Tónlist

Föstudagsplaylisti Volruptus

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Bjargmundur Ingi kaus að fara huldu höfði, en sendi þessa dularfullu promo-mynd.
Bjargmundur Ingi kaus að fara huldu höfði, en sendi þessa dularfullu promo-mynd. Aðsend mynd

Föstudagsplaylistann að þessu sinni á raftónlistarmaðurinn Bjargmundur Ingi, einnig þekktur sem Volruptus, en hann á góðu gengi að fagna á meginlandi Evrópu um þessar mundir, þá sérstaklega í Berlín, þar sem hann er búsettur. 

Seint á síðasta ári gaf hann út EP plötuna Hessdalen á трип, útgáfufyrirtæki raftónlistarkonunnar og plötusnúðsins Ninu Kraviz, en hefur einnig gefið út hjá bbbbbb Records, útgáfufyrirtæki teknó-tónlistarmannsins Bjarka, og á sinni eigin útgáfu, Sweaty Records.

Lagalistinn er alfarið íslenskur og hafði Bjargmundur einungis um hann að segja að hann samanstæði af „góðu íslensku stöffi“.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.