Landsliðsævintýri Maradona hófst á þessum degi fyrir 41 ári síðan eða 27. febrúar 1977. Mardadona var þá aðeins sextán ára gamall og lék sinn fyrsta A-landsleik á móti Ungverjalandi.
ON THIS DAY: In 1977, a 16-year-old Diego Maradona made his debut for Argentina.
He turned out to be quite good. pic.twitter.com/8FhwBDQXa9
— Squawka Football (@Squawka) February 27, 2018
Maradona fór hinsvegar með á HM á Spáni 1982 þar sem hann var ítrekað sparkaður niður þar til að hann missti stjórn á sér og fékk rauða spjaldið í tapi á móti Brasilíu. Það var 23 sinnum brotið á Maradona í leik Argentínu og verðandi heimsmeisturum Ítala.
Hápunktur landsliðsferils hans var hinsvegar á HM í Mexíkó 1986 þegar hann öðrum fremur sá til þess að Argentínumenn fóru alla leið og unnu heimsmeistaratitilinn.
Það hefur oft verið talað um að tveir leikmenn hafi unnið heimsmeistaratitil í knattspyrnu karla nánast upp á eigin spýtur en það eru Brasilíumaðurinn Garrincha á HM í Síle 1962 og svo Maradona í Mexíkó 1986.
Maradona var með 5 mörk og 5 stoðsendingar í heimsmeistarakeppnini 1986 þar af bæðin mörkin á móti Englandi í átta liða úrslitunum (þar af mark með hendi guðs og besta mark aldarinnar) og bæði mörkin á móti Belgíu í undanúrslitunum. Mardona lagði síðan upp sigurmark Jorge Burruchaga í úrslitaleiknum.
#OTD in 1977, Diego Maradona made his international debut @Argentina after coming in the 65th minute for Leopoldo Luque in a friendly against Hungary. He was only 16 years old then. He went on to have a decent career for both club & country. pic.twitter.com/L5v9fDNoL3
— Sivan John (@SivanJohn_) February 27, 2018
Maradona lék sinn síðasta leik á HM í Bandaríkjunum 1994 en hann féll þar á lyfjaprófi og var dæmdur í bann. Síðasti leikurinn var 2-1 sigurleikur á Nígeríu en síðasta landsliðsmarkið kom í 4-0 sigri á Grikklandi í leiknum á undan.
Certainly a player we'd want in our #FIFA18 Ultimate Team. Diego Maradona was one of the most gifted footballers of all-time - a fearsome dribbler who could make any defender look lost. Can you guess his overall stats between 1982, 1986, and 1989? #FUT18pic.twitter.com/AcRpMioLgW
— SK Entertainment (@SterEnt) January 28, 2018
Hann var í byrjunarliði Argentínu í 21 leik í röð á fjórum heimsmeistarakeppnum í röð frá 1982 til 1994. Hann var með 8 mörk og 8 stoðsendingar í þessum leikjum. Enginn hefur borið fyrirliðabandið oftar í úrslitakeppni HM en það gerði Maradona alls sextán sinnum.
