Áhyggjufullir foreldrar endurheimtu ungann sinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. júní 2018 16:45 Frá björgunaraðgerðum við Austurbæjarskóla í dag. Mynd/Kjartan Jónsson Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, ásamt slökkviliði, kom hrafnsunga til bjargar í dag. Unginn hafði dottið úr hreiðri sínu og komu viðbragðsaðilar honum heilum og höldnu til foreldra sinna sem höfðu búið sér laup í þakskeggi Austurbæjarskóla. Greint er frá þessu á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en þar segir að í fyrstu hafi verið talið að hrafninn væri slasaður. Við nánari skoðun var þó ljóst að krummi var heill en hafði enn ekki lært að fljúga sökum ungs aldurs. Skömmu síðar bárust tilkynningar um óvenju hávært hrafnspar í miðborginni og þótti þá ljóst að einn ungann vantaði í hreiðrið – nefnilega ungann sem ratað hafði inn til lögreglu. Foreldrarnir höfðu þá haldið vöku fyrir íbúum í hverfinu með háværu krunki sínu. „Okkar fólk brást fljótt við og skipulagði björgunaraðgerð, ásamt Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, þar sem hrafnsunganum var komið til síns heima, í laup foreldra sinna. Þess ber að geta að á meðan björgunaraðgerðum stóð, stóð hinum öldnu foreldrum ekki á sama, flugu yfir og görguðu á björgunarmenn,“ segir í tilkynningu lögreglu. Fleiri myndir af björgunarafrekinu má sjá hér að neðan.Að sögn sjónarvotts er þetta annað árið í röð sem hrafnspar gerir sig heimakomið við Austurbæjarskóla.Mynd/Kjartan JónssonKrummi var að sögn lögreglu ósáttur með gistinguna á lögreglustöðinni.Mynd/lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Dýr Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, ásamt slökkviliði, kom hrafnsunga til bjargar í dag. Unginn hafði dottið úr hreiðri sínu og komu viðbragðsaðilar honum heilum og höldnu til foreldra sinna sem höfðu búið sér laup í þakskeggi Austurbæjarskóla. Greint er frá þessu á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en þar segir að í fyrstu hafi verið talið að hrafninn væri slasaður. Við nánari skoðun var þó ljóst að krummi var heill en hafði enn ekki lært að fljúga sökum ungs aldurs. Skömmu síðar bárust tilkynningar um óvenju hávært hrafnspar í miðborginni og þótti þá ljóst að einn ungann vantaði í hreiðrið – nefnilega ungann sem ratað hafði inn til lögreglu. Foreldrarnir höfðu þá haldið vöku fyrir íbúum í hverfinu með háværu krunki sínu. „Okkar fólk brást fljótt við og skipulagði björgunaraðgerð, ásamt Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, þar sem hrafnsunganum var komið til síns heima, í laup foreldra sinna. Þess ber að geta að á meðan björgunaraðgerðum stóð, stóð hinum öldnu foreldrum ekki á sama, flugu yfir og görguðu á björgunarmenn,“ segir í tilkynningu lögreglu. Fleiri myndir af björgunarafrekinu má sjá hér að neðan.Að sögn sjónarvotts er þetta annað árið í röð sem hrafnspar gerir sig heimakomið við Austurbæjarskóla.Mynd/Kjartan JónssonKrummi var að sögn lögreglu ósáttur með gistinguna á lögreglustöðinni.Mynd/lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
Dýr Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira