Ríkjandi heimsmeistarar, Þjóðverjar, mörðu Sádi-Araba, 2-1, í síðasta vináttulandsleik þjóðanna áður en haldið verður á HM í Rússlandi.
Timo Werner, framherji RB Leipzig, kom Þjóðverjum yfir strax á áttundu mínútu og skömmu fyrir hálfleik varð Omar Hawsawi fyrir því óláni að skora sjálfsmark.
Sádarnir voru ekki að baki brottnir og fengu vítaspyrnu á 84. mínútu sem Mohammed Al-Sahlawi klúðraði en frákastið tók Taisir Al-Jassim sem skoraði. Lokatölur 2-1.
Þjóðverjar hefja leik á HM á sunnudaginn eftir rúma viku er þeir mæta Mexíkó en einnig eru Svíar og Kórea í riðlinum með heimsmeisturunum.
Sádi-Arabía er í A-riðlinum. Þar leika heimamenn í Rússum, Úrúgvæ og Egyptaland ásamt Sádi-Arabíu og hefst keppni í A-riðlinum á fimmtudag.
Pólverjar og Síle gerðu 2-2 jafntefli einnig í vináttulandsleik í kvöld. Robert Lewandowski og Piotr Zielinski komu Pólverjum í 2-0 en mörk frá Diego Valdes og Miiko Albornoz jöfnuðu fyrir Síle.
Pólland er með Senegal, Kólumbíu og Japan í riðli en Pólverjar leika einn vináttulandsleik til viðbótar. Þeir mæta Litháen á þriðjudag. Síle er hins vegar ekki á leið á HM.
Heimsmeistararnir mörðu Sádi-Arabíu
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið
Enski boltinn


Víkingar skipta um gír
Íslenski boltinn


Gera grín að Jürgen Klopp
Fótbolti


„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti


