Freyr gerði upp leikina tvo: „Eru mistök og við viðurkennum það“ Anton Ingi Leifsson skrifar 11. september 2018 22:45 Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, kíkti í settið til Harðar Magnússonar og sparkspekinga kvöldsins eftir 2-0 tap gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. „Þetta voru mjög ódýr mörk sem við fengum á okkur. Við vorum í töluverðu basli með nærstöngina í föstum leikatriðum einhverja hluta vegna og það er eitthvað sem við þurfum að skoða vel,” sagði Freyr eftir leik. „Þeir eru með frábært lið, frábæra leikmenn en mér fannst þetta mikilvæg frammistaða. Ég veit að við erum ekki ánægðir með að tapa 3-0 á heimavelli en það er stutt síðan við áttum skelfilegum leik og biðum afhroð.” „Við þurftum að finna stoltið, fara í grunngildin og vinna okkur út frá því. Mér fannst leikmenn gera allt sem í þeirra valdi stóð til þess að ná í þetta stolt.” Meiðsli leikmanna hafa sett strik í reikninginn og Freyr segir að þetta sé auðvitað erfitt án þeirra. „Klárlega hefur það haft töluvert að segja en mér finnst samt mikilvægt að halda því til haga að það er ekki hægt að setja á herðar þeirra leikmanna sem fá núna mínútur að bera ábyrgðina á þessum úrslitum.” „Það er frekar að þeir sem eru með meiri reynslu stígi upp og mér fannst svo vera í kvöld. Mér fannst þeir stíga upp og mér fannst þeir spila leikinn eins og við vildum að þeir myndu spila hann.” „Það var mikilvægt í dag og mig langar að hrósa Ragnari og Sverri. Það er langt síðan Sverrir hefur spilað tvo leiki í röð. Við erum með leiðtoga í Kára Árnasyni sem er í bekknum í þessum leikjum og láta Sverri vaxa inn í hlutverkið. Mér fannst þeir stíga upp í dag.” Ísland spilaði 4-4-2 í Sviss og segir Freyr að það hafi verið hrein og klár mistök. „Það eru klár mistök. Við áttum líka að grípa fyrr inn í það. Við berum báðir ábyrgð á það en við verðum að gefa Erik smá tíma og svigrúm til að komast inn í þetta.” „Hann þarf að átta sig á hreyfingu leikmanna. Hann hafði tröllatrú á að þeir myndu taka meira til sín og það bara gekk ekki. Þetta eru mistök og við viðurkennum það þegar við gerum mistök. Allt innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira
Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, kíkti í settið til Harðar Magnússonar og sparkspekinga kvöldsins eftir 2-0 tap gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. „Þetta voru mjög ódýr mörk sem við fengum á okkur. Við vorum í töluverðu basli með nærstöngina í föstum leikatriðum einhverja hluta vegna og það er eitthvað sem við þurfum að skoða vel,” sagði Freyr eftir leik. „Þeir eru með frábært lið, frábæra leikmenn en mér fannst þetta mikilvæg frammistaða. Ég veit að við erum ekki ánægðir með að tapa 3-0 á heimavelli en það er stutt síðan við áttum skelfilegum leik og biðum afhroð.” „Við þurftum að finna stoltið, fara í grunngildin og vinna okkur út frá því. Mér fannst leikmenn gera allt sem í þeirra valdi stóð til þess að ná í þetta stolt.” Meiðsli leikmanna hafa sett strik í reikninginn og Freyr segir að þetta sé auðvitað erfitt án þeirra. „Klárlega hefur það haft töluvert að segja en mér finnst samt mikilvægt að halda því til haga að það er ekki hægt að setja á herðar þeirra leikmanna sem fá núna mínútur að bera ábyrgðina á þessum úrslitum.” „Það er frekar að þeir sem eru með meiri reynslu stígi upp og mér fannst svo vera í kvöld. Mér fannst þeir stíga upp og mér fannst þeir spila leikinn eins og við vildum að þeir myndu spila hann.” „Það var mikilvægt í dag og mig langar að hrósa Ragnari og Sverri. Það er langt síðan Sverrir hefur spilað tvo leiki í röð. Við erum með leiðtoga í Kára Árnasyni sem er í bekknum í þessum leikjum og láta Sverri vaxa inn í hlutverkið. Mér fannst þeir stíga upp í dag.” Ísland spilaði 4-4-2 í Sviss og segir Freyr að það hafi verið hrein og klár mistök. „Það eru klár mistök. Við áttum líka að grípa fyrr inn í það. Við berum báðir ábyrgð á það en við verðum að gefa Erik smá tíma og svigrúm til að komast inn í þetta.” „Hann þarf að átta sig á hreyfingu leikmanna. Hann hafði tröllatrú á að þeir myndu taka meira til sín og það bara gekk ekki. Þetta eru mistök og við viðurkennum það þegar við gerum mistök. Allt innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira