Gylfi segir ekki nýtt að Ragnar Þór lýsi vantrausti á sér Heimir Már Pétursson skrifar 11. maí 2018 12:15 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. VÍSIR/VILHELM Forseti Alþýðusambandsins segir ekki nýtt að formaður VR lýsi vantrausti á hann. Miðstjórn ASÍ telji nauðsynlegt að koma upplýsingum á framfæri í aðdraganda kjarasamninga og þings sambandsins til að skapa umræðu um kjarastefnu verkalýðshreyfingarinnar. Það sé undarlegt ef banna eigi umræðu um stefnuna í kjaramálum. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hefur boðað vantrauststillögu á Gylfa Arnbjörnsson forseta Alþýðusambandsins vegna myndbands sem ASÍ hefur birt þar sem farið er yfir árangur kjarasamninga á undanförnum áratugum. Gylfi segir ekki nýtt að Ragnar Þór lýsi vantrausti á hann og gagnrýni Alþýðusambandið og það hafi fleiri gert eins og Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness. Kjarastefnan hafi verið mótuð innan ASÍ og síðan framkvæmd af verkalýðsfélögunum sem geri hina eiginlegu kjarasamninga. „Og það hefur a.m.k. síðan árið 1990 verið samstaða um að það beri að hækka lægstu launin meira en meðallaun. Það hefur skilað sér í árangri verkalýðsfélaganna. En það er auðvitað mjög dapurlegt að á sama tíma hafa stjórnvöld fundið sig knúin til að hækka skatta á þetta sama fólk. Lækkað barnabætur og skert vaxta- og húsnæðisbætur þrátt fyrir verulega aukinn húsnæðiskostnað,“ segir Gylfi. Allir innan verkalýðshreyfingarinnar sé sammála um að því hafi kaupmáttur þessara hópa ekki fengið að vaxa eins og til var ætlast og stefnt var að vegna stjórnvaldsaðgerða. Ragnar Þór hefur áður lýst vantrausti á Gylfa og beðið lægri hlut fyrir honum í framboði til embættis forseta Alþýðusambandsins. Hann boðar formlega vantrauststillögu öðru hvoru megin við helgina. „Nú ætlar hann sem sagt að boða formlega vantrauststillögu. Ég hlakka bara til að sjá í hvaða formi hún er. Ég er kosinn á þingum Alþýðusambandsins. Það er þing Alþýðusambandsins í haust. Þar hafa menn allt tilefni til þess, ef ég fer fram, að taka þá umræðu. Nú ef ég fer fram geta menn aftur boðið sig fram (gegn mér). Hann hefur gert það í tvígang. En Ragnar hefur málfrelsi og tillögurétt í miðstjórn. Hann hefur reyndar kosið að mæta ekki á fundi þar undanfarna mánuði. En hann hefur þennan rétt og ég vil bara fá að sjá hvernig hann ætlar að bera þetta upp. Ég hef ekki hugmynd um það,“ segir Gylfi. Hann segist ekki búinn að ákveða hvort hann bjóði sig fram á ný í forsetaembættið en láti hins vegar hvorki bjóða sér né Alþýðusambandinu upp á að umræða um stefnu sambandsins í kjaramálum verði bönnuð. Hann sé að efna til umræðu í aðildarfélögunum um þær áskoranir sem uppi séu í kjaramálum þannig að hægt sé að móta stefnuna fyrir þing ASÍ í október. „Það er alveg ljóst að Ragnar eða Vilhjálmur Birgisson hafa á undanförnum misserum, mánuðum og jafnvel árum mjög opinskátt gagnrýnt stefnu Alþýðusambandsins. Og það er allt í lagi. Ég hef aldrei sakað þá um að mega ekki gera það. En á móti tel ég hins vegar að Alþýðusambandið hafi fullan rétt til þess að setja fram upplýsingar og umræðu um þá stefnu sem hér hefur verið ríkjandi í næst um þrjátíu ár. Það er síðan okkar þingfulltrúa á endanum, þrjú hundruð talsins, að móta stefnu samtakanna. En ekki með svona yfirgangi og bann tilhneigingum,“ segir Gylfi Arnbjörnsson. Tengdar fréttir Boðar formlegt vantraust á Gylfa vegna auglýsingar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, heitir því að gefa út formlega vantraustyfirlýsingu á hendur Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ, á allra næstu dögum. 