Háþróað og ómannað loftfar í gagnið í sumar Sveinn Arnarsson skrifar 27. febrúar 2018 08:00 Dróninn er lítill og því getur hann safnað upplýsingum án þess að nokkur á jörðu niðri verði hans var. Landhelgisgæslan Landhelgisgæslan hefur í hyggju að taka í notkun ómannað loftfar til löggæslustarfa í sumar. Loftfarið, eða dróninn, hefur um tíu klukkustunda flugþol og er búinn hitamyndavélum og ratsjárbúnaði. Stefnt er að samvinnu lögreglu og Landhelgisgæslu með notkun búnaðarins. Dróninn er allt að 150 kíló að þyngd og sérstaklega útbúinn fyrir eftirlit á sjó. Þeir drónar sem koma til greina geta verið á flugi nánast allan daginn og er stjórnað af starfsmönnum Gæslunnar á jörðu niðri. Það er EMSA, siglinga- og öryggisstofnun Evrópu, sem á loftfarið og mun lána Landhelgisgæslunni búnaðinn í tvo mánuði í sumar ef allt gengur eftir. „Dróninn er í þeirra eigu og því fellur nánast allur kostnaður á stofnunina. Aðildarríkin geta fengið hann til afnota til að starfa á sínum svæðum og því erum við að undirbúa að fá slíkt tæki í tilraunaverkefni í sumar til löggæslustarfa,“ segir Auðunn Kristinsson, verkefnastjóri aðgerðasviðs Gæslunnar. Vindur og ísing eru helstu þættir sem trufla flug slíkra loftfara og því er þetta tilraunaverkefni til að sjá hvort hægt sé að stjórna tækinu við íslenskar aðstæður. Dróninn er stærri en þeir drónar sem við sjáum dagsdaglega. Vænghaf hans er um sex metrar og þarf hann flugbraut til að lenda líkt og flugvélar. „Við erum að skoða Hornafjörð og Snæfellsnes. Við þurfum flugvöll þar sem er tiltölulega lítil umferð,“ bætir Auðunn við. Markmiðið með þessu er að efla gæslu á sjó í sumar og einnig verða gerðar tilraunir með búnaðinn á landi í samstarfi við lögreglu. Með þessum búnaði gæti samstarf Landhelgisgæslunnar og lögreglu aukist. Búnaðurinn er háþróaður og getur nýst við hin ýmsu eftirlitsstörf. Embættin hafa unnið saman að umferðareftirliti á sumrin með þyrlum og einnig flogið á slóðir rjúpnaveiðimanna og kannað stöðu veiðimanna. Birtist í Fréttablaðinu Hornafjörður Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Landhelgisgæslan hefur í hyggju að taka í notkun ómannað loftfar til löggæslustarfa í sumar. Loftfarið, eða dróninn, hefur um tíu klukkustunda flugþol og er búinn hitamyndavélum og ratsjárbúnaði. Stefnt er að samvinnu lögreglu og Landhelgisgæslu með notkun búnaðarins. Dróninn er allt að 150 kíló að þyngd og sérstaklega útbúinn fyrir eftirlit á sjó. Þeir drónar sem koma til greina geta verið á flugi nánast allan daginn og er stjórnað af starfsmönnum Gæslunnar á jörðu niðri. Það er EMSA, siglinga- og öryggisstofnun Evrópu, sem á loftfarið og mun lána Landhelgisgæslunni búnaðinn í tvo mánuði í sumar ef allt gengur eftir. „Dróninn er í þeirra eigu og því fellur nánast allur kostnaður á stofnunina. Aðildarríkin geta fengið hann til afnota til að starfa á sínum svæðum og því erum við að undirbúa að fá slíkt tæki í tilraunaverkefni í sumar til löggæslustarfa,“ segir Auðunn Kristinsson, verkefnastjóri aðgerðasviðs Gæslunnar. Vindur og ísing eru helstu þættir sem trufla flug slíkra loftfara og því er þetta tilraunaverkefni til að sjá hvort hægt sé að stjórna tækinu við íslenskar aðstæður. Dróninn er stærri en þeir drónar sem við sjáum dagsdaglega. Vænghaf hans er um sex metrar og þarf hann flugbraut til að lenda líkt og flugvélar. „Við erum að skoða Hornafjörð og Snæfellsnes. Við þurfum flugvöll þar sem er tiltölulega lítil umferð,“ bætir Auðunn við. Markmiðið með þessu er að efla gæslu á sjó í sumar og einnig verða gerðar tilraunir með búnaðinn á landi í samstarfi við lögreglu. Með þessum búnaði gæti samstarf Landhelgisgæslunnar og lögreglu aukist. Búnaðurinn er háþróaður og getur nýst við hin ýmsu eftirlitsstörf. Embættin hafa unnið saman að umferðareftirliti á sumrin með þyrlum og einnig flogið á slóðir rjúpnaveiðimanna og kannað stöðu veiðimanna.
Birtist í Fréttablaðinu Hornafjörður Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira