Starfsmaður Hvíta hússins gerði grín að dauðvona þingmanni Kjartan Kjartansson skrifar 11. maí 2018 10:40 McCain er orðinn 81 árs gamall. Hann var skorinn upp vegna heilaæxlis í fyrra. Vísir/AFP Aðstoðarmaður á samskiptasviði Hvíta hússins gerði lítið úr andstöðu öldungadeildarþingmanns Repúblikanaflokksins við tilnefningu Donalds Trump Bandaríkjaforseta til forstjóra leyniþjónustunnar CIA vegna þess að hann væri „hvort eð er að deyja“ á lokuðum fundi í gær. John McCain, öldungadeildarþingmaður repúblikana, hefur lýst miklum efasemdum um tilnefningu Ginu Haspel sem næsta forstjóra CIA. Öldungadeildin þarf að staðfesta tilnefningu hennar. Ástæðan fyrir efasemdum McCain um Haspel er sú að hún stýrði leynifangelsi í Taílandi þar sem grunaðir hryðjuverkamenn voru pyntaðir og tók þátt í að eyða sönnunargögnum um pyntingarnar. Þegar Haspel kom fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildarinnar í vikunni gaf hún ekki skýr svör um hvort hún teldi pyntingar eins og þær sem CIA hefur beitt undir yfirskyni „aukinna yfirheyrsluaðferða“ siðlausar. Hún lofaði því þó að endurvekja ekki yfirheyrsluáætlun sambærilega þeirri sem CIA beitti eftir hryðjuverkin 11. september árið 2001. McCain hefur áður reynst Trump og forystu repúblikana erfiður ljár í þúfu. Hann var einn þriggja öldungadeildarþingmanna flokksins sem greiddu atkvæði gegn afnámi sjúkratryggingalaganna Obamacare í fyrra. Á tíðum hefur hann einnig verið gagnrýninn á Trump, meðal annars í væntanlegri bók.Þræta ekki fyrir ummælin Sumum repúblikönum hefur gramist andstaða McCain við tilnefninguna. Á lokuðum fundi í Hvíta húsinu í gær fór Kelly Sadler, sérstakur aðstoðarmaður á samskiptaskrifstofu þess, háðulegum orðum um mótmæli McCain, að því er kemur fram í frétt Washington Post. „Þetta skiptir ekki máli, hann er hvort eð er að deyja,“ sagði Sadler en McCain er nú að jafna sig á uppskurði vegna heilaæxlis. Hvíta húsið þrætti ekki fyrir orð Sadler þegar Washington Post leitaði viðbragða. Talsmaður þess sagði að Hvíta húsið virti þjónustu McCain fyrir þjóð sína og að það bæði fyrir honum og fjölskyldu hans á þessum erfiðu tímum. Cindy McCain, eiginkona þingmannsins, tísti beint til Sadler í gærkvöldi og benti henni á að hann ætti fjölskyldu. „Mætti ég minna þig á að eiginmaður minn á fjölskyldu, sjö börn og fimm barnabörn,“ tísti hún.@kellysadler45 May I remind you my husband has a family, 7 children and 5 grandchildren.— Cindy McCain (@cindymccain) May 10, 2018 Uppnefndur „söngfuglinn“ á Fox Háðsyrði Sadler voru ekki þau einu sem voru látin falla um McCain í vikunni. Þáttastjórnandi á Fox Business baðst afsökunar í gær fyrir að hafa ekki andæft ummælum viðmælanda síns um að pyntingar hefðu „virkað“ á McCain. McCain var tekinn höndum og pyntaður í Víetnamstríðinu eftir að flugvél hans hrapaði. „Þess vegna kalla þeir hann „Söngfuglinn John“,“ sagði Thomas McInersey, fyrrverandi herforingi úr flughernum og stuðningsmaður Trump forseta, á viðskiptarás Fox í gær....WowConversation on Fox about torture: "It worked on John [McCain]. That's why they call him 'Songbird John'" https://t.co/OjCwhv2ZhI pic.twitter.com/WehsgPAqgb— Leanne Naramore (@LeanneNaramore) May 10, 2018 Sú fullyrðing virðist ekki eiga við nein rök að styðjast. Þvert á móti er McCain sagður hafa hafnað því að vera sleppt úr fangabúðunum þar sem hann var pyntaður til að yfirgefa ekki félaga sína sem voru þar í haldi. Charles Payne, stjórnandi þáttarins, baðst afsökunar á Twitter síðar um daginn og sagðist iðrast þess að hafa misst af ummælunum.I regret I did not catch this remark, as it should have been challenged. As a proud military veteran and son of a Vietnam Vet these words neither reflect my or the network's feelings about Senator McCain, or his remarkable service and sacrifice to this country.”Charles V. Payne— Charles V Payne (@cvpayne) May 10, 2018 Trump forseti gerði sjálfur lítið úr McCain í kosningabaráttunni árið 2015. „Hann er stríðshetja vegna þess að hann var tekinn höndum. Mér líkar við fólk sem var ekki tekið höndum,“ sagði Trump sem kom sér sjálfur ítrekað undan herþjónustu á sínum yngri árum. New York Times sagði frá því um helgina að starfslið McCain hefði sagt Hvíta húsinu að McCain vildi að Mike Pence, varaforseti, yrði viðstaddur jarðarför hans frekar en Trump þegar þar að kemur. