Hæstaréttardómarar sagðir hengja bakara fyrir smið Jakob Bjarnar skrifar 18. október 2018 18:50 Píratarnir Smári og Helgi Hrafn furða sig á dómi sem féll í Hæstarétti í dag. „Ég get ekki talað fyrir alla Pírata, en mitt álit er að frá tæknilegu sjónarmiði er þetta ákvörðun sem felur í sér róttækt skilningsleysi á eðli fjarskipta og skeytingarleysi gagnvart því hvar ábyrgð á lögbrotum á heima,“ segir Smári McCarthy þingmaður Pírata í samtali við Vísi. Netverjar margir hverjir eru gapandi vegna dóms sem féll í Hæstarétti í dag. Jens Pétur Jensen hja ISNIC segir hann sýna svo ekki verði um villst að hæstaréttardómarar skilji ekki internetið. Tilgangslaus og stórskaðleg ákvörðun Píratar eru nú að ræða það sín á milli hvort ekki sé vert að taka málið upp á þingi, en það myndi þá líklega vera Helgi Hrafn Gunnarsson sem tæki málið upp á vettvangi Allsherjar- og menntamálanefndar. „Þessi dómur gengur gegn orðum og anda 73. gr. stjórnarskrár, þar sem að ritskoðun af þessu tagi er hvorki nauðsynleg né samrýmist hún lýðræðishefð,“ segir Smári. Þingmaðurinn segir dóminn einnig ganga gegn þeirri reglu að milliliðir séu ábyrgðarlausir gagnvart upplýsingaflæði sem má finna í lögum um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu. „Samantekið er þetta í besta falli tilgangslaus ákvörðun sem mun kosta fyrirtækin sem þurfa að framfylgja þessu töluverða peninga vegna aukins álags á tölvukerfi sem ritskoðun af þessu tagi veldur, og ég get ekki séð að hún samrýmist stjórnarskrá eða landslög.“ Verið að hengja bakara fyrir smið Jens Pétur hjá ISNC hefur lýst því yfir við Vísi að hann verði þess var að á öllum póstum sé verið að þrengja að netfrelsi og nú vilji hæstaréttardómarar leggja sitt vog á skálarnar með afgerandi hætti. „Vissulega. Mörgum finnst einhvern veginn að reglurnar sem gilda utan netsins eigi einhvern veginn minna eða öðruvísi við á netinu. Það er auðvitað fjarstæða – það að á netinu geti hlutir gerst hraðar og með skrýtnari hætti gerir í raun mikilvægara að tryggja réttindin með afgerandi hætti, en að sama skapi að rækta skyldurnar bæði á nákvæman og skynsaman hátt.“ Smári segir blasa við að með þessum dómi sé verið að hengja bakara fyrir smið: „Einhver einhversstaðar á netinu er að brjóta gegn höfundarréttarlögum, en í stað þess að sækja viðkomandi til saka er algjörlega ótengdum fyrirtækjum fyrirskipað að lofa að segja engum heimilisfangið þeirra, og það kallað lausn.“ Tengdar fréttir Hæstiréttur staðfestir lögbann á deilisíður Áfram verður lokað fyrir aðgang að síðum eins og Deildu.net og Pirate Bay hjá netþjónustufyrirtækinu Hringiðunni eftir dóm Hæstaréttar. 18. október 2018 15:40 Netverjar segja hæstaréttardómara ekki skilja internetið Netverjar eru í áfalli vegna nýgengins Hæstaréttardóms. 18. október 2018 17:52 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
„Ég get ekki talað fyrir alla Pírata, en mitt álit er að frá tæknilegu sjónarmiði er þetta ákvörðun sem felur í sér róttækt skilningsleysi á eðli fjarskipta og skeytingarleysi gagnvart því hvar ábyrgð á lögbrotum á heima,“ segir Smári McCarthy þingmaður Pírata í samtali við Vísi. Netverjar margir hverjir eru gapandi vegna dóms sem féll í Hæstarétti í dag. Jens Pétur Jensen hja ISNIC segir hann sýna svo ekki verði um villst að hæstaréttardómarar skilji ekki internetið. Tilgangslaus og stórskaðleg ákvörðun Píratar eru nú að ræða það sín á milli hvort ekki sé vert að taka málið upp á þingi, en það myndi þá líklega vera Helgi Hrafn Gunnarsson sem tæki málið upp á vettvangi Allsherjar- og menntamálanefndar. „Þessi dómur gengur gegn orðum og anda 73. gr. stjórnarskrár, þar sem að ritskoðun af þessu tagi er hvorki nauðsynleg né samrýmist hún lýðræðishefð,“ segir Smári. Þingmaðurinn segir dóminn einnig ganga gegn þeirri reglu að milliliðir séu ábyrgðarlausir gagnvart upplýsingaflæði sem má finna í lögum um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu. „Samantekið er þetta í besta falli tilgangslaus ákvörðun sem mun kosta fyrirtækin sem þurfa að framfylgja þessu töluverða peninga vegna aukins álags á tölvukerfi sem ritskoðun af þessu tagi veldur, og ég get ekki séð að hún samrýmist stjórnarskrá eða landslög.“ Verið að hengja bakara fyrir smið Jens Pétur hjá ISNC hefur lýst því yfir við Vísi að hann verði þess var að á öllum póstum sé verið að þrengja að netfrelsi og nú vilji hæstaréttardómarar leggja sitt vog á skálarnar með afgerandi hætti. „Vissulega. Mörgum finnst einhvern veginn að reglurnar sem gilda utan netsins eigi einhvern veginn minna eða öðruvísi við á netinu. Það er auðvitað fjarstæða – það að á netinu geti hlutir gerst hraðar og með skrýtnari hætti gerir í raun mikilvægara að tryggja réttindin með afgerandi hætti, en að sama skapi að rækta skyldurnar bæði á nákvæman og skynsaman hátt.“ Smári segir blasa við að með þessum dómi sé verið að hengja bakara fyrir smið: „Einhver einhversstaðar á netinu er að brjóta gegn höfundarréttarlögum, en í stað þess að sækja viðkomandi til saka er algjörlega ótengdum fyrirtækjum fyrirskipað að lofa að segja engum heimilisfangið þeirra, og það kallað lausn.“
Tengdar fréttir Hæstiréttur staðfestir lögbann á deilisíður Áfram verður lokað fyrir aðgang að síðum eins og Deildu.net og Pirate Bay hjá netþjónustufyrirtækinu Hringiðunni eftir dóm Hæstaréttar. 18. október 2018 15:40 Netverjar segja hæstaréttardómara ekki skilja internetið Netverjar eru í áfalli vegna nýgengins Hæstaréttardóms. 18. október 2018 17:52 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Hæstiréttur staðfestir lögbann á deilisíður Áfram verður lokað fyrir aðgang að síðum eins og Deildu.net og Pirate Bay hjá netþjónustufyrirtækinu Hringiðunni eftir dóm Hæstaréttar. 18. október 2018 15:40
Netverjar segja hæstaréttardómara ekki skilja internetið Netverjar eru í áfalli vegna nýgengins Hæstaréttardóms. 18. október 2018 17:52