Dauðsföll í Íran eftir mótmæli gegn stefnu klerkastjórnarinnar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. janúar 2018 08:45 Stúdentar í átökum við lögreglumenn fyrir utan háskóla í Teheran en þar kom til átaka um áramótin. vísir/epa Minnst tólf, þar af tíu sem féllu í gær, liggja í valnum eftir öldu mótmæla í Íran undanfarna daga. Hundruð eru sár eftir átök við lögreglumenn. Óeirðirnar eru þær fjölmennustu í átta ár, eða frá því að úrslit forsetakosninganna 2009 voru ljós. Upphaf óeirðanna má rekja til óánægju almennings með stöðu mála á vinnumarkaði og efnahagsástand almennt. Atvinnuleysi í landinu er mikið, matarverð hefur hækkað að undanförnu og þá hefur kjarnorkusamkomulag landsins, frá því í júlí 2015, ekki skilað jafn miklu og margir höfðu vonast til. Spilling í öllum þrepum stjórnkerfisins auk gífurlegrar íhaldssemi í trúmálum hafa einnig verið olía á eld óánægjunnar. Óánægjan hefur stigmagnast undanfarnar vikur og á endanum flykktist fólk út á götur landsins. Mótmælin hófust síðastliðinn fimmtudag, 28. desember, í borgum víðsvegar um landið. Fjölmenni var meðal annars í Mashhad, næstfjölmennustu borg landsins, og Kermanshah. Þaðan breiddust mótmælin út um landið. Mótmælafundir voru skipulagðir á samskiptamiðlum og spjallborðum á veraldarvefnum. Mótmælendur hrópuðu slagorð til stuðnings keisurunum Reza Shah og Mohammad Reza Pahlavi en þeir ríktu í landinu á árunum 1925-1979. Keisaraveldið leið undir lok í kjölfar byltingar árið 1979 sem leiddi til klerkastjórnar og stofnunar íslamska lýðveldisins Írans. Fram að því hafði landið verið mun frjálslyndara og móttækilegra fyrir vestrænum áhrifum. Stjórnvöld vöruðu mótmælendur við því að fara út á stræti landsins en þeir létu það sem vind um eyru þjóta. Meðal slagorða sem ómuðu víðsvegar um landið má nefna „Við viljum ekki íslamskt lýðveldi“ og „Niður með einræðisherrana“. Mótmælin náðu til höfuðborgarinnar Teheran þann 30. desember þar sem stúdentar brenndu meðal annars myndir af Ali Khameini, æðsta klerki landsins. Yfirvöld hafa brugðist við mótmælunum af hörku. Lokað var fyrir aðgang að ýmsum samskiptaforritum, þar á meðal Instagram, til að gera óeirðaseggjum erfiðara um vik að leggja á ráðin um frekari aðgerðir. Þá reyndu lögreglumenn að koma á röð og reglu á nýjan leik. Þá hafa öryggissveitir æðsta klerksins, sem hafa það hlutverk að tryggja íslamskt kerfi landsins, gengið harkalega fram. „Þjóðin mun taka á þessum háværa minnihluta sem hrópar slagorð gegn lögum og óskum fólksins og sýnir heilagleika og gildi byltingarinnar vanvirðingu,“ sagði Hassan Rouhani, forseti Írans, í ávarpi í gær. Hann bætti því við að landsmönnum væri frjálst að mótmæla með friðsamlegum hætti og að mótmælin væru tækifæri en ekki vandamál. Landsmenn ættu að vinna að því í sameiningu að lagfæra efnahagsvanda ríkisins. „Hin mikilfenglega íranska þjóð hefur verið kúguð um árabil. Hana hungrar í mat og frelsi,“ skrifaði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á Twitter í gær. Andað hefur köldu milli ríkjanna að undanförnu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Minnst tólf, þar af tíu sem féllu í gær, liggja í valnum eftir öldu mótmæla í Íran undanfarna daga. Hundruð eru sár eftir átök við lögreglumenn. Óeirðirnar eru þær fjölmennustu í átta ár, eða frá því að úrslit forsetakosninganna 2009 voru ljós. Upphaf óeirðanna má rekja til óánægju almennings með stöðu mála á vinnumarkaði og efnahagsástand almennt. Atvinnuleysi í landinu er mikið, matarverð hefur hækkað að undanförnu og þá hefur kjarnorkusamkomulag landsins, frá því í júlí 2015, ekki skilað jafn miklu og margir höfðu vonast til. Spilling í öllum þrepum stjórnkerfisins auk gífurlegrar íhaldssemi í trúmálum hafa einnig verið olía á eld óánægjunnar. Óánægjan hefur stigmagnast undanfarnar vikur og á endanum flykktist fólk út á götur landsins. Mótmælin hófust síðastliðinn fimmtudag, 28. desember, í borgum víðsvegar um landið. Fjölmenni var meðal annars í Mashhad, næstfjölmennustu borg landsins, og Kermanshah. Þaðan breiddust mótmælin út um landið. Mótmælafundir voru skipulagðir á samskiptamiðlum og spjallborðum á veraldarvefnum. Mótmælendur hrópuðu slagorð til stuðnings keisurunum Reza Shah og Mohammad Reza Pahlavi en þeir ríktu í landinu á árunum 1925-1979. Keisaraveldið leið undir lok í kjölfar byltingar árið 1979 sem leiddi til klerkastjórnar og stofnunar íslamska lýðveldisins Írans. Fram að því hafði landið verið mun frjálslyndara og móttækilegra fyrir vestrænum áhrifum. Stjórnvöld vöruðu mótmælendur við því að fara út á stræti landsins en þeir létu það sem vind um eyru þjóta. Meðal slagorða sem ómuðu víðsvegar um landið má nefna „Við viljum ekki íslamskt lýðveldi“ og „Niður með einræðisherrana“. Mótmælin náðu til höfuðborgarinnar Teheran þann 30. desember þar sem stúdentar brenndu meðal annars myndir af Ali Khameini, æðsta klerki landsins. Yfirvöld hafa brugðist við mótmælunum af hörku. Lokað var fyrir aðgang að ýmsum samskiptaforritum, þar á meðal Instagram, til að gera óeirðaseggjum erfiðara um vik að leggja á ráðin um frekari aðgerðir. Þá reyndu lögreglumenn að koma á röð og reglu á nýjan leik. Þá hafa öryggissveitir æðsta klerksins, sem hafa það hlutverk að tryggja íslamskt kerfi landsins, gengið harkalega fram. „Þjóðin mun taka á þessum háværa minnihluta sem hrópar slagorð gegn lögum og óskum fólksins og sýnir heilagleika og gildi byltingarinnar vanvirðingu,“ sagði Hassan Rouhani, forseti Írans, í ávarpi í gær. Hann bætti því við að landsmönnum væri frjálst að mótmæla með friðsamlegum hætti og að mótmælin væru tækifæri en ekki vandamál. Landsmenn ættu að vinna að því í sameiningu að lagfæra efnahagsvanda ríkisins. „Hin mikilfenglega íranska þjóð hefur verið kúguð um árabil. Hana hungrar í mat og frelsi,“ skrifaði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á Twitter í gær. Andað hefur köldu milli ríkjanna að undanförnu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira