Hvísl Ingibjargar róar þúsundir: „Ekki kynferðisleg tilfinning“ Stefán Árni Pálsson skrifar 2. janúar 2018 10:30 Þúsundir horfa á myndbönd Ingibjargar. „Ég gerði fyrsta myndbandið mitt fyrir ári síðan, jólin 2016, og gaf út einhver þrjú eða fjögur myndbönd með stuttu millibili. Síðan hætti ég bara að pæla í þessu og gerði ekki myndband nema með margra mánaða millibili og var ekkert að sinna þessu að viti fyrr en í nóvember síðastliðnum. Þá sá ég að það væri mjög raunhæft plan að gera þessa YouTube rás að starfinu mínu meðfram skólanum vegna teknanna sem er hægt að afla gegnum auglýsingar,“ segir Ingibjörg Aldís Hilmisdóttir sem heldur úti YouTube-rásinni Nordic Whisper. Þar birtir hún myndbönd sem eiga að róa áhorfandann. Hún vill kalla fram ASMR tilfinningu í fólki með myndböndunum en sjálf kallar hún þetta heilakitl. Hún segist hafa fengið mjög góð viðbrögð við rásinni. Ingibjörg er 25 ára og er í námi í tækni- og verkfræðigrunninum í Háskólanum í Reykjavík. „Eftir að ég byrjaði að sinna þessu af viti núna í nóvember er þetta farið að vaxa gríðarlega hratt hjá mér. Það er auðvitað alltaf neikvæðar athugasemdir líka enn ég leiði þær bara hjá mér. Vinum og fjölskyldu finnst þetta frekar furðulegt en það hafa allir verið mjög opnir gagnvart þessu þó að flestir skilji ekki alveg þessa gerð af myndböndum. Ég hef sjálf haldið þessu svolítið fyrir mig en kærastinn minn er mjög duglegur að monta sig af mér og rásinni minni þannig að flestir sem ég þekki vita af þessu núna.“ Ingibjörg segist sjálf alltaf upplifa þessa ASMR tilfinningu.Ingibjörg hefur framleitt mörg myndbönd.Hefur fínar tekjur „Ég sótti rosa mikið í að kalla hana fram með einum eða öðrum hætti. Fyrir mörgum árum var ég á Reddit og las þar athugsemd þar sem að einhver lýsti þessari tilfinningu fullkomlega og komst þá að því að þetta héti ASMR og í kjölfarið fór ég að horfa á ASMR myndbönd. Ég hef oft pælt í því að prófa að gera myndbönd sjálf en nennti ekki að standa í því. Svo sló ég bara til seinustu jól og hef haldið áfram því ég fékk svo góð viðbrögð við því.“ Hún segist hafa tekjur af því að birta myndböndin á YouTube. „Núna fyrst af alvöru er ég að fá tekjur. Eftir síðasta mánuð sá ég að þetta væri raunhæfur valkostur, þ.e.a.s að gera þetta að mínu aðalstarfi. Þess vegna er ég núna að vinna mun meira í þessu til þess að byggja fylgjendafjöldann upp og þar með fjölda áhorfa, sem skilar sér svo í auglýsingatekjum. Ég tek líka að mér að gera myndbönd fyrir fólk og tek 10.000 krónur fyrir klukkutíma vídeó, auk þess er ég með patreon síðu þar sem að fólk getur borgað ákveðnar upphæðir á mánuði og fengið verðlaun fyrir það. Síðan hefur fólk verið óvenju duglegt að senda mér óvænt pening á paypal.“ Hún segir að verslanir hafa síðan haft samband við sig og bjóðið fríar vörur eða gjafabréf gegn því að hafa varning í myndböndunum hennar.Af hverju fór Ingibjörg að gera umrædd myndbönd?„Satt að segja því mér leiddist og ég var forvitin. Ég sá líka að það er ekki mikið af íslenskum ASMR myndböndum og því stórt pláss laust fyrir íslenskan hreim, enda eru erlendir hreimar vinsælasti „triggerinn” í ASMR. Ástæðan fyrir því að ég hef haldið áfram núna er eiginlega bara vegna tekna. Ég er í þungu námi og það væri frábært að geta hætt að vinna með skólanum og gefið út nokkur myndbönd í staðinn.“ Ingibjörg tekur það skýrt fram að ASMR er ekki kynferðisleg tilfinning á neinn hátt. Hægt er að fylgjast með henni á:Snapchat: ingaldisInstagramYouTubeHér að neðan má sjá hennar vinsælasta myndband en þegar þessi frétt er skrifuð hefur hún yfir 300 þúsund áhorfa. Mest lesið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Fleiri fréttir Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Sjá meira
„Ég gerði fyrsta myndbandið mitt fyrir ári síðan, jólin 2016, og gaf út einhver þrjú eða fjögur myndbönd með stuttu millibili. Síðan hætti ég bara að pæla í þessu og gerði ekki myndband nema með margra mánaða millibili og var ekkert að sinna þessu að viti fyrr en í nóvember síðastliðnum. Þá sá ég að það væri mjög raunhæft plan að gera þessa YouTube rás að starfinu mínu meðfram skólanum vegna teknanna sem er hægt að afla gegnum auglýsingar,“ segir Ingibjörg Aldís Hilmisdóttir sem heldur úti YouTube-rásinni Nordic Whisper. Þar birtir hún myndbönd sem eiga að róa áhorfandann. Hún vill kalla fram ASMR tilfinningu í fólki með myndböndunum en sjálf kallar hún þetta heilakitl. Hún segist hafa fengið mjög góð viðbrögð við rásinni. Ingibjörg er 25 ára og er í námi í tækni- og verkfræðigrunninum í Háskólanum í Reykjavík. „Eftir að ég byrjaði að sinna þessu af viti núna í nóvember er þetta farið að vaxa gríðarlega hratt hjá mér. Það er auðvitað alltaf neikvæðar athugasemdir líka enn ég leiði þær bara hjá mér. Vinum og fjölskyldu finnst þetta frekar furðulegt en það hafa allir verið mjög opnir gagnvart þessu þó að flestir skilji ekki alveg þessa gerð af myndböndum. Ég hef sjálf haldið þessu svolítið fyrir mig en kærastinn minn er mjög duglegur að monta sig af mér og rásinni minni þannig að flestir sem ég þekki vita af þessu núna.“ Ingibjörg segist sjálf alltaf upplifa þessa ASMR tilfinningu.Ingibjörg hefur framleitt mörg myndbönd.Hefur fínar tekjur „Ég sótti rosa mikið í að kalla hana fram með einum eða öðrum hætti. Fyrir mörgum árum var ég á Reddit og las þar athugsemd þar sem að einhver lýsti þessari tilfinningu fullkomlega og komst þá að því að þetta héti ASMR og í kjölfarið fór ég að horfa á ASMR myndbönd. Ég hef oft pælt í því að prófa að gera myndbönd sjálf en nennti ekki að standa í því. Svo sló ég bara til seinustu jól og hef haldið áfram því ég fékk svo góð viðbrögð við því.“ Hún segist hafa tekjur af því að birta myndböndin á YouTube. „Núna fyrst af alvöru er ég að fá tekjur. Eftir síðasta mánuð sá ég að þetta væri raunhæfur valkostur, þ.e.a.s að gera þetta að mínu aðalstarfi. Þess vegna er ég núna að vinna mun meira í þessu til þess að byggja fylgjendafjöldann upp og þar með fjölda áhorfa, sem skilar sér svo í auglýsingatekjum. Ég tek líka að mér að gera myndbönd fyrir fólk og tek 10.000 krónur fyrir klukkutíma vídeó, auk þess er ég með patreon síðu þar sem að fólk getur borgað ákveðnar upphæðir á mánuði og fengið verðlaun fyrir það. Síðan hefur fólk verið óvenju duglegt að senda mér óvænt pening á paypal.“ Hún segir að verslanir hafa síðan haft samband við sig og bjóðið fríar vörur eða gjafabréf gegn því að hafa varning í myndböndunum hennar.Af hverju fór Ingibjörg að gera umrædd myndbönd?„Satt að segja því mér leiddist og ég var forvitin. Ég sá líka að það er ekki mikið af íslenskum ASMR myndböndum og því stórt pláss laust fyrir íslenskan hreim, enda eru erlendir hreimar vinsælasti „triggerinn” í ASMR. Ástæðan fyrir því að ég hef haldið áfram núna er eiginlega bara vegna tekna. Ég er í þungu námi og það væri frábært að geta hætt að vinna með skólanum og gefið út nokkur myndbönd í staðinn.“ Ingibjörg tekur það skýrt fram að ASMR er ekki kynferðisleg tilfinning á neinn hátt. Hægt er að fylgjast með henni á:Snapchat: ingaldisInstagramYouTubeHér að neðan má sjá hennar vinsælasta myndband en þegar þessi frétt er skrifuð hefur hún yfir 300 þúsund áhorfa.
Mest lesið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Fleiri fréttir Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“