Gríðarleg aukning í umsóknum um nám í háskólum landsins Sighvatur skrifar 8. júní 2018 07:00 Breytingar á fyrirkomulagi náms til stúdentsprófs valda því að umsóknum um háskólanám fjölgar töluvert milli ára. Háskólarektor segir að spár um fjölgun hafi gengið eftir og að fjölgunin nái yfir nær allar deildir. Vísir/ERNIR Háskólar landsins hafa sjaldan eða aldrei fengið jafn margar umsóknir um nám og nú. Skólarnir höfðu búið sig undir aukningu þar sem stytting framhaldsskólans veldur því að í flestum tilfellum útskrifast tvöfaldir árgangar nú í vor. Umsóknir um nám við Háskóla Íslands voru á níunda þúsund, þar af um fimm þúsund í grunnnám. Fjölgun umsókna um grunnnám er 12 prósent milli ára. Jón Atli Benediktsson háskólarektor segir spár hafa gert ráð fyrir 7 til 12 prósenta aukningu. Jón Atli segir aukninguna mesta á félagsvísindasviði og verkfræði- og náttúruvísindasviði en fjölgun hafi orðið í nær öllum deildum. „Það er sérstakt ánægjuefni að það er 60 prósenta aukning umsókna í grunnnám í leikskólakennarafræði en við höfum lagt áherslu á að kynna kennaranámið.“ Hann segir að skólinn hafi áður tekið inn stóra hópa, til að mynda í kjölfar hrunsins. Það hafi tekist með samstilltu átaki starfsfólks. „Verkefni okkar er að veita eins góða þjónustu og við getum. Við reynum að leysa þetta innan ramma fjárlaga. Það mun reyna á starfsfólk og innviði en við teljum okkur geta gert þetta,“ segir Jón Atli.Skólinn vel undirbúinn Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, segist almennt sáttur við hvernig umsóknir gengu. Alls voru umsóknir um nám við skólann rúmlega 3.000 talsins sem er 11 prósenta fjölgun frá síðasta ári og hafa aldrei verið fleiri. „Við gerðum ráð fyrir aukningu í grunnnámið vegna breytinganna, sem gekk eftir. Svo er mjög ánægjulegt hvað það er mikil aukning í meistaranámið,“ segir Ari. Umsóknum um meistara- og doktorsnám fjölgaði um 19 prósent milli ára og voru um 1.100 talsins. Ari segir skólann vel undirbúinn fyrir þessa fjölgun. „Þetta passar vel við okkar undirbúning og við getum vel tekið á móti þessari viðbót og hlökkum til þess.“ Þá segir Ari að umsóknum frá erlendum nemendum haldi áfram að fjölga. Skólinn hafi lagt áherslu á að laða til sín erlenda nemendur í meistaranám. „Við erum með námsbrautir, til dæmis meistaranám í sjálfbærum orkuvísindum, sem að langmestum hluta eru sóttar af erlendum nemendum.“ Þá barst Háskólanum á Akureyri metfjöldi umsókna um skólavist næsta vetur. Umsóknir voru 2.160 sem er 30 prósenta fjölgun frá síðasta ári. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Fleiri fréttir Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Sjá meira
Háskólar landsins hafa sjaldan eða aldrei fengið jafn margar umsóknir um nám og nú. Skólarnir höfðu búið sig undir aukningu þar sem stytting framhaldsskólans veldur því að í flestum tilfellum útskrifast tvöfaldir árgangar nú í vor. Umsóknir um nám við Háskóla Íslands voru á níunda þúsund, þar af um fimm þúsund í grunnnám. Fjölgun umsókna um grunnnám er 12 prósent milli ára. Jón Atli Benediktsson háskólarektor segir spár hafa gert ráð fyrir 7 til 12 prósenta aukningu. Jón Atli segir aukninguna mesta á félagsvísindasviði og verkfræði- og náttúruvísindasviði en fjölgun hafi orðið í nær öllum deildum. „Það er sérstakt ánægjuefni að það er 60 prósenta aukning umsókna í grunnnám í leikskólakennarafræði en við höfum lagt áherslu á að kynna kennaranámið.“ Hann segir að skólinn hafi áður tekið inn stóra hópa, til að mynda í kjölfar hrunsins. Það hafi tekist með samstilltu átaki starfsfólks. „Verkefni okkar er að veita eins góða þjónustu og við getum. Við reynum að leysa þetta innan ramma fjárlaga. Það mun reyna á starfsfólk og innviði en við teljum okkur geta gert þetta,“ segir Jón Atli.Skólinn vel undirbúinn Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, segist almennt sáttur við hvernig umsóknir gengu. Alls voru umsóknir um nám við skólann rúmlega 3.000 talsins sem er 11 prósenta fjölgun frá síðasta ári og hafa aldrei verið fleiri. „Við gerðum ráð fyrir aukningu í grunnnámið vegna breytinganna, sem gekk eftir. Svo er mjög ánægjulegt hvað það er mikil aukning í meistaranámið,“ segir Ari. Umsóknum um meistara- og doktorsnám fjölgaði um 19 prósent milli ára og voru um 1.100 talsins. Ari segir skólann vel undirbúinn fyrir þessa fjölgun. „Þetta passar vel við okkar undirbúning og við getum vel tekið á móti þessari viðbót og hlökkum til þess.“ Þá segir Ari að umsóknum frá erlendum nemendum haldi áfram að fjölga. Skólinn hafi lagt áherslu á að laða til sín erlenda nemendur í meistaranám. „Við erum með námsbrautir, til dæmis meistaranám í sjálfbærum orkuvísindum, sem að langmestum hluta eru sóttar af erlendum nemendum.“ Þá barst Háskólanum á Akureyri metfjöldi umsókna um skólavist næsta vetur. Umsóknir voru 2.160 sem er 30 prósenta fjölgun frá síðasta ári.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Fleiri fréttir Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Sjá meira