Báru sértrúarsöfnuðinn saman við Vísindakirkjuna til að réttlæta meinta kynlífsþrælkun Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. desember 2018 23:30 Mack var leidd fyrir dómara í málinu í júní síðastliðnum. Getty/Drew Angerer Lögmenn bandarísku leikkonunnar Allison Mack, sem þekktust er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Smallville, freistuðu þess fyrir helgi að fá tvo ákæruliði fellda niður í máli sem höfðað var á hendur henni. Mack er ákærð fyrir aðild sína að mansali og kynlífsþrælkun innan „sjálfshjálparhópsins“ NXIVM. Hópurinn er sagður bera öll einkenni sértrúarsafnaðar en lögmennirnir byggðu kröfur sínar á dómi sem féll í máli gegn Vísindakirkjunni, öðrum bandarískum sértrúarsöfnuði.Sjá einnig: Meintur þrælahaldari og leiðtogi sértrúarsafnaðar handtekinn Leiðtogi NXVIM, Keith Raniere, var handtekinn í mars síðastliðnum. Mack, sem talin er hafa verið næstráðandi innan hópsins, var handtekin í apríl og ákærð fyrir aðild sína skömmu síðar. Henni er m.a. gefið að sök að hafa aðstoðað Raniere við að lokka konur til liðs við söfnuðinn, undir því yfirskyni að þær væru að ganga í sjálfshjálpar- og mannúðarsamtök. Í ákærum á hendur Raniere segir hins vegar að hann hafi hneppt konurnar í kynlífsþrælkun og brennimerkt þær með upphafsstöfum sínum. Höfuðstöðvar NXVIM voru í Albany í New York-ríki í Bandaríkjunum.Keith Raniere var í felum í Mexíkó þangað til hann var handtekinn í mars.SkjáskotFlokkaðist ekki sem þrælahald í tilfelli Vísindakirkjunnar Mack hefur lýst sig saklausa í málinu en hún er m.a. ákærð fyrir mansal og aðild að þrælahaldi. Í gögnum sem lögmenn Mack lögðu fyrir alríkisdóm í New York á föstudag færa þeir rök fyrir því að fella eigi niður þá ákæruliði sem lúta að mansali og þrælahaldi. Vísa lögmennirnir til að mynda í mál sem fyrrverandi meðlimir Vísindakirkjunnar höfðuðu gegn söfnuðinum árið 2012 máli sínu til stuðnings. Saksóknarar halda því fram að Mack hafi þvingað konur í NXIVM til að senda stjórnendum hópsins nektarmyndir af sér auk annarra viðkvæmra upplýsinga. Hún hafi svo hótað því að birta myndirnar ef konurnar færu ekki eftir reglum hópsins í einu og öllu, og þannig haldið þeim nauðugum í nokkurs konar þrælkunarbúðum. Lögmenn Mack vilja hins vegar meina að slík kúgun væri vissulega „vandræðaleg“ fyrir konurnar en hafi ekki valdið þeim „alvarlegum skaða“, enda hafi dómstóll komist að þeirri niðurstöðu að sambærileg vinnubrögð innan herbúða Vísindakirkjunnar flokkist ekki sem þrælahald. Þá báru lögmennirnir því einnig fyrir sig að Mack hefði ekki þegið greiðslur fyrir að kynna konurnar fyrir Raniere og því ætti að fella niður ákæru um mansal á hendur henni. Fyrst var greint frá málinu í New York Times í október í fyrra. Þar sagði hópur kvenna frá framferði Raniere og varð það til þess að lögregluyfirvöld hófu formlega rannsókn á málinu. Raniere hefur þó neitað að hafa brotið af sér og segir að allar gjörðir hans hafi notið samþykkis annarra meðlima NXIVM. Bandaríkin Mexíkó Trúmál Tengdar fréttir Meintur þrælahaldari og leiðtogi sértrúarsafnaðar handtekinn Bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið Keith Raniere, alræmdan leiðtoga "sjálfshjálparhóps“ þar í landi, sem talinn er hafa stundað mansal og hneppt konur í kynlífsþrælkun í stórum stíl. 27. mars 2018 08:39 Smallville-stjarna ákærð fyrir aðild að kynlífsþrælkun Leikkonan Allison Mack, sem er þekkt fyrir hlutverk sitt sem Chloe Sullivan í þáttunum Smallville, hefur verið ákærð fyrir aðild sína að mansali og kynlífsþrælkun sem átti sér stað innan "sjálfshjálparhópsins“ Nxivm. 21. apríl 2018 12:18 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Lögmenn bandarísku leikkonunnar Allison Mack, sem þekktust er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Smallville, freistuðu þess fyrir helgi að fá tvo ákæruliði fellda niður í máli sem höfðað var á hendur henni. Mack er ákærð fyrir aðild sína að mansali og kynlífsþrælkun innan „sjálfshjálparhópsins“ NXIVM. Hópurinn er sagður bera öll einkenni sértrúarsafnaðar en lögmennirnir byggðu kröfur sínar á dómi sem féll í máli gegn Vísindakirkjunni, öðrum bandarískum sértrúarsöfnuði.Sjá einnig: Meintur þrælahaldari og leiðtogi sértrúarsafnaðar handtekinn Leiðtogi NXVIM, Keith Raniere, var handtekinn í mars síðastliðnum. Mack, sem talin er hafa verið næstráðandi innan hópsins, var handtekin í apríl og ákærð fyrir aðild sína skömmu síðar. Henni er m.a. gefið að sök að hafa aðstoðað Raniere við að lokka konur til liðs við söfnuðinn, undir því yfirskyni að þær væru að ganga í sjálfshjálpar- og mannúðarsamtök. Í ákærum á hendur Raniere segir hins vegar að hann hafi hneppt konurnar í kynlífsþrælkun og brennimerkt þær með upphafsstöfum sínum. Höfuðstöðvar NXVIM voru í Albany í New York-ríki í Bandaríkjunum.Keith Raniere var í felum í Mexíkó þangað til hann var handtekinn í mars.SkjáskotFlokkaðist ekki sem þrælahald í tilfelli Vísindakirkjunnar Mack hefur lýst sig saklausa í málinu en hún er m.a. ákærð fyrir mansal og aðild að þrælahaldi. Í gögnum sem lögmenn Mack lögðu fyrir alríkisdóm í New York á föstudag færa þeir rök fyrir því að fella eigi niður þá ákæruliði sem lúta að mansali og þrælahaldi. Vísa lögmennirnir til að mynda í mál sem fyrrverandi meðlimir Vísindakirkjunnar höfðuðu gegn söfnuðinum árið 2012 máli sínu til stuðnings. Saksóknarar halda því fram að Mack hafi þvingað konur í NXIVM til að senda stjórnendum hópsins nektarmyndir af sér auk annarra viðkvæmra upplýsinga. Hún hafi svo hótað því að birta myndirnar ef konurnar færu ekki eftir reglum hópsins í einu og öllu, og þannig haldið þeim nauðugum í nokkurs konar þrælkunarbúðum. Lögmenn Mack vilja hins vegar meina að slík kúgun væri vissulega „vandræðaleg“ fyrir konurnar en hafi ekki valdið þeim „alvarlegum skaða“, enda hafi dómstóll komist að þeirri niðurstöðu að sambærileg vinnubrögð innan herbúða Vísindakirkjunnar flokkist ekki sem þrælahald. Þá báru lögmennirnir því einnig fyrir sig að Mack hefði ekki þegið greiðslur fyrir að kynna konurnar fyrir Raniere og því ætti að fella niður ákæru um mansal á hendur henni. Fyrst var greint frá málinu í New York Times í október í fyrra. Þar sagði hópur kvenna frá framferði Raniere og varð það til þess að lögregluyfirvöld hófu formlega rannsókn á málinu. Raniere hefur þó neitað að hafa brotið af sér og segir að allar gjörðir hans hafi notið samþykkis annarra meðlima NXIVM.
Bandaríkin Mexíkó Trúmál Tengdar fréttir Meintur þrælahaldari og leiðtogi sértrúarsafnaðar handtekinn Bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið Keith Raniere, alræmdan leiðtoga "sjálfshjálparhóps“ þar í landi, sem talinn er hafa stundað mansal og hneppt konur í kynlífsþrælkun í stórum stíl. 27. mars 2018 08:39 Smallville-stjarna ákærð fyrir aðild að kynlífsþrælkun Leikkonan Allison Mack, sem er þekkt fyrir hlutverk sitt sem Chloe Sullivan í þáttunum Smallville, hefur verið ákærð fyrir aðild sína að mansali og kynlífsþrælkun sem átti sér stað innan "sjálfshjálparhópsins“ Nxivm. 21. apríl 2018 12:18 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Meintur þrælahaldari og leiðtogi sértrúarsafnaðar handtekinn Bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið Keith Raniere, alræmdan leiðtoga "sjálfshjálparhóps“ þar í landi, sem talinn er hafa stundað mansal og hneppt konur í kynlífsþrælkun í stórum stíl. 27. mars 2018 08:39
Smallville-stjarna ákærð fyrir aðild að kynlífsþrælkun Leikkonan Allison Mack, sem er þekkt fyrir hlutverk sitt sem Chloe Sullivan í þáttunum Smallville, hefur verið ákærð fyrir aðild sína að mansali og kynlífsþrælkun sem átti sér stað innan "sjálfshjálparhópsins“ Nxivm. 21. apríl 2018 12:18