Situr í fangelsi fyrir samkynhneigð en verður næsti forsætisráðherra Malasíu Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 11. maí 2018 10:05 Anwar Ibrahim á sér langa og dramatíska sögu í malasískum stjórnmálum Vísir/EPA Anwar Ibrahim, fyrrverandi vonarstjarna malasískra stjórnmála, er aftur líklegur framtíðarleiðtogi landsins eftir að fréttir bárust af því að hann verði náðaður á næstunni. Hann situr í fangelsi fyrir samkynhneigð en gæti orðið forsætisráðherra innan tveggja ára. Anwar var lærisveinn Mahathirs Mohamad, sem var forsætisráðherra Malasíu í rúma tvo áratugi, frá 1981 til 2003. Anwar gegndi meðal annars stöðu aðstoðarforsætisráðherra og fjármálaráðherra á þeim tíma. Þeim félögum sinnaðist hins vegar árið 1999 og var Anwar settur í fangelsi fyrir samkynhneigð og aðrar sakir sem hann sagði upplognar. Á meðan hann sat í fangelsi sögðust sjónarvottar stundum sjá svarta limmósínu fyrir utan fangelsið. Anwar sást ganga út úr fangelsinu og setjast inn í bílinn þar sem hann dvaldi langtímum saman. Næsta víst þykir að þetta hafi verið bíll Mahathirs forsætiráðherra og hann hafi þarna átt í einhverskonar sáttaviðræðum við sinn fyrrverandi lærisvein. Anwar var látinn laus árið 2004 og lét aftur til sín taka í stjórnmálum, nú sem stjórnarandstæðingur. Það mældist afar illa fyrir meðal ráðamanna í Malasíu. Anwar var í kjölfarið aftur handtekinn fyrir meinta samkynhneigð og dæmdur í fimm ára fangelsi árið 2015. Nú ber svo við að Mahathir er aftur kominn til valda, 92 ára gamall, sem forsætisráðherra Malasíu eftir nýafstaðnar kosningar. Það þykja töluverð tíðindi í Malasíu að Mahathir hafi fyrirgefið Anwar eftir öll þessi ár og muni sjá til þess að konungur landsins náði hann. Enn fremur segist Mahathir stefna að því að Anwar taki við af sér innan tveggja ára. Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Fleiri fréttir Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Sjá meira
Anwar Ibrahim, fyrrverandi vonarstjarna malasískra stjórnmála, er aftur líklegur framtíðarleiðtogi landsins eftir að fréttir bárust af því að hann verði náðaður á næstunni. Hann situr í fangelsi fyrir samkynhneigð en gæti orðið forsætisráðherra innan tveggja ára. Anwar var lærisveinn Mahathirs Mohamad, sem var forsætisráðherra Malasíu í rúma tvo áratugi, frá 1981 til 2003. Anwar gegndi meðal annars stöðu aðstoðarforsætisráðherra og fjármálaráðherra á þeim tíma. Þeim félögum sinnaðist hins vegar árið 1999 og var Anwar settur í fangelsi fyrir samkynhneigð og aðrar sakir sem hann sagði upplognar. Á meðan hann sat í fangelsi sögðust sjónarvottar stundum sjá svarta limmósínu fyrir utan fangelsið. Anwar sást ganga út úr fangelsinu og setjast inn í bílinn þar sem hann dvaldi langtímum saman. Næsta víst þykir að þetta hafi verið bíll Mahathirs forsætiráðherra og hann hafi þarna átt í einhverskonar sáttaviðræðum við sinn fyrrverandi lærisvein. Anwar var látinn laus árið 2004 og lét aftur til sín taka í stjórnmálum, nú sem stjórnarandstæðingur. Það mældist afar illa fyrir meðal ráðamanna í Malasíu. Anwar var í kjölfarið aftur handtekinn fyrir meinta samkynhneigð og dæmdur í fimm ára fangelsi árið 2015. Nú ber svo við að Mahathir er aftur kominn til valda, 92 ára gamall, sem forsætisráðherra Malasíu eftir nýafstaðnar kosningar. Það þykja töluverð tíðindi í Malasíu að Mahathir hafi fyrirgefið Anwar eftir öll þessi ár og muni sjá til þess að konungur landsins náði hann. Enn fremur segist Mahathir stefna að því að Anwar taki við af sér innan tveggja ára.
Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Fleiri fréttir Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Sjá meira