Iwo Jima II nýtist bæði í hernaði og björgunaraðgerðum Heimir Már Pétursson skrifar 18. október 2018 20:07 Herskipið Iwo Jima II liggur nú við Sundahöfn en það er stærsta herskip Bandaríkjanna sem tekur þátt í heræfingu NATO á Íslandi. Skipið tók þátt í seinna Íraksstríðinu en nýtist einnig til friðsamari aðgerða. Iwo Jima var annarri var hleypt af stokkunum árið 2000. Það er aðeins minna skip en flugmóðurskip og er ætlað að styðja við landgöngulið. Það er stærsta skipið sem tekur þátt í NATO heræfingunni hér á landi en í dag nýttu margir úr áhöfninni tækifærið til að skoða sig um í Reykjavík og dugði ekkert minna en stór floti hópferðabíla til að sjá um það. „Það er byggt fyrir flugtök og lendingar þyrlna, þyrlur landgönguliðsins og flotans eða allt sem getur tekið á loft eða lent lóðrétt. Þetta er LHD-skip, sem er flokkun sem flotinn notar, láðs- og lagarskip hannað til að koma landgönguliðum, sjóliðum, tækjum og farmi af skipinu og í land mjög fljótt,” segir Clay Groover landgönguliði sem gekk með fréttamanni um skipið. Rúmlega tvö þúsund landgönguliðar eru um borð á átakatímum auk fjölda annarra í stuðningsliði. Auk margra tegunda af þyrlum og flugvélum sem taka á loft eins og þyrlur, eru landgönguprammar, trukkar og jeppar um borð. Joseph O’Brian næst æðsti yfirmaðurinn um borð segir skipið í alla staði mjög öflugt. „Við erum með býsna stórt ökutækjaþilfar svo við erum með mörg ökutæki. Ég veit að þú talaðir við liðsforingja um það hér áðan en við getum flutt um 100 ökutæki. En við erum líka með þrjá landgöngupramma um borð. Það gefur okkur tækifæri til að flytja þungan búnað í land,” segir O’Brian Skipið tók þátt í seinna Íraksstríðinu en Joseph O’Brian yfirliðsforingi hefur verið á skipinu frá árinu 2016 og var því ekki þátttakandi í þeim átökum. Hann segir skipið nýtast vel í björgunaraðgerðum ýmis konar til að flytja bæði nauðsynlegan búnað og mannskap, eins og þegar fellibyljir gengu yfir Key West og Haiti. „Í báðum tilfellum notuðum við þann búnað sem við höfðum. Á Haítí voru það aðallega loftflutningar en við Key West settum við marga landgönguliða í land á prömmum. Þeir gátu farið inn og rýmt vegi, opnað spítala, lagað loftræstikerfi á dvalarheimilum aldraðra. Þetta gefur okkur mikinn sveigjanleika,” segir O’Brian. Flestir úr áhöfn skipsins eru óvanir hitastigi og veðurfari í norðurhöfum og segir O’Brian það vera hluta af æfingunni að kynnast aðstæðum þar. Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Herskipið Iwo Jima II liggur nú við Sundahöfn en það er stærsta herskip Bandaríkjanna sem tekur þátt í heræfingu NATO á Íslandi. Skipið tók þátt í seinna Íraksstríðinu en nýtist einnig til friðsamari aðgerða. Iwo Jima var annarri var hleypt af stokkunum árið 2000. Það er aðeins minna skip en flugmóðurskip og er ætlað að styðja við landgöngulið. Það er stærsta skipið sem tekur þátt í NATO heræfingunni hér á landi en í dag nýttu margir úr áhöfninni tækifærið til að skoða sig um í Reykjavík og dugði ekkert minna en stór floti hópferðabíla til að sjá um það. „Það er byggt fyrir flugtök og lendingar þyrlna, þyrlur landgönguliðsins og flotans eða allt sem getur tekið á loft eða lent lóðrétt. Þetta er LHD-skip, sem er flokkun sem flotinn notar, láðs- og lagarskip hannað til að koma landgönguliðum, sjóliðum, tækjum og farmi af skipinu og í land mjög fljótt,” segir Clay Groover landgönguliði sem gekk með fréttamanni um skipið. Rúmlega tvö þúsund landgönguliðar eru um borð á átakatímum auk fjölda annarra í stuðningsliði. Auk margra tegunda af þyrlum og flugvélum sem taka á loft eins og þyrlur, eru landgönguprammar, trukkar og jeppar um borð. Joseph O’Brian næst æðsti yfirmaðurinn um borð segir skipið í alla staði mjög öflugt. „Við erum með býsna stórt ökutækjaþilfar svo við erum með mörg ökutæki. Ég veit að þú talaðir við liðsforingja um það hér áðan en við getum flutt um 100 ökutæki. En við erum líka með þrjá landgöngupramma um borð. Það gefur okkur tækifæri til að flytja þungan búnað í land,” segir O’Brian Skipið tók þátt í seinna Íraksstríðinu en Joseph O’Brian yfirliðsforingi hefur verið á skipinu frá árinu 2016 og var því ekki þátttakandi í þeim átökum. Hann segir skipið nýtast vel í björgunaraðgerðum ýmis konar til að flytja bæði nauðsynlegan búnað og mannskap, eins og þegar fellibyljir gengu yfir Key West og Haiti. „Í báðum tilfellum notuðum við þann búnað sem við höfðum. Á Haítí voru það aðallega loftflutningar en við Key West settum við marga landgönguliða í land á prömmum. Þeir gátu farið inn og rýmt vegi, opnað spítala, lagað loftræstikerfi á dvalarheimilum aldraðra. Þetta gefur okkur mikinn sveigjanleika,” segir O’Brian. Flestir úr áhöfn skipsins eru óvanir hitastigi og veðurfari í norðurhöfum og segir O’Brian það vera hluta af æfingunni að kynnast aðstæðum þar.
Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira