Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa í fyrsta skipti gert konum kleift að sækja um að þjóna í hernum þar í landi. Hafa konur nú frest þangað til á fimmtudag til að sækja um. Þær verða þó ekki sendar til að berjast erlendis heldur munu þær sinna öryggisgæslu í Riyadh, Mekka, alQassim og Medínu.
Ákvörðunin kemur í kjölfar ýmissa breytinga Salmans konungs á stöðu kvenna þar í landi. Á síðasta ári var tilkynnt um að frá og með júní næstkomandi megi konur keyra bíla og þá var tilkynnt um það í síðasta mánuði að konur fái að mæta og horfa á knattspyrnuleiki.
Hins vegar hefur reglum um að konur þurfi að hafa karlkyns fylgdarmann ekki verið breytt þrátt fyrir að það sé stefna stjórnvalda. Reglurnar kveða á um að fullorðnar konur þurfi að fá leyfi karlmanns til að ferðast, giftast og jafnvel vinna eða sækja læknisþjónustu.
Mega þær heldur ekki tala við sér óskylda karlmenn. Til að sækja um í herinn þarf að uppfylla tólf skilyrði. Meðal annars þarf kona að vera ríkisborgari í SádiArabíu, vera á milli 25 og 35 ára, vera útskrifuð úr framhaldsskóla og eiga, ásamt karlkyns fylgdarmanni, lögheimili í því héraði þar sem konan vill gegna herþjónustu.
Konur í Sádi-Arabíu fá að þjóna í hernum

Tengdar fréttir

Konur fagna afléttingu akstursbanns
Gleði ríkti á meðal sádiarabískra kvenna í gær eftir að konungur leyfði þeim að keyra. Sádi-Arabía er síðasta ríkið til að heimila konum að aka bifreið. Baráttan fyrir akstursréttindum hefur verið löng.

Konur í Sádi-Arabíu fá loks að keyra bíl
Sádí-Arabía er eina landið í heiminum þar sem konum er bannað að keyra bíl og hafa ýmis mannréttindasamtök mótmælt banninu í gegnum tíðina.

Konur í Sádí Arabíu fengu að fara á fótboltaleik
Sögulegur atburður átti sér stað í Sádí Arabíu í gær þegar konum var í fyrsta skipti hleypt inn á fótboltavöll.