Öryggisvörðurinn ver aðgerðir sínar í skotárásinni Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. febrúar 2018 05:47 Scot Peterson sagði upp störfum eftir að hann var sendur í launalaust leyfi. BBC Vopnaði öryggisvörðurinn hefur stigið fram og með aðstoð lögmanns síns varið aðgerðir sínar í tengslum við skotárásina í Marjory Stoneman Douglas framhaldsskólanum í Flórída. Scot Peterson stóð fyrir utan skólann þegar byssumaðurinn Nikolas Cruz réðst til atlögu og myrti 17 samnemendur sína og kennara fyrr í þessum mánuði. Fyrir vikið hefur Bandaríkjaforseti kallað hann heigul og furðar Donald Trump sig á því að öryggisvörðurinn hafi ekki hlaupið inn í skólann þegar árásin stóð sem hæst. Að sögn lögmanns öryggisvarðarins, Josephs DiRuzzo, heyrðist Peterson byssuhvellirnir eiga upptök sín fyrir utan skólabygginguna. Upphaflega hafði hann hins vegar fengið tilkynningu um að einhver væri að skjóta upp flugeldum á skólalóðinni. Þegar í ljós kom að um byssumann var að ræða ákvað Peterson að fara að öllum þeim reglum sem hann hafði lært í öryggisvarðanámi sínu, leitaði skjóls og lokaði skólanum. Þegar lögreglan mætti á vettvang sagði Peterson laganna vörðum að hann taldi að byssumaðurinn væri ekki inni í skólanum. Lögmaður hans segir að talstöðvasamskipti lögreglumanna staðfesti að eitt fórnarlamba Cruz lægi í blóði sínu á fótboltavelli skólans. Því hafi það verið rétt ályktun hjá Peterson, að mati lögmannsins, að fara fram á að skólanum og skólalóðinni yrði lokað.Leyfið mistök af hálfu lögreglustjóran Það væri þannig „bersýnilega ósatt“ að Peterson hafi sýnt heigulshátt í þessum aðstæðum sagði lögmaðurinn er hann beindi orðum sínum að Donald Trump. „Það skal enginn efast um það að herra Peterson hefði viljað gera allt sem í hans valdi stóð til að koma í veg fyrir sviplegt fráfall 17 fórnarlamba þann daginn. Hugur hans og hjarta er hjá fjölskyldum þeirra á þessum sorgartímum,“ er haft eftir lögmanni hans á vef breska ríkisútvarpsins.Öryggisvörðurinn sagði upp störfum í síðustu viku eftir að yfirmaður hans, lögreglustjórinn Scott Israel, sendi hann í launalaust leyfi. Lögmaður öryggisvarðarins segir að þar hafi lögreglustjórinn gert skyssu, einfaldað málið um of og ekki hugsað málið til enda. Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hefur gagnrýnt lögregluna og öryggisverði skólans opinberlega, nú síðast á blaðamannafundi í gær. Þar sagði forsetinn að hann „efaðist ekki um“ að hefði hann sjálfur verið á vettvangi þá hefði hann hlaupið inn í skólann, hvort sem hann væri vopnaður eða ekki. Ólíkt heiglinum Peterson. Bandaríkin Tengdar fréttir Stuðningur við takmarkanir á byssueign komi ekki til greina Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum segja ekki koma til greina að samtökin styðji við einhverskonar takmarkanir á byssueign í Bandaríkjunum. 26. febrúar 2018 11:45 Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41 Trump leggur til að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir Bandaríkjaforseti viðurkenndi að hugmyndin yrði umdeild en að ríkisstjórn hans myndi skoða hana alvarlega. 21. febrúar 2018 23:45 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Vopnaði öryggisvörðurinn hefur stigið fram og með aðstoð lögmanns síns varið aðgerðir sínar í tengslum við skotárásina í Marjory Stoneman Douglas framhaldsskólanum í Flórída. Scot Peterson stóð fyrir utan skólann þegar byssumaðurinn Nikolas Cruz réðst til atlögu og myrti 17 samnemendur sína og kennara fyrr í þessum mánuði. Fyrir vikið hefur Bandaríkjaforseti kallað hann heigul og furðar Donald Trump sig á því að öryggisvörðurinn hafi ekki hlaupið inn í skólann þegar árásin stóð sem hæst. Að sögn lögmanns öryggisvarðarins, Josephs DiRuzzo, heyrðist Peterson byssuhvellirnir eiga upptök sín fyrir utan skólabygginguna. Upphaflega hafði hann hins vegar fengið tilkynningu um að einhver væri að skjóta upp flugeldum á skólalóðinni. Þegar í ljós kom að um byssumann var að ræða ákvað Peterson að fara að öllum þeim reglum sem hann hafði lært í öryggisvarðanámi sínu, leitaði skjóls og lokaði skólanum. Þegar lögreglan mætti á vettvang sagði Peterson laganna vörðum að hann taldi að byssumaðurinn væri ekki inni í skólanum. Lögmaður hans segir að talstöðvasamskipti lögreglumanna staðfesti að eitt fórnarlamba Cruz lægi í blóði sínu á fótboltavelli skólans. Því hafi það verið rétt ályktun hjá Peterson, að mati lögmannsins, að fara fram á að skólanum og skólalóðinni yrði lokað.Leyfið mistök af hálfu lögreglustjóran Það væri þannig „bersýnilega ósatt“ að Peterson hafi sýnt heigulshátt í þessum aðstæðum sagði lögmaðurinn er hann beindi orðum sínum að Donald Trump. „Það skal enginn efast um það að herra Peterson hefði viljað gera allt sem í hans valdi stóð til að koma í veg fyrir sviplegt fráfall 17 fórnarlamba þann daginn. Hugur hans og hjarta er hjá fjölskyldum þeirra á þessum sorgartímum,“ er haft eftir lögmanni hans á vef breska ríkisútvarpsins.Öryggisvörðurinn sagði upp störfum í síðustu viku eftir að yfirmaður hans, lögreglustjórinn Scott Israel, sendi hann í launalaust leyfi. Lögmaður öryggisvarðarins segir að þar hafi lögreglustjórinn gert skyssu, einfaldað málið um of og ekki hugsað málið til enda. Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hefur gagnrýnt lögregluna og öryggisverði skólans opinberlega, nú síðast á blaðamannafundi í gær. Þar sagði forsetinn að hann „efaðist ekki um“ að hefði hann sjálfur verið á vettvangi þá hefði hann hlaupið inn í skólann, hvort sem hann væri vopnaður eða ekki. Ólíkt heiglinum Peterson.
Bandaríkin Tengdar fréttir Stuðningur við takmarkanir á byssueign komi ekki til greina Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum segja ekki koma til greina að samtökin styðji við einhverskonar takmarkanir á byssueign í Bandaríkjunum. 26. febrúar 2018 11:45 Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41 Trump leggur til að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir Bandaríkjaforseti viðurkenndi að hugmyndin yrði umdeild en að ríkisstjórn hans myndi skoða hana alvarlega. 21. febrúar 2018 23:45 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Stuðningur við takmarkanir á byssueign komi ekki til greina Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum segja ekki koma til greina að samtökin styðji við einhverskonar takmarkanir á byssueign í Bandaríkjunum. 26. febrúar 2018 11:45
Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41
Trump leggur til að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir Bandaríkjaforseti viðurkenndi að hugmyndin yrði umdeild en að ríkisstjórn hans myndi skoða hana alvarlega. 21. febrúar 2018 23:45