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Egill Þór er látinn Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Aðstoðarmaður á samskiptasviði Hvíta hússins gerði lítið úr andstöðu öldungadeildarþingmanns Repúblikanaflokksins við tilnefningu Donalds Trump Bandaríkjaforseta til forstjóra leyniþjónustunnar CIA vegna þess að hann væri „hvort eð er að deyja“ á lokuðum fundi í gær. John McCain, öldungadeildarþingmaður repúblikana, hefur lýst miklum efasemdum um tilnefningu Ginu Haspel sem næsta forstjóra CIA. Öldungadeildin þarf að staðfesta tilnefningu hennar. Ástæðan fyrir efasemdum McCain um Haspel er sú að hún stýrði leynifangelsi í Taílandi þar sem grunaðir hryðjuverkamenn voru pyntaðir og tók þátt í að eyða sönnunargögnum um pyntingarnar. Þegar Haspel kom fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildarinnar í vikunni gaf hún ekki skýr svör um hvort hún teldi pyntingar eins og þær sem CIA hefur beitt undir yfirskyni „aukinna yfirheyrsluaðferða“ siðlausar. Hún lofaði því þó að endurvekja ekki yfirheyrsluáætlun sambærilega þeirri sem CIA beitti eftir hryðjuverkin 11. september árið 2001. McCain hefur áður reynst Trump og forystu repúblikana erfiður ljár í þúfu. Hann var einn þriggja öldungadeildarþingmanna flokksins sem greiddu atkvæði gegn afnámi sjúkratryggingalaganna Obamacare í fyrra. Á tíðum hefur hann einnig verið gagnrýninn á Trump, meðal annars í væntanlegri bók.Þræta ekki fyrir ummælin Sumum repúblikönum hefur gramist andstaða McCain við tilnefninguna. Á lokuðum fundi í Hvíta húsinu í gær fór Kelly Sadler, sérstakur aðstoðarmaður á samskiptaskrifstofu þess, háðulegum orðum um mótmæli McCain, að því er kemur fram í frétt Washington Post. „Þetta skiptir ekki máli, hann er hvort eð er að deyja,“ sagði Sadler en McCain er nú að jafna sig á uppskurði vegna heilaæxlis. Hvíta húsið þrætti ekki fyrir orð Sadler þegar Washington Post leitaði viðbragða. Talsmaður þess sagði að Hvíta húsið virti þjónustu McCain fyrir þjóð sína og að það bæði fyrir honum og fjölskyldu hans á þessum erfiðu tímum. Cindy McCain, eiginkona þingmannsins, tísti beint til Sadler í gærkvöldi og benti henni á að hann ætti fjölskyldu. „Mætti ég minna þig á að eiginmaður minn á fjölskyldu, sjö börn og fimm barnabörn,“ tísti hún.@kellysadler45 May I remind you my husband has a family, 7 children and 5 grandchildren.— Cindy McCain (@cindymccain) May 10, 2018 Uppnefndur „söngfuglinn“ á Fox Háðsyrði Sadler voru ekki þau einu sem voru látin falla um McCain í vikunni. Þáttastjórnandi á Fox Business baðst afsökunar í gær fyrir að hafa ekki andæft ummælum viðmælanda síns um að pyntingar hefðu „virkað“ á McCain. McCain var tekinn höndum og pyntaður í Víetnamstríðinu eftir að flugvél hans hrapaði. „Þess vegna kalla þeir hann „Söngfuglinn John“,“ sagði Thomas McInersey, fyrrverandi herforingi úr flughernum og stuðningsmaður Trump forseta, á viðskiptarás Fox í gær....WowConversation on Fox about torture: "It worked on John [McCain]. That's why they call him 'Songbird John'" https://t.co/OjCwhv2ZhI pic.twitter.com/WehsgPAqgb— Leanne Naramore (@LeanneNaramore) May 10, 2018 Sú fullyrðing virðist ekki eiga við nein rök að styðjast. Þvert á móti er McCain sagður hafa hafnað því að vera sleppt úr fangabúðunum þar sem hann var pyntaður til að yfirgefa ekki félaga sína sem voru þar í haldi. Charles Payne, stjórnandi þáttarins, baðst afsökunar á Twitter síðar um daginn og sagðist iðrast þess að hafa misst af ummælunum.I regret I did not catch this remark, as it should have been challenged. As a proud military veteran and son of a Vietnam Vet these words neither reflect my or the network's feelings about Senator McCain, or his remarkable service and sacrifice to this country.”Charles V. Payne— Charles V Payne (@cvpayne) May 10, 2018 Trump forseti gerði sjálfur lítið úr McCain í kosningabaráttunni árið 2015. „Hann er stríðshetja vegna þess að hann var tekinn höndum. Mér líkar við fólk sem var ekki tekið höndum,“ sagði Trump sem kom sér sjálfur ítrekað undan herþjónustu á sínum yngri árum. New York Times sagði frá því um helgina að starfslið McCain hefði sagt Hvíta húsinu að McCain vildi að Mike Pence, varaforseti, yrði viðstaddur jarðarför hans frekar en Trump þegar þar að kemur.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Egill Þór er látinn Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira