Skattaundanskotin hleyptu lífi í umræður Grétar Þór Sigurðsson skrifar 11. maí 2018 06:00 Sigurður Hannesson og Líf Magneudóttir voru meðal þátttakenda í gær. Vísir Orð forseta borgarstjórnar, Lífar Magneudóttur, um skattalagabrot vegna heimagistingar sem hún lét falla á fundinum Leiðtogaumræður í Reykjavík vöktu athygli í vikunni og sitt sýndist hverjum. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og einn af spyrlum fundarins, sagði ummælin áhugaverð. „Ég held að við séum öll mjög löghlýðin og ég held líka að þeir sem eru að leigja út á Airbnb vilji vera löghlýðnir og ríkisskattstjóri nennir eðlilega ekki að eltast við þetta,“ sagði Líf á fundinum auk þess sem hún sagði að um smápeninga væri að ræða og að það væru stærri fiskar sem skattayfirvöld hefðu við að eltast. „Henni fannst þetta vera eitthvað smámál sem engu máli skiptir,“ segir Sigurður um ummælin og bætir við „Hún var að ranghvolfa í sér augunum þegar aðrir voru að tala.“ Aðspurður um hvort Líf hafi þannig sýnt öðrum á fundinum vanvirðingu segir Sigurður: „Það var allavega upplifun okkar fundarmanna eftir fundinn.“ Líf segist í samtali við Fréttablaðið mögulega hafa brosað út í annað en veit að öðru leyti ekki um hvað Sigurður er að tala, sjálfur hafi hann átt það til að grípa fram í fyrir fundarmönnum. Varðandi ummælin um Airbnb segir Líf þau hafa verið óheppileg. „Ég talaði fjálglega. Málið er að ríkisskatturinn hefur ekki starfsfólk til að elta einstaka ólöglega starfsemi á Airbnb. Þetta eru ótrúlega miklir peningar sem við verðum að fá inn í hagkerfið.“ Sigurður minnist einnig á ummæli Lífar um húsnæðis- og skipulagsmál. „Það var mjög áhugavert að heyra fulltrúa VG segja að umræður um þetta mál væru þreytandi og leiðinlegar. Ég held að fólki þætti það mjög leiðinlegt ef það gæti ekki eignast þak yfir höfuðið,“ segir Sigurður Líf bendir á að hún hafi verið að vísa í umræður um lóðir og úthlutanir þeirra í þessu samhengi. „Mér finnst umræðan festast svo mikið í þessu. Við getum ekki bara tengt hana við einhvern lóðaskort. Það tekur tíma að búa til nútímalega borg. Það er rask og óþægindi sem fylgja því og svo er það búið,“ segir Líf sem vísar þar til þéttingar byggðar sem er að hennar mati einkenni borgarskipulags 21. aldar. Airbnb Birtist í Fréttablaðinu Skattar og tollar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
Orð forseta borgarstjórnar, Lífar Magneudóttur, um skattalagabrot vegna heimagistingar sem hún lét falla á fundinum Leiðtogaumræður í Reykjavík vöktu athygli í vikunni og sitt sýndist hverjum. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og einn af spyrlum fundarins, sagði ummælin áhugaverð. „Ég held að við séum öll mjög löghlýðin og ég held líka að þeir sem eru að leigja út á Airbnb vilji vera löghlýðnir og ríkisskattstjóri nennir eðlilega ekki að eltast við þetta,“ sagði Líf á fundinum auk þess sem hún sagði að um smápeninga væri að ræða og að það væru stærri fiskar sem skattayfirvöld hefðu við að eltast. „Henni fannst þetta vera eitthvað smámál sem engu máli skiptir,“ segir Sigurður um ummælin og bætir við „Hún var að ranghvolfa í sér augunum þegar aðrir voru að tala.“ Aðspurður um hvort Líf hafi þannig sýnt öðrum á fundinum vanvirðingu segir Sigurður: „Það var allavega upplifun okkar fundarmanna eftir fundinn.“ Líf segist í samtali við Fréttablaðið mögulega hafa brosað út í annað en veit að öðru leyti ekki um hvað Sigurður er að tala, sjálfur hafi hann átt það til að grípa fram í fyrir fundarmönnum. Varðandi ummælin um Airbnb segir Líf þau hafa verið óheppileg. „Ég talaði fjálglega. Málið er að ríkisskatturinn hefur ekki starfsfólk til að elta einstaka ólöglega starfsemi á Airbnb. Þetta eru ótrúlega miklir peningar sem við verðum að fá inn í hagkerfið.“ Sigurður minnist einnig á ummæli Lífar um húsnæðis- og skipulagsmál. „Það var mjög áhugavert að heyra fulltrúa VG segja að umræður um þetta mál væru þreytandi og leiðinlegar. Ég held að fólki þætti það mjög leiðinlegt ef það gæti ekki eignast þak yfir höfuðið,“ segir Sigurður Líf bendir á að hún hafi verið að vísa í umræður um lóðir og úthlutanir þeirra í þessu samhengi. „Mér finnst umræðan festast svo mikið í þessu. Við getum ekki bara tengt hana við einhvern lóðaskort. Það tekur tíma að búa til nútímalega borg. Það er rask og óþægindi sem fylgja því og svo er það búið,“ segir Líf sem vísar þar til þéttingar byggðar sem er að hennar mati einkenni borgarskipulags 21. aldar.
Airbnb Birtist í Fréttablaðinu Skattar og tollar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira