Mikilvægt að tala um það sem reynir á sálina Guðný Hrönn skrifar 27. febrúar 2018 07:18 Björn Gunnar Rafnsson segir mikilvægt að fólk sem glímir við frjósemisvanda geti talað við aðra í sömu sporum. VÍSIR/ERNIR Ígærkvöldi hélt félagið Tilvera kaffihúsafund ætlaðan körlum sem eru eða hafa verið að glíma við ófrjósemi eða eiga maka með frjósemisvandamál. Þetta var í fyrsta sinn sem slíkur fundur er haldinn einungis fyrir karlmenn. Björn Gunnar Rafnsson, einn meðlima í stjórn Tilveru, segir frjósemisvandamál karla hafa lengi verið feimnismál og ekki verið áberandi í umræðunni. Hann segir því mikilvægt að félagið búi til vettvang fyrir karla til að ræða þessi mál sín á milli. Björn hefur verið í samtökunum Tilveru síðan í haust en hann hefur glímt við frjósemisvanda frá því árið 2006. Beðinn um að segja frá sínum bakgrunni og ástæðuna fyrir því að hann er í Tilveru segir hann: „Árið 2006, þegar ég bjó í Bretlandi, fór ég í „tékk“ þegar ég og þáverandi konan mín höfðum reynt að eignast barn í tvö ár en ekkert gekk. Læknirinn tilkynnti mér að það væri engin sæðisframleiðsla. Ég hélt í nokkrar vikur að það væri engin framleiðsla og það væri ekkert hægt að gera,“ segir Björn. „En í ljós kom, þegar ég hitti sérfræðing, að læknirinn hafði lesið vitlaust af blaðinu. Sérfræðingurinn leiðrétti þetta og sagði mér að um litla framleiðslu væri að ræða og að ég gæti farið í tæknismásjárfrjóvgun. Við fórum svo árið 2008 í meðferð á Íslandi. Við urðum ólétt en misstum fóstrið eftir 10 vikur. Álagið á sambandið var þá orðið það mikið að við skildum út frá þessu,“ útskýrir Björn sem á í dag eins árs stelpu með núverandi eiginkonu sinni, Sólbjörtu Ósk Jensdóttur. Dóttir okkar kom í heiminn í gegnum smásjárfrjóvgun. Við fórum í meðferð hjá Art Medica, sem heitir Livio Reykjavík í dag. Þar fékk ég hormónalyf sem ég tók í heilt ár sem auka sæðisframleiðsluna,“ segir Björn sem bendir á að það séu til lausnir fyrir þá menn sem eru með litla sæðisframleiðslu Hefur talað opinskátt í 12 ár Björn segir ófrjósemi reyna mikið á sálina og þá sé gott að geta rætt hlutina við fólk í sömu sporum. „Við í Tilveru erum núna að reyna að gefa karlmönnum tækifæri til að tala meira. Þetta er bara eitthvað sem er ekki rætt,“ útskýrir Björn sem hefur talað opinskátt um hlutina í 12 ár. „Ég hef sagt öllum sem vilja heyra frá minni reynslu og aldrei hef ég heyrt karlmann segja mér á móti að hann sé með sæðisframleiðslu undir meðallagi. Þetta er svo rosalega mikið feimnismál.“ Björn er vongóður um að karlakaffihúsahittingar Tilveru muni vekja lukku. „Þessir fundir eru ætlaðir fyrir karla sem vilja spjalla og mögulega segja frá sinni reynslu og heyra frá öðrum.“ Spurður út í hvort einhver ákveðin mál verði tekin fyrir á fundunum svarar Björn neitandi. „Nei, þetta verður bara spjall. En þar sem þetta eru bara karlmenn þá held ég það verði að stýra þessu svolítið, svo þetta breytist ekki bara í eitthvert fótboltatal,“ segir hann og hlær. Frjósemi Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Sjá meira
Ígærkvöldi hélt félagið Tilvera kaffihúsafund ætlaðan körlum sem eru eða hafa verið að glíma við ófrjósemi eða eiga maka með frjósemisvandamál. Þetta var í fyrsta sinn sem slíkur fundur er haldinn einungis fyrir karlmenn. Björn Gunnar Rafnsson, einn meðlima í stjórn Tilveru, segir frjósemisvandamál karla hafa lengi verið feimnismál og ekki verið áberandi í umræðunni. Hann segir því mikilvægt að félagið búi til vettvang fyrir karla til að ræða þessi mál sín á milli. Björn hefur verið í samtökunum Tilveru síðan í haust en hann hefur glímt við frjósemisvanda frá því árið 2006. Beðinn um að segja frá sínum bakgrunni og ástæðuna fyrir því að hann er í Tilveru segir hann: „Árið 2006, þegar ég bjó í Bretlandi, fór ég í „tékk“ þegar ég og þáverandi konan mín höfðum reynt að eignast barn í tvö ár en ekkert gekk. Læknirinn tilkynnti mér að það væri engin sæðisframleiðsla. Ég hélt í nokkrar vikur að það væri engin framleiðsla og það væri ekkert hægt að gera,“ segir Björn. „En í ljós kom, þegar ég hitti sérfræðing, að læknirinn hafði lesið vitlaust af blaðinu. Sérfræðingurinn leiðrétti þetta og sagði mér að um litla framleiðslu væri að ræða og að ég gæti farið í tæknismásjárfrjóvgun. Við fórum svo árið 2008 í meðferð á Íslandi. Við urðum ólétt en misstum fóstrið eftir 10 vikur. Álagið á sambandið var þá orðið það mikið að við skildum út frá þessu,“ útskýrir Björn sem á í dag eins árs stelpu með núverandi eiginkonu sinni, Sólbjörtu Ósk Jensdóttur. Dóttir okkar kom í heiminn í gegnum smásjárfrjóvgun. Við fórum í meðferð hjá Art Medica, sem heitir Livio Reykjavík í dag. Þar fékk ég hormónalyf sem ég tók í heilt ár sem auka sæðisframleiðsluna,“ segir Björn sem bendir á að það séu til lausnir fyrir þá menn sem eru með litla sæðisframleiðslu Hefur talað opinskátt í 12 ár Björn segir ófrjósemi reyna mikið á sálina og þá sé gott að geta rætt hlutina við fólk í sömu sporum. „Við í Tilveru erum núna að reyna að gefa karlmönnum tækifæri til að tala meira. Þetta er bara eitthvað sem er ekki rætt,“ útskýrir Björn sem hefur talað opinskátt um hlutina í 12 ár. „Ég hef sagt öllum sem vilja heyra frá minni reynslu og aldrei hef ég heyrt karlmann segja mér á móti að hann sé með sæðisframleiðslu undir meðallagi. Þetta er svo rosalega mikið feimnismál.“ Björn er vongóður um að karlakaffihúsahittingar Tilveru muni vekja lukku. „Þessir fundir eru ætlaðir fyrir karla sem vilja spjalla og mögulega segja frá sinni reynslu og heyra frá öðrum.“ Spurður út í hvort einhver ákveðin mál verði tekin fyrir á fundunum svarar Björn neitandi. „Nei, þetta verður bara spjall. En þar sem þetta eru bara karlmenn þá held ég það verði að stýra þessu svolítið, svo þetta breytist ekki bara í eitthvert fótboltatal,“ segir hann og hlær.
Frjósemi Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Sjá meira