Togstreita hamlar hagkvæmni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. febrúar 2018 07:11 Skýrsla ríkisendurskoðunar er svört en þar segir að fjármunir í heilbrigðiskerfinu nýtist illa sökum togstreitu stofnana VÍSIR/VILHELM Togstreitu gætir milli lykilstofnana í heilbrigðiskerfinu og má rekja hana til óljósrar stefnu stjórnvalda um skipulag heilbrigðiskerfisins. Afleiðingin er sú að fjármunir nýtast illa og hamlar það því að samningar, kaup og greiðsluþátttaka vegna heilbrigðisþjónustu séu þjóðhagslega hagkvæm. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar um Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) sem kaupanda heilbrigðisþjónustu. SÍ var komið á fót með lögum árið 2008 en hlutverk þeirra er að hafa umsjón með verkþáttum sem varða samninga um kaup á heilbrigðisþjónustu og greiðslu endurgjalds fyrir hana. Heildstæð stefna um heilbrigðisþjónustu hefur síðan þá ekki legið fyrir. Sömu sögu er að segja af langtímastefnu fyrir stofnunina. Afleiðingin er sú að samningar SÍ hafa verið stefnumótandi fyrir þróun og gerð kerfisins.Sjá einnig: Samningar Sjúkratrygginga hafa ekki tryggt markviss kaup ríkisins Meðal þess sem vakin er athygli á í skýrslunni er að útgjöld SÍ til sérgreinalækna jukust um tæp 50 prósent að teknu tilliti til verðlagsþróunar, fóru úr 6,1 milljarði í 9,8 milljarða, milli 2012 og 2016. Þá er þess einnig getið að samstarf um gæðaeftirlit milli Embættis landlæknis og SÍ hafi ekki verið fyrir hendi frá stofnun SÍ. Stærsta ástæðan er „ósamstaða stofnananna“. Sem dæmi um þetta er nefnt í skýrslunni að SÍ hafi haldið áfram greiðslum til meðferðarþjónustu í Krýsuvík til dagsins í dag þrátt fyrir alvarlegar athugasemdir Landlæknis við fyrirkomulag þjónustunnar frá árinu 2016. Þá er þess einnig getið að SÍ hafi árið 2016 komist að þeirri niðurstöðu að ákveðnir þjónustuþættir Reykjalundar væru allt að tvöfalt dýrari en þjónusta annars staðar. Þrátt fyrir það var þeim viðskiptum haldið áfram. Þessar niðurstöður koma mér í sjálfu sér ekkert á óvart,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG, læknir og varaformaður velferðarnefndar Alþingis. „Við sem samfélag höfum ekki verið nægilega dugleg að búa til heilbrigðisáætlanir og fylgja þeim eftir. Í því endurspeglast þessi vandi sem er að koma upp.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra gat ekki veitt svör um málið í gær. Svar aðstoðarmanns hennar var á þann veg að það yrði gert síðar í vikunni. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Samningar Sjúkratrygginga hafa ekki tryggt markviss kaup ríkisins Þetta kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar. 26. febrúar 2018 14:24 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira
Togstreitu gætir milli lykilstofnana í heilbrigðiskerfinu og má rekja hana til óljósrar stefnu stjórnvalda um skipulag heilbrigðiskerfisins. Afleiðingin er sú að fjármunir nýtast illa og hamlar það því að samningar, kaup og greiðsluþátttaka vegna heilbrigðisþjónustu séu þjóðhagslega hagkvæm. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar um Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) sem kaupanda heilbrigðisþjónustu. SÍ var komið á fót með lögum árið 2008 en hlutverk þeirra er að hafa umsjón með verkþáttum sem varða samninga um kaup á heilbrigðisþjónustu og greiðslu endurgjalds fyrir hana. Heildstæð stefna um heilbrigðisþjónustu hefur síðan þá ekki legið fyrir. Sömu sögu er að segja af langtímastefnu fyrir stofnunina. Afleiðingin er sú að samningar SÍ hafa verið stefnumótandi fyrir þróun og gerð kerfisins.Sjá einnig: Samningar Sjúkratrygginga hafa ekki tryggt markviss kaup ríkisins Meðal þess sem vakin er athygli á í skýrslunni er að útgjöld SÍ til sérgreinalækna jukust um tæp 50 prósent að teknu tilliti til verðlagsþróunar, fóru úr 6,1 milljarði í 9,8 milljarða, milli 2012 og 2016. Þá er þess einnig getið að samstarf um gæðaeftirlit milli Embættis landlæknis og SÍ hafi ekki verið fyrir hendi frá stofnun SÍ. Stærsta ástæðan er „ósamstaða stofnananna“. Sem dæmi um þetta er nefnt í skýrslunni að SÍ hafi haldið áfram greiðslum til meðferðarþjónustu í Krýsuvík til dagsins í dag þrátt fyrir alvarlegar athugasemdir Landlæknis við fyrirkomulag þjónustunnar frá árinu 2016. Þá er þess einnig getið að SÍ hafi árið 2016 komist að þeirri niðurstöðu að ákveðnir þjónustuþættir Reykjalundar væru allt að tvöfalt dýrari en þjónusta annars staðar. Þrátt fyrir það var þeim viðskiptum haldið áfram. Þessar niðurstöður koma mér í sjálfu sér ekkert á óvart,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG, læknir og varaformaður velferðarnefndar Alþingis. „Við sem samfélag höfum ekki verið nægilega dugleg að búa til heilbrigðisáætlanir og fylgja þeim eftir. Í því endurspeglast þessi vandi sem er að koma upp.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra gat ekki veitt svör um málið í gær. Svar aðstoðarmanns hennar var á þann veg að það yrði gert síðar í vikunni.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Samningar Sjúkratrygginga hafa ekki tryggt markviss kaup ríkisins Þetta kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar. 26. febrúar 2018 14:24 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira
Samningar Sjúkratrygginga hafa ekki tryggt markviss kaup ríkisins Þetta kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar. 26. febrúar 2018 14:24