11. maí 2018 06:02 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Forseti Alþýðusambandsins segir ekki nýtt að formaður VR lýsi vantrausti á hann. Miðstjórn ASÍ telji nauðsynlegt að koma upplýsingum á framfæri í aðdraganda kjarasamninga og þings sambandsins til að skapa umræðu um kjarastefnu verkalýðshreyfingarinnar. Það sé undarlegt ef banna eigi umræðu um stefnuna í kjaramálum. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hefur boðað vantrauststillögu á Gylfa Arnbjörnsson forseta Alþýðusambandsins vegna myndbands sem ASÍ hefur birt þar sem farið er yfir árangur kjarasamninga á undanförnum áratugum. Gylfi segir ekki nýtt að Ragnar Þór lýsi vantrausti á hann og gagnrýni Alþýðusambandið og það hafi fleiri gert eins og Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness. Kjarastefnan hafi verið mótuð innan ASÍ og síðan framkvæmd af verkalýðsfélögunum sem geri hina eiginlegu kjarasamninga. „Og það hefur a.m.k. síðan árið 1990 verið samstaða um að það beri að hækka lægstu launin meira en meðallaun. Það hefur skilað sér í árangri verkalýðsfélaganna. En það er auðvitað mjög dapurlegt að á sama tíma hafa stjórnvöld fundið sig knúin til að hækka skatta á þetta sama fólk. Lækkað barnabætur og skert vaxta- og húsnæðisbætur þrátt fyrir verulega aukinn húsnæðiskostnað,“ segir Gylfi. Allir innan verkalýðshreyfingarinnar sé sammála um að því hafi kaupmáttur þessara hópa ekki fengið að vaxa eins og til var ætlast og stefnt var að vegna stjórnvaldsaðgerða. Ragnar Þór hefur áður lýst vantrausti á Gylfa og beðið lægri hlut fyrir honum í framboði til embættis forseta Alþýðusambandsins. Hann boðar formlega vantrauststillögu öðru hvoru megin við helgina. „Nú ætlar hann sem sagt að boða formlega vantrauststillögu. Ég hlakka bara til að sjá í hvaða formi hún er. Ég er kosinn á þingum Alþýðusambandsins. Það er þing Alþýðusambandsins í haust. Þar hafa menn allt tilefni til þess, ef ég fer fram, að taka þá umræðu. Nú ef ég fer fram geta menn aftur boðið sig fram (gegn mér). Hann hefur gert það í tvígang. En Ragnar hefur málfrelsi og tillögurétt í miðstjórn. Hann hefur reyndar kosið að mæta ekki á fundi þar undanfarna mánuði. En hann hefur þennan rétt og ég vil bara fá að sjá hvernig hann ætlar að bera þetta upp. Ég hef ekki hugmynd um það,“ segir Gylfi. Hann segist ekki búinn að ákveða hvort hann bjóði sig fram á ný í forsetaembættið en láti hins vegar hvorki bjóða sér né Alþýðusambandinu upp á að umræða um stefnu sambandsins í kjaramálum verði bönnuð. Hann sé að efna til umræðu í aðildarfélögunum um þær áskoranir sem uppi séu í kjaramálum þannig að hægt sé að móta stefnuna fyrir þing ASÍ í október. „Það er alveg ljóst að Ragnar eða Vilhjálmur Birgisson hafa á undanförnum misserum, mánuðum og jafnvel árum mjög opinskátt gagnrýnt stefnu Alþýðusambandsins. Og það er allt í lagi. Ég hef aldrei sakað þá um að mega ekki gera það. En á móti tel ég hins vegar að Alþýðusambandið hafi fullan rétt til þess að setja fram upplýsingar og umræðu um þá stefnu sem hér hefur verið ríkjandi í næst um þrjátíu ár. Það er síðan okkar þingfulltrúa á endanum, þrjú hundruð talsins, að móta stefnu samtakanna. En ekki með svona yfirgangi og bann tilhneigingum,“ segir Gylfi Arnbjörnsson.
Tengdar fréttir Boðar formlegt vantraust á Gylfa vegna auglýsingar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, heitir því að gefa út formlega vantraustyfirlýsingu á hendur Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ, á allra næstu dögum. 11. maí 2018 06:02 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Boðar formlegt vantraust á Gylfa vegna auglýsingar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, heitir því að gefa út formlega vantraustyfirlýsingu á hendur Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ, á allra næstu dögum. 11. maí 2018 06:02