Velferðarráðuneytið brást ekki nógu vel við Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 8. júní 2018 10:57 Bragi Guðbrandsson Vísir/Vilhelm Velferðarráðuneytið gerði ekki fullnægjandi ráðstafanir með vísan til til yfirstjórnunar- og eftirlitsheimilda sinna til að upplýsa það hvor og þá hvaða grundvöllur væri fyrir þeim ávirðingum sem bornar voru á Barnaverndarstofu og starfsmenn hennar og þá einkum forstjóra hennar. Þetta er niðurstaða óháðrar úttektar á málsmeðferð og efnislegri athugun velferðarráðuneytisins í kjölfar kvartana barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu vegna Barnaverndarstofu og forstjóra hennar. Í úttektinni kemur fram að þær ávirðingar sem settar voru fram og beindust að störfum forstjórans hafi verið þess eðlis að ráðuneytinu bar að afla frekari upplýsinga um þær til þess að það gæti tekið afstöðu til þess hvort tilefni væri að hefja frekari athugun á störfum forstjórans hjá Barnaverndarstofu og þá eftir atvikum hvort leggja ætti málið í formlegan farveg samkvæmt lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, eða taka ákvörðun um að aðhafast ekki frekar. Í úttektinni er tekið fram að það sé talið hæpið að ráðuneytið hafi í ljósi þeirra takmörkuðu gagna sem það hafði aflað við meðferð málsins verið í aðstöðu til að fullyrða að forstjórinn hafi farið „út fyrir verksvið sitt“ með því að beina málinu ekki til embættis sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu þegar ljóst varð að um ágreining vegna umgengni væri að ræða. Niðurstaðan var kynnt á blaðamannafundi klukkan 11 í Þjóðminjasafninu en úttektina má lesa hér. Upphaf málsins má rekja til umfjöllunar Stundarinnar um að Bragi Guðbrandsson hafi sem forstjóri Barnaverndarstofu hlutast til í máli sem var til meðferðar hjá barnaverndarnefnd á höfuðborgarsvæðinu. Í umfjölluninni kemur fram að ráðherra hafi haft ítarlegar upplýsingar um afskipti Braga og þrýsting sem hann er sakaður um að hafa beitt barnaverndarstarfsmann. Þá er ráðherra sagður ekki hafa tekið tillit til þess þegar Bragi var útnefndur fulltrúi Íslands hjá Barnaréttarnefnd sameinuðu þjóðanna.Kjartan Bjarni Björgvinsson á blaðamannafundi þar sem skýrslan um einkavæðingu Búnaðarbankans var kynnt á sínum tíma.VÍSIR/VILHELMKjartan Bjarni Björgvinsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, stýrði úttektinni ásamt Kristínu Benediktsdóttur, dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Úttektin var gerð að tillögu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hafði óskað eftir því að farið yrði í úttektina. Kjartan Bjarni hefur reynslu af óháðum úttektum. Þeir Finnur Þór Vilhjálmsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, skipuðu Rannsóknarnefnd á vegum Alþingis sem falið var að skoða einkavæðingu Búnaðarbankans á sínum tíma.Fréttin hefur verið uppfærð. Tengdar fréttir Kjartan Bjarni stýrir óháðri úttekt á barnaverndarmálum Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hann myndi fagna manna mest óháðri úttekt á störfum hans, sem nú er ljóst að verður niðurstaðan. 2. maí 2018 13:26 Segir umræðu um að hann hafi brugðist þolendum kynferðisbrota óraunverulega Bragi Guðbrandsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla leita eftir fundi með umboðsmanni Alþingis og að mál hans verði tekin til meðferðar. 29. apríl 2018 18:08 Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. 28. apríl 2018 12:54 Segir Braga ekki hafa gengið sinna erinda „Af faglegum ástæðum hef ég haft samskipti við hann á árum áður, þegar ég starfaði við barnavernd, en það eru sennilega yfir þrjátíu ár síðan ég hafði slík samskipti við hann.“ 28. apríl 2018 17:52 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Velferðarráðuneytið gerði ekki fullnægjandi ráðstafanir með vísan til til yfirstjórnunar- og eftirlitsheimilda sinna til að upplýsa það hvor og þá hvaða grundvöllur væri fyrir þeim ávirðingum sem bornar voru á Barnaverndarstofu og starfsmenn hennar og þá einkum forstjóra hennar. Þetta er niðurstaða óháðrar úttektar á málsmeðferð og efnislegri athugun velferðarráðuneytisins í kjölfar kvartana barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu vegna Barnaverndarstofu og forstjóra hennar. Í úttektinni kemur fram að þær ávirðingar sem settar voru fram og beindust að störfum forstjórans hafi verið þess eðlis að ráðuneytinu bar að afla frekari upplýsinga um þær til þess að það gæti tekið afstöðu til þess hvort tilefni væri að hefja frekari athugun á störfum forstjórans hjá Barnaverndarstofu og þá eftir atvikum hvort leggja ætti málið í formlegan farveg samkvæmt lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, eða taka ákvörðun um að aðhafast ekki frekar. Í úttektinni er tekið fram að það sé talið hæpið að ráðuneytið hafi í ljósi þeirra takmörkuðu gagna sem það hafði aflað við meðferð málsins verið í aðstöðu til að fullyrða að forstjórinn hafi farið „út fyrir verksvið sitt“ með því að beina málinu ekki til embættis sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu þegar ljóst varð að um ágreining vegna umgengni væri að ræða. Niðurstaðan var kynnt á blaðamannafundi klukkan 11 í Þjóðminjasafninu en úttektina má lesa hér. Upphaf málsins má rekja til umfjöllunar Stundarinnar um að Bragi Guðbrandsson hafi sem forstjóri Barnaverndarstofu hlutast til í máli sem var til meðferðar hjá barnaverndarnefnd á höfuðborgarsvæðinu. Í umfjölluninni kemur fram að ráðherra hafi haft ítarlegar upplýsingar um afskipti Braga og þrýsting sem hann er sakaður um að hafa beitt barnaverndarstarfsmann. Þá er ráðherra sagður ekki hafa tekið tillit til þess þegar Bragi var útnefndur fulltrúi Íslands hjá Barnaréttarnefnd sameinuðu þjóðanna.Kjartan Bjarni Björgvinsson á blaðamannafundi þar sem skýrslan um einkavæðingu Búnaðarbankans var kynnt á sínum tíma.VÍSIR/VILHELMKjartan Bjarni Björgvinsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, stýrði úttektinni ásamt Kristínu Benediktsdóttur, dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Úttektin var gerð að tillögu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hafði óskað eftir því að farið yrði í úttektina. Kjartan Bjarni hefur reynslu af óháðum úttektum. Þeir Finnur Þór Vilhjálmsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, skipuðu Rannsóknarnefnd á vegum Alþingis sem falið var að skoða einkavæðingu Búnaðarbankans á sínum tíma.Fréttin hefur verið uppfærð.
Tengdar fréttir Kjartan Bjarni stýrir óháðri úttekt á barnaverndarmálum Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hann myndi fagna manna mest óháðri úttekt á störfum hans, sem nú er ljóst að verður niðurstaðan. 2. maí 2018 13:26 Segir umræðu um að hann hafi brugðist þolendum kynferðisbrota óraunverulega Bragi Guðbrandsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla leita eftir fundi með umboðsmanni Alþingis og að mál hans verði tekin til meðferðar. 29. apríl 2018 18:08 Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. 28. apríl 2018 12:54 Segir Braga ekki hafa gengið sinna erinda „Af faglegum ástæðum hef ég haft samskipti við hann á árum áður, þegar ég starfaði við barnavernd, en það eru sennilega yfir þrjátíu ár síðan ég hafði slík samskipti við hann.“ 28. apríl 2018 17:52 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Kjartan Bjarni stýrir óháðri úttekt á barnaverndarmálum Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hann myndi fagna manna mest óháðri úttekt á störfum hans, sem nú er ljóst að verður niðurstaðan. 2. maí 2018 13:26
Segir umræðu um að hann hafi brugðist þolendum kynferðisbrota óraunverulega Bragi Guðbrandsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla leita eftir fundi með umboðsmanni Alþingis og að mál hans verði tekin til meðferðar. 29. apríl 2018 18:08
Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. 28. apríl 2018 12:54
Segir Braga ekki hafa gengið sinna erinda „Af faglegum ástæðum hef ég haft samskipti við hann á árum áður, þegar ég starfaði við barnavernd, en það eru sennilega yfir þrjátíu ár síðan ég hafði slík samskipti við hann.“ 28. apríl 2018 17:52