Guðmundur: Ekki eina liðið sem hefur lent í hremmingum hér Anton Ingi Leifsson skrifar 8. júní 2018 19:04 Guðmundur og Gunnar eiga verkefni fyrir höndum á miðvikudaginn. vísir/vilhelm Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, segir að of mörg dauðafæri sem fóru í súginn hafi leitt til þess að liðið tapaði með eins marks mun, 28-27, í fyrri leik liðanna um laust sæti á HM 2019. „Það var viðbúið að þetta yrði erfiður leikur. Við erum ekkert eina liðið sem hefur lent í hremmingum hér en það hafa mjög góð lið gert,” sagði Guðmundur í samtali við Vísi í leikslok. „Það var ekkert sem kom mér á óvart. Við spiluðum mjög góðan fyrri hálfleik. Við spiluðum klókt og stjórnuðum flestum hlutum en það sem var að stríða okkur voru dauðafærin.” Ísland fór með alltof mörg dauðafæri; úr hröðum upphlaupum og af sex metrunum. Guðmundur segir að það sé ekki nógu gott og þurfi að laga fyrir síðari leikinn. „Ég held að við séum að fara með fjórtán til fimmtán dauðafæri og það er mjög dýrt í svona leik þar sem þú ert á útivelli og ekki með neitt með þér.” „Það varð okkur ofviða að vinna leikinn og upphafskaflinn í síðari hálfleik var ekki góður. Þetta er hættulegt að koma inn eftir hálfleik þar sem þú ert yfir, það er falskt öryggi og við fórum illa að ráði sóknarlega.” Íslenska liðið fékk á sig átján mörk í síðari hálfleik og var varnarleikur liðsins dapur en fyrir aftan þennan dapra varnarleik var þó Björgvin Páll Gústavsson sem hélt liðinu á floti. „Þeir keyra þrjú hraðaupphlaup fljótlega í síðari hálfleik og þá var þetta orðið jafn leikur. Það kom óöryggi í vörnina og við misstum Ólaf Gústafsson útaf.” „Hann fékk tvisvar tvær snemma en mér fannst við leysa það vel eins og við gátum. Við töpum maður á móti manni of oft. Þeir spiluðu klókt á okkur í síðari hálfleik og við lentum í basli.” Guðmundur segir að það sé engin svartsýni í sér heldur horfi hann fullur tilhlökkunar til síðari leiksins á miðvikudaginn. „Ég vissi að þetta yrði mjög erfitt og nú sjáum við hvort að þetta sé 27-27 eða eitthvað annað. Óháð því er ég fullur tilhlökkunar að takast á við verkefnið á miðvikudaginn.” „Við þurfum að fá stuðning áhorfenda og fá fulla höll til þess að fylgja þessu eftir. Við ætlum okkur á HM. Það er ekkert annað í boði,” sagði Guðmundur kokhraustur í leikslok. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Umfjöllun: Litháen - Ísland 28-27 | Þungt tap í Litháen Ísland var þremur mörkum yfir í hálfleik en Litháen skoraði átján mörk í síðari hálfleik og þar við sat. 8. júní 2018 17:30 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Fleiri fréttir „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ Sjá meira
Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, segir að of mörg dauðafæri sem fóru í súginn hafi leitt til þess að liðið tapaði með eins marks mun, 28-27, í fyrri leik liðanna um laust sæti á HM 2019. „Það var viðbúið að þetta yrði erfiður leikur. Við erum ekkert eina liðið sem hefur lent í hremmingum hér en það hafa mjög góð lið gert,” sagði Guðmundur í samtali við Vísi í leikslok. „Það var ekkert sem kom mér á óvart. Við spiluðum mjög góðan fyrri hálfleik. Við spiluðum klókt og stjórnuðum flestum hlutum en það sem var að stríða okkur voru dauðafærin.” Ísland fór með alltof mörg dauðafæri; úr hröðum upphlaupum og af sex metrunum. Guðmundur segir að það sé ekki nógu gott og þurfi að laga fyrir síðari leikinn. „Ég held að við séum að fara með fjórtán til fimmtán dauðafæri og það er mjög dýrt í svona leik þar sem þú ert á útivelli og ekki með neitt með þér.” „Það varð okkur ofviða að vinna leikinn og upphafskaflinn í síðari hálfleik var ekki góður. Þetta er hættulegt að koma inn eftir hálfleik þar sem þú ert yfir, það er falskt öryggi og við fórum illa að ráði sóknarlega.” Íslenska liðið fékk á sig átján mörk í síðari hálfleik og var varnarleikur liðsins dapur en fyrir aftan þennan dapra varnarleik var þó Björgvin Páll Gústavsson sem hélt liðinu á floti. „Þeir keyra þrjú hraðaupphlaup fljótlega í síðari hálfleik og þá var þetta orðið jafn leikur. Það kom óöryggi í vörnina og við misstum Ólaf Gústafsson útaf.” „Hann fékk tvisvar tvær snemma en mér fannst við leysa það vel eins og við gátum. Við töpum maður á móti manni of oft. Þeir spiluðu klókt á okkur í síðari hálfleik og við lentum í basli.” Guðmundur segir að það sé engin svartsýni í sér heldur horfi hann fullur tilhlökkunar til síðari leiksins á miðvikudaginn. „Ég vissi að þetta yrði mjög erfitt og nú sjáum við hvort að þetta sé 27-27 eða eitthvað annað. Óháð því er ég fullur tilhlökkunar að takast á við verkefnið á miðvikudaginn.” „Við þurfum að fá stuðning áhorfenda og fá fulla höll til þess að fylgja þessu eftir. Við ætlum okkur á HM. Það er ekkert annað í boði,” sagði Guðmundur kokhraustur í leikslok.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Umfjöllun: Litháen - Ísland 28-27 | Þungt tap í Litháen Ísland var þremur mörkum yfir í hálfleik en Litháen skoraði átján mörk í síðari hálfleik og þar við sat. 8. júní 2018 17:30 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Fleiri fréttir „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ Sjá meira
Umfjöllun: Litháen - Ísland 28-27 | Þungt tap í Litháen Ísland var þremur mörkum yfir í hálfleik en Litháen skoraði átján mörk í síðari hálfleik og þar við sat. 8. júní 2018 17:30