Lífið

Hlustaðu á Þjóðhátíðarlög Friðriks Dórs og Jóns

Birgir Olgeirsson skrifar
Friðrik Dór og Jón Ragnar Jónssynir
Friðrik Dór og Jón Ragnar Jónssynir Vísir/Stefán
Bræðurnir Friðrik Dór og Jón Ragnar Jónssynir hafa sent frá sér Þjóðhátíðarlögin Á sama tíma, á sama stað og Heimaey.

Lagið á sama tíma, á sama stað, er hefðbundnara Þjóðhátíðarlag ef svo má að orði komast, hugljúft, rólegt, fullt af eftirvæntingu og með flottum samsöng.

Seinna lagið er örlítið frábrugðið þeim Þjóðhátíðarlögum sem heyrst hafa í gegnum árin. Um er að ræða hiphop-lag þar sem talsverður galsi er í þeim bræðrum sem bregða sér í hlutverk rappara og segja frá því til dæmis hvernig þeir taka í bílinn með sér í Herjólf, jafnvel þó þeir séu ekki með bílpróf.

Lögin tvö eru komin á streymisveituna Spotify og má heyra hér fyrir neðan:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.