Kynferðisbrotin í sumarbústað, bíl og heimili barna en mest á heimili fulltrúans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. maí 2018 16:03 Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag og neitar stuðningsfulltrúinn sök. Vísir/GVA Stuðningsfulltrúi á fimmtugsaldri sem ákærður er fyrir að nauðgað þremur drengjum og einni stúlku þegar þau voru á aldrinum sjö til fjórtán ára braut aðallega á börnunum á heimili sínu en sömuleiðis á heimili þeirra, í sumarbústað og í bíl. Fórnarlömbin fara samanlagt fram á 13 milljónir króna í miskabætur frá manninum. Stuðningsfulltrúinn starfaði lengi hjá Barnavernd Reykjavíkur en hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan í janúar. Hann var leiddur fyrir dómara í morgun þar sem hann neitaði sök í málinu. Fyrirhugað er að aðalmeðferð í málinu fari fram um mánaðarmótin en þinghald í málinu er lokað. Auk þeirra fjögurra brotaþola í málinu, sem fulltrúinn er ákærður fyrir að hafa brotið á, eru fleiri meint brot mannsins enn til rannsóknar hjá lögreglu. Þá hafði fulltrínn verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn andlega fötluðum fullorðnum manni en fallið var frá þeim lið ákærunnar. Trúað fyrir kennslu og uppeldi Stuðningsfulltrúinn er ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn dreng frá því hann var sjö ára og þar til hann varð 13 ára gamall. Nýtti fulltrúinn yfirburði sína gagnvart drengnum og traust hans og trúnað sem fjölskylduvinur. Honum hafði verið trúað fyrir kennslu og uppeldi drengsins. Er fulltrúinn sakaður um að hafa beit hann ofbeldi og sumpart notfært sér ástand hans með því að hafa brotið á drengnum í rúmi fulltrúans þar sem drengurinn gisti á aldrinum 7-13 ára. Sömuleiðis brotið á honum við 12 til 13 ára aldur í bíl á leið í útilegu, í útilegu og á skrifstofu sinni. Brotaþoli í málinu fer fram á átta milljónir króna í miskabætur vegna málsins. Átti að gæta stúlkunnar Stuðningsfulltrúinn er einnig ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot í tilfellli stúlku sem gisti í rúmi fulltrúans á heimili hans þegar hún var á aldrinum sjö til tíu ára. Tók stuðningsfulltrúinn sér það hlutverk að gæta stúlkunnar fyrir foreldra hennar en hann var fjölskylduvinur. Á hann að hafa notfært sér að hún gat ekki spornað við háttseminni sökum svefndrunga. Brotaþoli í málinu fer fram á 1,5 milljón króna í miskabætur. Brot í sumarbústað Stuðningsfulltrúinn er sömuleiðis ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot á öðrum dreng frá því sá var sex til 12/13 ára gamall. Hafði honum verið trúað fyrir drengnum til kennslu og uppeldis en hann er sakaður um að hafa brotið á piltinum í fjölda skipta á heimili fultrúans, sömuleiðis einu sinni á heimili drengsins og einnig í sumarhúsi. Fer pilturinn fram á þrjár milljónir króna í miskabætur. Þá er fulltrúinn sakaður um nauðgun og kynferðisbrot gegn fjórða drengnum þegar hann var 13 eða 14 ára gamall. Gisti hann í rúmi fulltrúans sem er sakaður um að hafa beitt ólögmætri nauðung, sem fólst í aldurs-, þroska- og aðstöðumun og yfirburðum fulltrúans gagnvart piltinum sem átti traust hans og trúnað. Fer pilturinn fram á 1,5 milljón króna í miskabætur. Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Stuðningsfulltrúinn neitaði sök Ákærður fyrir brot gegn fjórum börnum og andlega fötluðum karlmanni. 11. maí 2018 12:05 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Sjá meira
Stuðningsfulltrúi á fimmtugsaldri sem ákærður er fyrir að nauðgað þremur drengjum og einni stúlku þegar þau voru á aldrinum sjö til fjórtán ára braut aðallega á börnunum á heimili sínu en sömuleiðis á heimili þeirra, í sumarbústað og í bíl. Fórnarlömbin fara samanlagt fram á 13 milljónir króna í miskabætur frá manninum. Stuðningsfulltrúinn starfaði lengi hjá Barnavernd Reykjavíkur en hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan í janúar. Hann var leiddur fyrir dómara í morgun þar sem hann neitaði sök í málinu. Fyrirhugað er að aðalmeðferð í málinu fari fram um mánaðarmótin en þinghald í málinu er lokað. Auk þeirra fjögurra brotaþola í málinu, sem fulltrúinn er ákærður fyrir að hafa brotið á, eru fleiri meint brot mannsins enn til rannsóknar hjá lögreglu. Þá hafði fulltrínn verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn andlega fötluðum fullorðnum manni en fallið var frá þeim lið ákærunnar. Trúað fyrir kennslu og uppeldi Stuðningsfulltrúinn er ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn dreng frá því hann var sjö ára og þar til hann varð 13 ára gamall. Nýtti fulltrúinn yfirburði sína gagnvart drengnum og traust hans og trúnað sem fjölskylduvinur. Honum hafði verið trúað fyrir kennslu og uppeldi drengsins. Er fulltrúinn sakaður um að hafa beit hann ofbeldi og sumpart notfært sér ástand hans með því að hafa brotið á drengnum í rúmi fulltrúans þar sem drengurinn gisti á aldrinum 7-13 ára. Sömuleiðis brotið á honum við 12 til 13 ára aldur í bíl á leið í útilegu, í útilegu og á skrifstofu sinni. Brotaþoli í málinu fer fram á átta milljónir króna í miskabætur vegna málsins. Átti að gæta stúlkunnar Stuðningsfulltrúinn er einnig ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot í tilfellli stúlku sem gisti í rúmi fulltrúans á heimili hans þegar hún var á aldrinum sjö til tíu ára. Tók stuðningsfulltrúinn sér það hlutverk að gæta stúlkunnar fyrir foreldra hennar en hann var fjölskylduvinur. Á hann að hafa notfært sér að hún gat ekki spornað við háttseminni sökum svefndrunga. Brotaþoli í málinu fer fram á 1,5 milljón króna í miskabætur. Brot í sumarbústað Stuðningsfulltrúinn er sömuleiðis ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot á öðrum dreng frá því sá var sex til 12/13 ára gamall. Hafði honum verið trúað fyrir drengnum til kennslu og uppeldis en hann er sakaður um að hafa brotið á piltinum í fjölda skipta á heimili fultrúans, sömuleiðis einu sinni á heimili drengsins og einnig í sumarhúsi. Fer pilturinn fram á þrjár milljónir króna í miskabætur. Þá er fulltrúinn sakaður um nauðgun og kynferðisbrot gegn fjórða drengnum þegar hann var 13 eða 14 ára gamall. Gisti hann í rúmi fulltrúans sem er sakaður um að hafa beitt ólögmætri nauðung, sem fólst í aldurs-, þroska- og aðstöðumun og yfirburðum fulltrúans gagnvart piltinum sem átti traust hans og trúnað. Fer pilturinn fram á 1,5 milljón króna í miskabætur.
Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Stuðningsfulltrúinn neitaði sök Ákærður fyrir brot gegn fjórum börnum og andlega fötluðum karlmanni. 11. maí 2018 12:05 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Sjá meira
Stuðningsfulltrúinn neitaði sök Ákærður fyrir brot gegn fjórum börnum og andlega fötluðum karlmanni. 11. maí 2018 12:05