Teiknar það sem hún hefur aldrei séð Stefán Þór Hjartarson skrifar 8. október 2018 07:30 Sunna útilokar ekki að hún muni henda upp streymi af sér að teikna. „Það væri hægt að gera eitthvað einhvern tímann í viðráðanlegri lengd, ef fólk hefði áhuga á að fylgjast með. Spurning hvort það kæmi illa út fyrir mig ef fólk sæi hversu mikið af teikningunum verður til út frá mistökum og brusseríi.“ Fréttablaðið/EYÞór Listakonan Sunna Ben er í átaki sem snýst um að teikna í það minnsta eina mynd á dag í október og hafa nokkrir listamenn bæst í hópinn með henni, meðal annars Þórunn Antonía. Sunna ætlar að taka við pöntunum og sýna afraksturinn á Facebook og Instagram. Ég ákvað að skuldbinda mig til að teikna að minnsta kosti eina mynd á dag á hverjum degi í október. Ég er listmenntuð og teiknaði mikið á árum áður, en ef satt skal segja hefur mér gengið illa að koma mér í teiknigírinn undanfarið og mér datt í hug að það sem mig vantaði helst væri pressa til þess að setjast við teikniborðið. Ég er bara búin með nokkra daga en þetta virðist vera að virka vel! Ég er mjög ánægð með efnið sem hefur komið út úr þessu hingað til og það verður auðveldara að koma sér í teiknistuð með hverjum deginum, það er mjög vel þegið,“ segir listakonan Sunna Ben, sem hefur einsett sér að teikna sig í gegnum allan mánuðinn. Í kjölfarið tóku nokkrir fleiri listamenn sig til og ætla að taka þátt í átakinu, þar á meðal er Þórunn Antonía sem ætlar að semja eitt ljóð eða lag á hverjum degi, Allie Doersch sem ætlar að teikna og listamaðurinn Arnór Kári sem ætlar að semja lög og teikna til skiptis. „Í raun ætla ég að teikna það sem mér finnst sniðugast eða er mér ofarlega í huga hverju sinni. Ég ætla ekki að flækja þetta fyrir mér meira en ég þarf. Þegar ég veit ekki hvað ég á að teikna þá hugsa ég „hvað hef ég aldrei séð?“ og teikna það. Þannig varð til dæmis önnur teikningin í seríunni til, hún er af hlébarða sem er endurskoðandi og fjölskyldufaðir og ég er mjög ánægð með útkomuna,“ segir Sunna en hún mun líka taka við pöntunum. „Þegar ég teiknaði sem mest var meira um pantanir og það er alltaf gaman að teikna eitthvað sérstaklega handa einhverjum sem langar í mynd. Ég er strax komin með nokkrar pantanir og hlakka til að koma þeim í réttar hendur, ef satt skal segja hef ég fengið fleiri beiðnir um að teikna tattú heldur en myndir til gjafa síðan ég byrjaði á þessu. Aldrei að vita nema maður nái að verða næsta trendið í tattúheiminum, það væri ekki verra!“Teiknar þú hvað sem er fyrir fólk? „Ég teikna ekki hvað sem er, nei. Fólk biður mann oft um að teikna eitthvað sem samræmist ekki stíl eða anda þess sem maður sérhæfir sig í, bara vegna þess að maður kann að teikna á annað borð. Ég tek til dæmis aldrei að mér að teikna raunverulegar myndir af neinu, mér finnst það ekki skemmtilegt og ég er ekkert sérstaklega góð í því, en það er eitthvað sem fólk sækir mikið í einhverra hluta vegna. Hins vegar tek ég því fagnandi þegar fólk vill fá fjölskylduna sína teiknaða sem tígrisdýr eða furðuverur, ég hef gert nokkur þannig verk og þykir þau bráðskemmtileg.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Sjá meira
Listakonan Sunna Ben er í átaki sem snýst um að teikna í það minnsta eina mynd á dag í október og hafa nokkrir listamenn bæst í hópinn með henni, meðal annars Þórunn Antonía. Sunna ætlar að taka við pöntunum og sýna afraksturinn á Facebook og Instagram. Ég ákvað að skuldbinda mig til að teikna að minnsta kosti eina mynd á dag á hverjum degi í október. Ég er listmenntuð og teiknaði mikið á árum áður, en ef satt skal segja hefur mér gengið illa að koma mér í teiknigírinn undanfarið og mér datt í hug að það sem mig vantaði helst væri pressa til þess að setjast við teikniborðið. Ég er bara búin með nokkra daga en þetta virðist vera að virka vel! Ég er mjög ánægð með efnið sem hefur komið út úr þessu hingað til og það verður auðveldara að koma sér í teiknistuð með hverjum deginum, það er mjög vel þegið,“ segir listakonan Sunna Ben, sem hefur einsett sér að teikna sig í gegnum allan mánuðinn. Í kjölfarið tóku nokkrir fleiri listamenn sig til og ætla að taka þátt í átakinu, þar á meðal er Þórunn Antonía sem ætlar að semja eitt ljóð eða lag á hverjum degi, Allie Doersch sem ætlar að teikna og listamaðurinn Arnór Kári sem ætlar að semja lög og teikna til skiptis. „Í raun ætla ég að teikna það sem mér finnst sniðugast eða er mér ofarlega í huga hverju sinni. Ég ætla ekki að flækja þetta fyrir mér meira en ég þarf. Þegar ég veit ekki hvað ég á að teikna þá hugsa ég „hvað hef ég aldrei séð?“ og teikna það. Þannig varð til dæmis önnur teikningin í seríunni til, hún er af hlébarða sem er endurskoðandi og fjölskyldufaðir og ég er mjög ánægð með útkomuna,“ segir Sunna en hún mun líka taka við pöntunum. „Þegar ég teiknaði sem mest var meira um pantanir og það er alltaf gaman að teikna eitthvað sérstaklega handa einhverjum sem langar í mynd. Ég er strax komin með nokkrar pantanir og hlakka til að koma þeim í réttar hendur, ef satt skal segja hef ég fengið fleiri beiðnir um að teikna tattú heldur en myndir til gjafa síðan ég byrjaði á þessu. Aldrei að vita nema maður nái að verða næsta trendið í tattúheiminum, það væri ekki verra!“Teiknar þú hvað sem er fyrir fólk? „Ég teikna ekki hvað sem er, nei. Fólk biður mann oft um að teikna eitthvað sem samræmist ekki stíl eða anda þess sem maður sérhæfir sig í, bara vegna þess að maður kann að teikna á annað borð. Ég tek til dæmis aldrei að mér að teikna raunverulegar myndir af neinu, mér finnst það ekki skemmtilegt og ég er ekkert sérstaklega góð í því, en það er eitthvað sem fólk sækir mikið í einhverra hluta vegna. Hins vegar tek ég því fagnandi þegar fólk vill fá fjölskylduna sína teiknaða sem tígrisdýr eða furðuverur, ég hef gert nokkur þannig verk og þykir þau bráðskemmtileg.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Sjá meira