda eru erlendir hreimar vinsælasti „triggerinn” í ASMR. Ástæðan fyrir því að ég hef haldið áfram núna er eiginlega bara vegna tekna. Ég er í þungu námi og það væri frábært að geta hætt að vinna með skólanum og gefið út nokkur myndbönd í staðinn.“ Ingibjörg tekur það skýrt fram að ASMR er ekki kynferðisleg tilfinning á neinn hátt. Hægt er að fylgjast með henni á:Snapchat: ingaldisInstagramYouTubeHér að neðan má sjá hennar vinsælasta myndband en þegar þessi frétt er skrifuð hefur hún yfir 300 þúsund áhorfa. Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Sjá meira
„Ég gerði fyrsta myndbandið mitt fyrir ári síðan, jólin 2016, og gaf út einhver þrjú eða fjögur myndbönd með stuttu millibili. Síðan hætti ég bara að pæla í þessu og gerði ekki myndband nema með margra mánaða millibili og var ekkert að sinna þessu að viti fyrr en í nóvember síðastliðnum. Þá sá ég að það væri mjög raunhæft plan að gera þessa YouTube rás að starfinu mínu meðfram skólanum vegna teknanna sem er hægt að afla gegnum auglýsingar,“ segir Ingibjörg Aldís Hilmisdóttir sem heldur úti YouTube-rásinni Nordic Whisper. Þar birtir hún myndbönd sem eiga að róa áhorfandann. Hún vill kalla fram ASMR tilfinningu í fólki með myndböndunum en sjálf kallar hún þetta heilakitl. Hún segist hafa fengið mjög góð viðbrögð við rásinni. Ingibjörg er 25 ára og er í námi í tækni- og verkfræðigrunninum í Háskólanum í Reykjavík. „Eftir að ég byrjaði að sinna þessu af viti núna í nóvember er þetta farið að vaxa gríðarlega hratt hjá mér. Það er auðvitað alltaf neikvæðar athugasemdir líka enn ég leiði þær bara hjá mér. Vinum og fjölskyldu finnst þetta frekar furðulegt en það hafa allir verið mjög opnir gagnvart þessu þó að flestir skilji ekki alveg þessa gerð af myndböndum. Ég hef sjálf haldið þessu svolítið fyrir mig en kærastinn minn er mjög duglegur að monta sig af mér og rásinni minni þannig að flestir sem ég þekki vita af þessu núna.“ Ingibjörg segist sjálf alltaf upplifa þessa ASMR tilfinningu.Ingibjörg hefur framleitt mörg myndbönd.Hefur fínar tekjur „Ég sótti rosa mikið í að kalla hana fram með einum eða öðrum hætti. Fyrir mörgum árum var ég á Reddit og las þar athugsemd þar sem að einhver lýsti þessari tilfinningu fullkomlega og komst þá að því að þetta héti ASMR og í kjölfarið fór ég að horfa á ASMR myndbönd. Ég hef oft pælt í því að prófa að gera myndbönd sjálf en nennti ekki að standa í því. Svo sló ég bara til seinustu jól og hef haldið áfram því ég fékk svo góð viðbrögð við því.“ Hún segist hafa tekjur af því að birta myndböndin á YouTube. „Núna fyrst af alvöru er ég að fá tekjur. Eftir síðasta mánuð sá ég að þetta væri raunhæfur valkostur, þ.e.a.s að gera þetta að mínu aðalstarfi. Þess vegna er ég núna að vinna mun meira í þessu til þess að byggja fylgjendafjöldann upp og þar með fjölda áhorfa, sem skilar sér svo í auglýsingatekjum. Ég tek líka að mér að gera myndbönd fyrir fólk og tek 10.000 krónur fyrir klukkutíma vídeó, auk þess er ég með patreon síðu þar sem að fólk getur borgað ákveðnar upphæðir á mánuði og fengið verðlaun fyrir það. Síðan hefur fólk verið óvenju duglegt að senda mér óvænt pening á paypal.“ Hún segir að verslanir hafa síðan haft samband við sig og bjóðið fríar vörur eða gjafabréf gegn því að hafa varning í myndböndunum hennar.Af hverju fór Ingibjörg að gera umrædd myndbönd?„Satt að segja því mér leiddist og ég var forvitin. Ég sá líka að það er ekki mikið af íslenskum ASMR myndböndum og því stórt pláss laust fyrir íslenskan hreim, enda eru erlendir hreimar vinsælasti „triggerinn” í ASMR. Ástæðan fyrir því að ég hef haldið áfram núna er eiginlega bara vegna tekna. Ég er í þungu námi og það væri frábært að geta hætt að vinna með skólanum og gefið út nokkur myndbönd í staðinn.“ Ingibjörg tekur það skýrt fram að ASMR er ekki kynferðisleg tilfinning á neinn hátt. Hægt er að fylgjast með henni á:Snapchat: ingaldisInstagramYouTubeHér að neðan má sjá hennar vinsælasta myndband en þegar þessi frétt er skrifuð hefur hún yfir 300 þúsund áhorfa.
Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Sjá meira